Lögreglan hefur nafngreint árásarmanninn, sem hét Emad Al Swealmeen. Hann var 32 ára gamall hælisleitandi frá Miðausturlöndum en snerist til kristinnar trúar árið 2017. Hann er sagður hafa glímt við geðræn vandamál.
Lögregla segir að mikilvæg sönnunargögn hafi fundist á heimili Al Swealmeen við húsleit en hann bjó í suðausturhluta Liverpool-borgar.
Hann mun hafa snúist til kristinnar trúar í formlegri athöfn í dómkirkjunni í Liverpool en talið er líklegt að kirkjan hafi upphaflega átt að vera skotmark hans. Þar fór fram minningarathöfn um fallna hermenn.