„Þá verður allt svart og það næsta sem ég man er að ég vakna á sjúkrahúsinu“ Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2021 11:30 Fjölskylda Emils beið eftir honum þegar hann rankaði við sér á sjúkrahúsinu í Bergen. „Það var ekkert sem að gaf til kynna að það væri eitthvað að, fyrr um daginn,“ segir knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson um daginn sem að hann „dó“, í fjórar mínútur. Emil fór í hjartastopp í leik með liði Sogndal í norsku 1. deildinni fyrir tveimur vikum. Hann var í hjartastoppi í tæpar fjórar mínútur áður en viðbragðsaðilar náðu að lífga hann við með hjartahnoði og hjartastuðtæki. „Ég vaknaði við fyrsta stuð, sem er mjög jákvætt. Mér er náð til baka frekar fljótt og það er ekki langur tími þar sem ég er ekki með púls. Það er sirka búið að reikna út að í þrjár og hálfa eða fjórar mínútur hafi ég ekki verið með púls – í raun og veru dáinn. Það er að sjálfsögðu mjög sjokkerandi að heyra það en ég er bara þakklátur að vera á lífi,“ segir Emil sem ræddi við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Hluta úr viðtalinu má sjá hér að neðan: Emil segir atvikið minna mikið á það þegar Christian Eriksen fór í hjartastopp í leik með danska landsliðinu á EM í sumar. Líkt og með Eriksen þá sé enn óljóst hvað hafi valdið hjartastoppi Emils, sem útskrifaðist af sjúkrahúsi í Noregi síðastliðinn þriðjudag og er kominn heim til Íslands. „Ekki komið klár skýring“ „Þegar ég hugsa til baka þá voru engin merki um að eitthvað væri ekki eins og aðra daga. Rútínan var hefðbundin fyrir leik, upphitunin eðlileg, við skorum eftir sjö mínútur og ég man eftir því en það síðasta sem ég man eftir er þegar við vorum að fagna markinu. Síðan taka þeir miðju, leikurinn fer í gang aftur, og þá verður allt svart hjá mér og það næsta sem ég man er að ég vakna á sjúkrahúsinu,“ segir Emil og bætir við: „Ég er með boltann og tek langa sendingu, en svo þegar ég er að hlaupa á eftir sendingunni þá einhvern veginn dett ég niður, á svipaðan hátt og Eriksen þegar hann datt niður í sumar. Þetta eru svolítið lík atvik – hvernig þau gerast og líka vegna þess að það hefur ekki komið klár skýring á því af hverju þetta gerist.“ Emil hefur áður sagt að hann sé þakklátur fyrir að hafa farið í hjartastopp á knattspyrnuvellinum en ekki á leið heim eftir leik, eða í sófanum heima hjá sér. Miðað við orð Kristjáns Guðmundssonar, hjartalæknis á Landspítalanum, í viðtali við Stöð 2 í sumar mátti engu muna að Emil yrði fyrir óafturkræfum heilaskaða: „Maður hefur svona sirka þrjár mínútur eftir að fólk fer í hjartastopp til að hefja endurlífgun með hjartahnoði. Eftir þrjár mínútur er mikil hætta á að heilastarfsemin verði fyrir óafturkræfum skaða,“ sagði Kristján. Fótbolti Íslendingar erlendis Noregur Tengdar fréttir Emil segir lán í óláni að hjartað skyldi stoppa innan vallar: Var dáinn í fjórar mínútur Emil Pálsson ræddi í dag við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir að hann fór í hjartastopp í fótboltaleik í Noregi í síðustu viku. Hann kveðst afar heppinn að vera á lífi. 10. nóvember 2021 16:09 Emil útskrifaður af sjúkrahúsi Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi, en hann var lagður inn í seinustu viku eftir að hafa farið í hjartastopp í leik með Sogndal í norsku fyrstu deildinni í fótbolta. 