Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2021 13:17 Alþingi verður kallað saman með stuttum fyrirvara eftir að undirbúningskjörbréfanefnd lýkur störfum. Vísir/Viljelm Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og bindur formaður nefndarinnar vonir við að hún ljúki störfum sínum fyrir lok þessarar viku. Næst komandi laugardag eru átta vikur liðnar frá alþingiskosningunum hinn 25. september en þing skal koma saman eigi síðar en tíu vikum frá kjördegi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna í textagerð stjórnarsáttmála til næstu fjögurra ára.Verið sé að fara yfir textann og fínpússa. Katrín Jakobsdóttir segir samningu ný stjórnarsáttmála langt komna en kynning á honum og nýrri ríkisstjórn bíði endanlegrar niðurstöðu Alþingis varðandi kjörbréf í Norðvesturkjördæmi.Stöð 2/Sigurjón „Við erum ekki enn komin á þann stað að við séum búin að botna umræðu bæði um verkefnatilflutninga og verkaskiptingu í ráðuneytum. En við stefnum að því að vera tilbúin um leið og sú staða skapast. Það hangir auðvitað á því að Alþingi komi saman og taki afstöðu til kjörbréfa,“ segir Katrín. Þegar undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið sínu hlutverki verður strax boðað til fyrsta þingfundar kjörtímabilsins þar sem formlega verið kosið í kjörbréfanefnd. Það gæti gerst einhver næstu daga, jafnvel á laugardag. Nefndin þarf að minnsta kosti einn sólarhring til að kynna málið í þingflokkum og koma fram með endanlega tillögu til þingmanna að greiða atkvæði um. „Þegar Alþingi hefur lokið afgreiðslu málsins er hægt að taka næstu skref. Það veltur auðvitað á því hver niðurstaða Alþingis verður. En þá er hægt að fara að undirbúa að kynna nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála,“ segir forsætisráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir alþingiskosningunum ekki lokið fyrr en Alþingi hafi afgreitt kjörbréf þingmanna.vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekur í sama streng. Endurnýjaður stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar og kannski einhver endurskipulagning á stjórnkerfi og nýir ráðherrar; það er ekki hægt að gera það fyrr en eftir kosningar og kosningum er ekki lokið fyrr en þessari vinnu er lokið,“ segir Sigurður Ingi. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18 Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og bindur formaður nefndarinnar vonir við að hún ljúki störfum sínum fyrir lok þessarar viku. Næst komandi laugardag eru átta vikur liðnar frá alþingiskosningunum hinn 25. september en þing skal koma saman eigi síðar en tíu vikum frá kjördegi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna í textagerð stjórnarsáttmála til næstu fjögurra ára.Verið sé að fara yfir textann og fínpússa. Katrín Jakobsdóttir segir samningu ný stjórnarsáttmála langt komna en kynning á honum og nýrri ríkisstjórn bíði endanlegrar niðurstöðu Alþingis varðandi kjörbréf í Norðvesturkjördæmi.Stöð 2/Sigurjón „Við erum ekki enn komin á þann stað að við séum búin að botna umræðu bæði um verkefnatilflutninga og verkaskiptingu í ráðuneytum. En við stefnum að því að vera tilbúin um leið og sú staða skapast. Það hangir auðvitað á því að Alþingi komi saman og taki afstöðu til kjörbréfa,“ segir Katrín. Þegar undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið sínu hlutverki verður strax boðað til fyrsta þingfundar kjörtímabilsins þar sem formlega verið kosið í kjörbréfanefnd. Það gæti gerst einhver næstu daga, jafnvel á laugardag. Nefndin þarf að minnsta kosti einn sólarhring til að kynna málið í þingflokkum og koma fram með endanlega tillögu til þingmanna að greiða atkvæði um. „Þegar Alþingi hefur lokið afgreiðslu málsins er hægt að taka næstu skref. Það veltur auðvitað á því hver niðurstaða Alþingis verður. En þá er hægt að fara að undirbúa að kynna nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála,“ segir forsætisráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir alþingiskosningunum ekki lokið fyrr en Alþingi hafi afgreitt kjörbréf þingmanna.vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekur í sama streng. Endurnýjaður stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar og kannski einhver endurskipulagning á stjórnkerfi og nýir ráðherrar; það er ekki hægt að gera það fyrr en eftir kosningar og kosningum er ekki lokið fyrr en þessari vinnu er lokið,“ segir Sigurður Ingi.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18 Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18
Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20
Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55