Breytt verklag á göngudeild Covid og símtölum fækkað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 11:59 Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum. vísir/Egill Aðalsteinsson Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær og segir yfirlæknir á Landspítalanum það mikil vonbrigði. Fækki smituðum ekki á næstu sólarhringum þurfi að endurskoða aðgerðir. Spítalinn hefur breytt verklagi á göngudeild Covid og fækkað símtölum til fólks í einangrun. Metfjöldi eða tvö hundruð og sex greindust með kórónuveiruna í gær. Innan við helmingur þeirra í sóttkví, eða 46 prósent. Innlögnum á Landspítalann vegna covid hefur fjölgað nokkuð á síðustu dögum. Þar eru tuttugu og fimm inniliggjandi og þar af fjórir á gjörgæslu. Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum hefur áhyggjur af þróuninni nú þegar liðnir eru fjórir sólarhringar frá því að harðari samkomutakmarkanir tóku gildi. „Ef þetta á að virka eins og við höfðum búist við myndi maður vilja sjá fækkun á nýjum tilfellum núna á næstu sólarhringum. Þess vegna eru þetta talsverð vonbrigði þessi mikla greining núna. Ef ekki verður lát á þessu á næstu fimm til sjö dögum virðist þetta ekki duga,“ segir Már sem telur að þá þurfi að endurskoða og herða aðgerðir. Verklagi hefur verið breytt á göngudeild Covid til þess að fækka símtölunum til fólks í einangrun. Már bendir á að smituðum hafi fjölgað mikið og erfiðara sé að fá fólk til þess að sinna úthringingum. Álagið hafi því verið orðið gríðarlegt. Nú verður fólk beðið um að fylla út spurningalista um líðan og hringt er í þá sem þarf að athuga með eða svara ekki. Hann bendir á að verklagið, sem tekið var upp í byrjun faraldursins, hafi verið gagnrýnt í ljósi mikils álags á spítalanum og þar sem fólk veikist síður nú þegar þjóðin er að mestu bólusett. Már segir þó enn nauðsynlegt að fylgjast með fólki til þess að unnt sé að grípa snemma inn í veikindi. „Okkar mestu vandræði í dag eru þeir sem eru ógreindir í heimahúsi og eru orðnir alvarlega veikir og hafa ekki notið þessarar snemmíhlutunar,“ segir Már og bætir við að slík tilvik komi reglulega upp. „Ég ætla ekki að segja á hverjum degi en það hefur verið talsvert um að fólk hafi annað hvort fundist heima eða komi vegna bráðra veikinda á bráðmóttöku og greinist þannig. Þannig það eru einstaklingar þarna úti sem eru oftar en ekki óbólusettir sem hafa greinst þannig,“ segir Már Kristjánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Sjá meira
Metfjöldi eða tvö hundruð og sex greindust með kórónuveiruna í gær. Innan við helmingur þeirra í sóttkví, eða 46 prósent. Innlögnum á Landspítalann vegna covid hefur fjölgað nokkuð á síðustu dögum. Þar eru tuttugu og fimm inniliggjandi og þar af fjórir á gjörgæslu. Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum hefur áhyggjur af þróuninni nú þegar liðnir eru fjórir sólarhringar frá því að harðari samkomutakmarkanir tóku gildi. „Ef þetta á að virka eins og við höfðum búist við myndi maður vilja sjá fækkun á nýjum tilfellum núna á næstu sólarhringum. Þess vegna eru þetta talsverð vonbrigði þessi mikla greining núna. Ef ekki verður lát á þessu á næstu fimm til sjö dögum virðist þetta ekki duga,“ segir Már sem telur að þá þurfi að endurskoða og herða aðgerðir. Verklagi hefur verið breytt á göngudeild Covid til þess að fækka símtölunum til fólks í einangrun. Már bendir á að smituðum hafi fjölgað mikið og erfiðara sé að fá fólk til þess að sinna úthringingum. Álagið hafi því verið orðið gríðarlegt. Nú verður fólk beðið um að fylla út spurningalista um líðan og hringt er í þá sem þarf að athuga með eða svara ekki. Hann bendir á að verklagið, sem tekið var upp í byrjun faraldursins, hafi verið gagnrýnt í ljósi mikils álags á spítalanum og þar sem fólk veikist síður nú þegar þjóðin er að mestu bólusett. Már segir þó enn nauðsynlegt að fylgjast með fólki til þess að unnt sé að grípa snemma inn í veikindi. „Okkar mestu vandræði í dag eru þeir sem eru ógreindir í heimahúsi og eru orðnir alvarlega veikir og hafa ekki notið þessarar snemmíhlutunar,“ segir Már og bætir við að slík tilvik komi reglulega upp. „Ég ætla ekki að segja á hverjum degi en það hefur verið talsvert um að fólk hafi annað hvort fundist heima eða komi vegna bráðra veikinda á bráðmóttöku og greinist þannig. Þannig það eru einstaklingar þarna úti sem eru oftar en ekki óbólusettir sem hafa greinst þannig,“ segir Már Kristjánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Sjá meira