9. nóvember 2021 18:01 Emil þakkar fyrir sig: „Væri ekki á lífi án starfsfólks Sogndal“ Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni, setti inn færslu á Twitter þar sem hann þakkar læknateymi og starfsfólki Sogndal fyrir að vera á lífi. 5. nóvember 2021 12:44 Samherjar Emils: Erfitt að sjá vin sinn liggja eftir Félagar Emils Pálssonar hjá Sogndal segja að það hafi verið hræðileg lífsreynsla að sjá samherja sinn fara í hjartastopp í miðjum leik. 3. nóvember 2021 12:01 Biðjast afsökunar á að hafa óvart sýnt frá Emil í höndum sjúkrafólks Sjónvarpsstöðin Discovery hefur beðist afsökunar á því að hafa sýnt frá því þegar sjúkraflutningamenn hlúðu að Emil Pálssyni sem fór í hjartastopp í fótboltaleik með Sogndal í Noregi í gær. 2. nóvember 2021 08:01 Emil Pálsson hné niður á vellinum Leikur Sogndal og Stjørdals/Blink var flautaður af þegar knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson hné niður eftir tólf mínútna leik. Emil lá á vellinum í um tíu mínútur en var kominn til meðvitundar þegar hann var settur um borð í sjúkraþyrlu. 1. nóvember 2021 18:22 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira
Emil fór í hjartastopp í leik með liði Sogndal í norsku 1. deildinni fyrir tveimur vikum. Hann var í hjartastoppi í tæpar fjórar mínútur áður en viðbragðsaðilar náðu að lífga hann við með hjartahnoði og hjartastuðtæki. „Ég vaknaði við fyrsta stuð, sem er mjög jákvætt. Mér er náð til baka frekar fljótt og það er ekki langur tími þar sem ég er ekki með púls. Það er sirka búið að reikna út að í þrjár og hálfa eða fjórar mínútur hafi ég ekki verið með púls – í raun og veru dáinn. Það er að sjálfsögðu mjög sjokkerandi að heyra það en ég er bara þakklátur að vera á lífi,“ segir Emil sem ræddi við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Hluta úr viðtalinu má sjá hér að neðan: Emil segir atvikið minna mikið á það þegar Christian Eriksen fór í hjartastopp í leik með danska landsliðinu á EM í sumar. Líkt og með Eriksen þá sé enn óljóst hvað hafi valdið hjartastoppi Emils, sem útskrifaðist af sjúkrahúsi í Noregi síðastliðinn þriðjudag og er kominn heim til Íslands. „Ekki komið klár skýring“ „Þegar ég hugsa til baka þá voru engin merki um að eitthvað væri ekki eins og aðra daga. Rútínan var hefðbundin fyrir leik, upphitunin eðlileg, við skorum eftir sjö mínútur og ég man eftir því en það síðasta sem ég man eftir er þegar við vorum að fagna markinu. Síðan taka þeir miðju, leikurinn fer í gang aftur, og þá verður allt svart hjá mér og það næsta sem ég man er að ég vakna á sjúkrahúsinu,“ segir Emil og bætir við: „Ég er með boltann og tek langa sendingu, en svo þegar ég er að hlaupa á eftir sendingunni þá einhvern veginn dett ég niður, á svipaðan hátt og Eriksen þegar hann datt niður í sumar. Þetta eru svolítið lík atvik – hvernig þau gerast og líka vegna þess að það hefur ekki komið klár skýring á því af hverju þetta gerist.“ Emil hefur áður sagt að hann sé þakklátur fyrir að hafa farið í hjartastopp á knattspyrnuvellinum en ekki á leið heim eftir leik, eða í sófanum heima hjá sér. Miðað við orð Kristjáns Guðmundssonar, hjartalæknis á Landspítalanum, í viðtali við Stöð 2 í sumar mátti engu muna að Emil yrði fyrir óafturkræfum heilaskaða: „Maður hefur svona sirka þrjár mínútur eftir að fólk fer í hjartastopp til að hefja endurlífgun með hjartahnoði. Eftir þrjár mínútur er mikil hætta á að heilastarfsemin verði fyrir óafturkræfum skaða,“ sagði Kristján.
