Erfið stund þegar Óskar kvaddi: „Verður sárt saknað en við virðum hans val“ Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2021 12:31 Óskar Örn Hauksson vann til fjölda titla með KR og er bæði leikja- og markahæsti leikmaður í sögu félagsins. vísir/bára „Við áttum ágætis fund í morgun sem var erfið stund og allt það, en svona er þetta bara í lífinu. Við virðum hans ákvörðun og vonum að honum gangi allt í haginn,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir að hafa horft á eftir leikja- og markahæsta leikmanni í sögu félagsins. Óskar Örn Hauksson hefur ákveðið að spila knattspyrnu með Stjörnunni næstu tvö árin. Samningur hans við KR, þar sem hann spilaði alla leiki í sumar, rann út og Óskar hafnaði tilboði KR um nýjan samning. „Maður er aldrei sáttur þegar maður missir góða menn en svona er bara lífið stundum. Menn þurfa að taka sínar eigin ákvarðanir,“ segir Rúnar sem þjálfaði Óskar í rúman helming þess tíma sem Óskar var hjá KR. „Óskar er búinn að þjóna KR í fimmtán ár, er leikjahæsti og markahæsti leikmaður félagsins, búinn að vinna hér haug af titlum fyrir okkur og vera frábær fyrirmynd allra hjá félaginu, bæði leikmanna sem hann hefur spilað með og ungu kynslóðarinnar. Við erum að missa gríðarlega mikinn KR-ing og hans verður auðvitað sárt saknað en við virðum hans val. Við þökkum honum bara kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum alls hins besta,“ segir Rúnar um hinn 37 ára gamla Óskar, sem skoraði 5 mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar. Reyndum að halda honum „Ég er búinn að þjálfa Óskar mjög lengi. Alls hefur hann verið leikmaður hjá mér í ein 8-9 ár svo þetta er auðvitað erfitt. Það er erfitt að missa mann sem hefur skilað miklu til félagsins, alltaf staðið sig vel, verið lykilmaður og fyrirliði liðsins, en það kemur alltaf að því að leiðir skilja. Við reyndum að halda honum en svo taka menn bara sínar ákvarðanir. Þetta er aldrei auðvelt, hvorki fyrir hann né okkur, en svo bara gerast þessir hlutir. Við berum engan kala til Óskars. Við erum ofboðslega ánægð með hans framlag til félagsins og hann verður alltaf KR-ingur, vonandi, þó að hann taki þetta hliðarskref í restina og spili með Stjörnunni. Við vonum að honum gangi vel og hann er alltaf velkominn hingað,“ segir Rúnar. Verða aðrir að leysa úr þessum missi okkar Eins og fyrr segir spilaði Óskar alla leiki með KR á síðustu leiktíð og hann var í byrjunarliði liðsins í 20 af 22 deildarleikjum. Það var því síður en svo þannig að hann væri orðinn einhver afgangsstærð í Vesturbænum. „Það er auðvitað alltaf samkeppni um stöður en Óskar hefur oftast komið sterkastur út úr því. Við vitum hvað hann getur, það er fullt af mörkum í honum og stoðsendingum, og svo er hann líka leiðtogi. Hann var fastamaður í liðinu í sumar og spilaði hvað flestar mínútur auk Beitis [Ólafssonar] og Pálma [Rafns Pálmasonar]. Við erum að missa byrjunarliðsmann en þá opnast dyrnar fyrir aðra og það verða aðrir að leysa úr þessum missi okkar og standa undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðir,“ segir Rúnar. Þjálfarinn segir að ekki þurfi endilega að finna mann í stað Óskars. „Við erum með ágætis úrval í þessa stöðu og svo þurfum við líka að skoða hvaða system við ætlum að nota. En við erum alla vega komnir með nægilega marga menn í framlínuna, þessar fremstu stöður, svo ég held að við höfum mannskap til að takast á við þetta. Auðvitað lítum við áfram í kringum okkur og skoðum hvað okkur vantar til að geta barist um titla næsta sumar,“ segir Rúnar og bætir við að þá sé ekki síst verið að horfa út fyrir landsteinana. Pepsi Max-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Fleiri fréttir Glórulaus tækling Gylfa Þórs Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Sjá meira
