Garðbæingar vísa gagnrýni á bug: „Það getur varla verið hlutverk bæjarins að stoppa einkasamkvæmi“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 11. nóvember 2021 18:47 Gunnar Einarsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Vísir/Vilhelm Yfirvöld í Garðabæ sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í kvöld vegna umfjöllunar um smitrakningu og upplýsingagjöf í skólum Garðabæjar. Bæjarstjórinn, Gunnar Einarsson, telur að upplýsingagjöfin hafi verið góð en alltaf sé hægt að gera betur. Skólayfirvöld í Garðabæ hafa hlotið gagnrýni fyrir viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum í dag. Jóhanna Jakobsdóttir líftölufræðingur sagði bæjarfélagið „þvílíkt pestarbæli“ og sóttvarnarlæknir staðfesti í dag að hundrað væru smitaðir eftir villibráðarkvöld í bænum. Bæjarstjóri segir í samtali við fréttastofu, að unnið hafi verið samkvæmt tilmælum almannavarna og reglum fylgt í hvívetna. Síðustu þrír dagar hafi verið nokkuð strembnir en smitin séu ekki svo mörg síðastliðna fjórtán daga. „Það er ekki bæjaryfirvalda að fylgjast með því hvort að einhverjir veitingastaðir eða hópar eru með einhvers konar samkvæmi. Það getur varla verið hlutverk bæjarins að stoppa einkasamkvæmi.“ Aðspurður segist Gunnar ekki vita til þess að upplýsingagjöf hafi brugðist og að skólayfirvöld séu í góðu samstarfi við smitrakningarteymi. Aðstæður breytist þó hratt í faraldrinum og alltaf er rými til bætinga. „Mér hefur fundist Þórólfur standa sig afskaplega vel og ég treysti honum 110 prósent til að meta þessa hluti. Helst vildi ég að menn færu eftir þeim tilmælum.“ Garðabær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lektor í líftölfræði varar við Garðabæ sem pestarbæli Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknasérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, er ómyrk í máli á Twitter og segir Garðabæ sannkallað pestarbæli. 11. nóvember 2021 10:30 Hundrað smitaðir eftir villibráðarkvöld í Garðabæ Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins. Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi. 11. nóvember 2021 11:43 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Skólayfirvöld í Garðabæ hafa hlotið gagnrýni fyrir viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum í dag. Jóhanna Jakobsdóttir líftölufræðingur sagði bæjarfélagið „þvílíkt pestarbæli“ og sóttvarnarlæknir staðfesti í dag að hundrað væru smitaðir eftir villibráðarkvöld í bænum. Bæjarstjóri segir í samtali við fréttastofu, að unnið hafi verið samkvæmt tilmælum almannavarna og reglum fylgt í hvívetna. Síðustu þrír dagar hafi verið nokkuð strembnir en smitin séu ekki svo mörg síðastliðna fjórtán daga. „Það er ekki bæjaryfirvalda að fylgjast með því hvort að einhverjir veitingastaðir eða hópar eru með einhvers konar samkvæmi. Það getur varla verið hlutverk bæjarins að stoppa einkasamkvæmi.“ Aðspurður segist Gunnar ekki vita til þess að upplýsingagjöf hafi brugðist og að skólayfirvöld séu í góðu samstarfi við smitrakningarteymi. Aðstæður breytist þó hratt í faraldrinum og alltaf er rými til bætinga. „Mér hefur fundist Þórólfur standa sig afskaplega vel og ég treysti honum 110 prósent til að meta þessa hluti. Helst vildi ég að menn færu eftir þeim tilmælum.“
Garðabær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lektor í líftölfræði varar við Garðabæ sem pestarbæli Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknasérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, er ómyrk í máli á Twitter og segir Garðabæ sannkallað pestarbæli. 11. nóvember 2021 10:30 Hundrað smitaðir eftir villibráðarkvöld í Garðabæ Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins. Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi. 11. nóvember 2021 11:43 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Lektor í líftölfræði varar við Garðabæ sem pestarbæli Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknasérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, er ómyrk í máli á Twitter og segir Garðabæ sannkallað pestarbæli. 11. nóvember 2021 10:30
Hundrað smitaðir eftir villibráðarkvöld í Garðabæ Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins. Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi. 11. nóvember 2021 11:43