Fótbolti Íslendingar erlendis Noregur Tengdar fréttir Emil segir lán í óláni að hjartað skyldi stoppa innan vallar: Var dáinn í fjórar mínútur Emil Pálsson ræddi í dag við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir að hann fór í hjartastopp í fótboltaleik í Noregi í síðustu viku. Hann kveðst afar heppinn að vera á lífi. 10. nóvember 2021 16:09 Emil útskrifaður af sjúkrahúsi Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi, en hann var lagður inn í seinustu viku eftir að hafa farið í hjartastopp í leik með Sogndal í norsku fyrstu deildinni í fótbolta. 9. nóvember 2021 18:01 Emil þakkar fyrir sig: „Væri ekki á lífi án starfsfólks Sogndal“ Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni, setti inn færslu á Twitter þar sem hann þakkar læknateymi og starfsfólki Sogndal fyrir að vera á lífi. 5. nóvember 2021 12:44 Samherjar Emils: Erfitt að sjá vin sinn liggja eftir Félagar Emils Pálssonar hjá Sogndal segja að það hafi verið hræðileg lífsreynsla að sjá samherja sinn fara í hjartastopp í miðjum leik. 3. nóvember 2021 12:01 Biðjast afsökunar á að hafa óvart sýnt frá Emil í höndum sjúkrafólks Sjónvarpsstöðin Discovery hefur beðist afsökunar á því að hafa sýnt frá því þegar sjúkraflutningamenn hlúðu að Emil Pálssyni sem fór í hjartastopp í fótboltaleik með Sogndal í Noregi í gær. 2. nóvember 2021 08:01 Emil Pálsson hné niður á vellinum Leikur Sogndal og Stjørdals/Blink var flautaður af þegar knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson hné niður eftir tólf mínútna leik. Emil lá á vellinum í um tíu mínútur en var kominn til meðvitundar þegar hann var settur um borð í sjúkraþyrlu. 1. nóvember 2021 18:22 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira
Emil segir lán í óláni að hjartað skyldi stoppa innan vallar: Var dáinn í fjórar mínútur Emil Pálsson ræddi í dag við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir að hann fór í hjartastopp í fótboltaleik í Noregi í síðustu viku. Hann kveðst afar heppinn að vera á lífi. 10. nóvember 2021 16:09
Emil útskrifaður af sjúkrahúsi Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi, en hann var lagður inn í seinustu viku eftir að hafa farið í hjartastopp í leik með Sogndal í norsku fyrstu deildinni í fótbolta. 9. nóvember 2021 18:01
Emil þakkar fyrir sig: „Væri ekki á lífi án starfsfólks Sogndal“ Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni, setti inn færslu á Twitter þar sem hann þakkar læknateymi og starfsfólki Sogndal fyrir að vera á lífi. 5. nóvember 2021 12:44
Samherjar Emils: Erfitt að sjá vin sinn liggja eftir Félagar Emils Pálssonar hjá Sogndal segja að það hafi verið hræðileg lífsreynsla að sjá samherja sinn fara í hjartastopp í miðjum leik. 3. nóvember 2021 12:01
Biðjast afsökunar á að hafa óvart sýnt frá Emil í höndum sjúkrafólks Sjónvarpsstöðin Discovery hefur beðist afsökunar á því að hafa sýnt frá því þegar sjúkraflutningamenn hlúðu að Emil Pálssyni sem fór í hjartastopp í fótboltaleik með Sogndal í Noregi í gær. 2. nóvember 2021 08:01
Emil Pálsson hné niður á vellinum Leikur Sogndal og Stjørdals/Blink var flautaður af þegar knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson hné niður eftir tólf mínútna leik. Emil lá á vellinum í um tíu mínútur en var kominn til meðvitundar þegar hann var settur um borð í sjúkraþyrlu. 1. nóvember 2021 18:22