Óskar Örn Hauksson hefur ákveðið að spila knattspyrnu með Stjörnunni næstu tvö árin. Samningur hans við KR, þar sem hann spilaði alla leiki í sumar, rann út og Óskar hafnaði tilboði KR um nýjan samning. „Maður er aldrei sáttur þegar maður missir góða menn en svona er bara lífið stundum. Menn þurfa að taka sínar eigin ákvarðanir,“ segir Rúnar sem þjálfaði Óskar í rúman helming þess tíma sem Óskar var hjá KR. „Óskar er búinn að þjóna KR í fimmtán ár, er leikjahæsti og markahæsti leikmaður félagsins, búinn að vinna hér haug af titlum fyrir okkur og vera frábær fyrirmynd allra hjá félaginu, bæði leikmanna sem hann hefur spilað með og ungu kynslóðarinnar. Við erum að missa gríðarlega mikinn KR-ing og hans verður auðvitað sárt saknað en við virðum hans val. Við þökkum honum bara kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum alls hins besta,“ segir Rúnar um hinn 37 ára gamla Óskar, sem skoraði 5 mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar. Reyndum að halda honum „Ég er búinn að þjálfa Óskar mjög lengi. Alls hefur hann verið leikmaður hjá mér í ein 8-9 ár svo þetta er auðvitað erfitt. Það er erfitt að missa mann sem hefur skilað miklu til félagsins, alltaf staðið sig vel, verið lykilmaður og fyrirliði liðsins, en það kemur alltaf að því að leiðir skilja. Við reyndum að halda honum en svo taka menn bara sínar ákvarðanir. Þetta er aldrei auðvelt, hvorki fyrir hann né okkur, en svo bara gerast þessir hlutir. Við berum engan kala til Óskars. Við erum ofboðslega ánægð með hans framlag til félagsins og hann verður alltaf KR-ingur, vonandi, þó að hann taki þetta hliðarskref í restina og spili með Stjörnunni. Við vonum að honum gangi vel og hann er alltaf velkominn hingað,“ segir Rúnar. Verða aðrir að leysa úr þessum missi okkar Eins og fyrr segir spilaði Óskar alla leiki með KR á síðustu leiktíð og hann var í byrjunarliði liðsins í 20 af 22 deildarleikjum. Það var því síður en svo þannig að hann væri orðinn einhver afgangsstærð í Vesturbænum. „Það er auðvitað alltaf samkeppni um stöður en Óskar hefur oftast komið sterkastur út úr því. Við vitum hvað hann getur, það er fullt af mörkum í honum og stoðsendingum, og svo er hann líka leiðtogi. Hann var fastamaður í liðinu í sumar og spilaði hvað flestar mínútur auk Beitis [Ólafssonar] og Pálma [Rafns Pálmasonar]. Við erum að missa byrjunarliðsmann en þá opnast dyrnar fyrir aðra og það verða aðrir að leysa úr þessum missi okkar og standa undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðir,“ segir Rúnar. Þjálfarinn segir að ekki þurfi endilega að finna mann í stað Óskars. „Við erum með ágætis úrval í þessa stöðu og svo þurfum við líka að skoða hvaða system við ætlum að nota. En við erum alla vega komnir með nægilega marga menn í framlínuna, þessar fremstu stöður, svo ég held að við höfum mannskap til að takast á við þetta. Auðvitað lítum við áfram í kringum okkur og skoðum hvað okkur vantar til að geta barist um titla næsta sumar,“ segir Rúnar og bætir við að þá sé ekki síst verið að horfa út fyrir landsteinana.
Pepsi Max-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Fleiri fréttir Glórulaus tækling Gylfa Þórs Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Sjá meira