Hverfið þitt Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 16. nóvember 2021 14:00 Íbúar Reykjavíkur eru rúmlega 133 þúsund og búa í yfir 57 þúsund íbúðum víða um borgina. Það geta ekki allir keypt íbúð og margir leigja, t.d. hjá Félagsbústöðum sem sér um félagslegar leiguíbúðir sem eru ætlaðar fjölskyldum og einstaklingum sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Markmið Reykjavíkurborgar eru að Félagsbústaðir eigi 5% allra íbúða í borginni og það hefur tekist. Markmið um að það hlutfall eigi við í öllum hverfum borgarinnar hefur þó ekki náð fram að ganga. Félagsleg blöndun eru orð sem heyrast oft þegar talað er um mikilvægi þess að hverfi samanstandi af íbúum með fjölbreyttan bakgrunn. Samt hef ég helst heyrt þessi orð notuð þegar verið er að tala um uppbyggingu félagslegra íbúða og að þær megi ekki verða of margar í tilteknum hverfum eða svæðum. Mikilvægt sé að huga að blöndun með tilliti til félagslegra þátta líkt og efnahagslegrar stöðu íbúanna. Það sé talið svo slæmt að stór hópur fólks með lágar tekjur búi á sama svæði og þess vegna sé mikilvægt að huga að blöndun. En hvað um hverfi þar sem skortur er á fjölbreytni íbúanna innan þess? Þurfa íbúar þar ekki á félagslegri blöndun á að halda? Tökum sem dæmi, þá eru einungis 2% íbúða í Hlíðum og Háleiti- og Bústaðahverfi, almennar félagslegar íbúðir og einungis 1,6% íbúða í Vesturbæ. Þar er hætta á að einsleitni einkenni svæðið þar sem efnahagslega vel stæðir íbúar búi. Breiðholt er það hverfi þar sem uppbygging húsnæðis á félagslegum forsendum hefur verið hvað öflugust og þar er hlutfall almennra félagslegra íbúða 7,5% af öllum íbúðum í hverfinu. Fjölda íbúða í hverfum fékk ég með því að skoða Borgarvefsjá og fjöldi almennra félagslegra íbúða eftir hverfum miðast við stöðuna í árslok 2020. Uppbygging félagslegs húsnæðis þarf að vera kröftug innan allra hverfa borgarinnar, þá sérstaklega þar sem hallað hefur á slíka uppbyggingu. Vesturbær myndi þurfa á 443 almennum félagslegum íbúðum á að halda, Háaleiti- og Bústaðir 370 íbúðum og Hlíðar um 252 íbúðir til að ná að verða jafn öflugt hverfi og Breiðholt hvað varðar uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Hverfin verða að endurspegla margbreytileika samfélagsins. Ef þau gera það ekki er hætta á að við búum til hverfi þar sem fólk fær ekki að kynnast því hvernig samfélagið lítur í raun og veru út. Skólar borgarinnar eru hverfaskólar, það þýðir að börn fara gjarnan í skóla í sínu hverfi. Skólinn undirbýr okkur til að taka þátt í samfélaginu og mikilvægt að við fáum rétta mynd af því í skólanum og hverfinu sem við ölumst upp í. Hvað ef þú færð ekki tækifæri á að kynnast börnum og fjölskyldum sem búa í fjölbreyttu húsnæði? Getum við verið fullviss um að við þekkjum öll leigjenda? Búum nálægt leigjenda? Þekkjum við manneskju sem er að sækja um milliflutning? Vitum við öll hvað það er? Búum við nokkuð í hverfi þar sem ein tegund húsnæðis er ríkjandi? Hvað ef við myndum bara þekkja fólk sem byggi í einbýlishúsi? Myndi slíkt ekki takmarka heimsýn okkar? Tryggjum að öll hverfi séu fjölbreytt, tölum gegn einsleitni og aðgreiningu. Þannig byggjum við upp gott samfélag. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands og uppalin í Breiðholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Félagsmál Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Íbúar Reykjavíkur eru rúmlega 133 þúsund og búa í yfir 57 þúsund íbúðum víða um borgina. Það geta ekki allir keypt íbúð og margir leigja, t.d. hjá Félagsbústöðum sem sér um félagslegar leiguíbúðir sem eru ætlaðar fjölskyldum og einstaklingum sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Markmið Reykjavíkurborgar eru að Félagsbústaðir eigi 5% allra íbúða í borginni og það hefur tekist. Markmið um að það hlutfall eigi við í öllum hverfum borgarinnar hefur þó ekki náð fram að ganga. Félagsleg blöndun eru orð sem heyrast oft þegar talað er um mikilvægi þess að hverfi samanstandi af íbúum með fjölbreyttan bakgrunn. Samt hef ég helst heyrt þessi orð notuð þegar verið er að tala um uppbyggingu félagslegra íbúða og að þær megi ekki verða of margar í tilteknum hverfum eða svæðum. Mikilvægt sé að huga að blöndun með tilliti til félagslegra þátta líkt og efnahagslegrar stöðu íbúanna. Það sé talið svo slæmt að stór hópur fólks með lágar tekjur búi á sama svæði og þess vegna sé mikilvægt að huga að blöndun. En hvað um hverfi þar sem skortur er á fjölbreytni íbúanna innan þess? Þurfa íbúar þar ekki á félagslegri blöndun á að halda? Tökum sem dæmi, þá eru einungis 2% íbúða í Hlíðum og Háleiti- og Bústaðahverfi, almennar félagslegar íbúðir og einungis 1,6% íbúða í Vesturbæ. Þar er hætta á að einsleitni einkenni svæðið þar sem efnahagslega vel stæðir íbúar búi. Breiðholt er það hverfi þar sem uppbygging húsnæðis á félagslegum forsendum hefur verið hvað öflugust og þar er hlutfall almennra félagslegra íbúða 7,5% af öllum íbúðum í hverfinu. Fjölda íbúða í hverfum fékk ég með því að skoða Borgarvefsjá og fjöldi almennra félagslegra íbúða eftir hverfum miðast við stöðuna í árslok 2020. Uppbygging félagslegs húsnæðis þarf að vera kröftug innan allra hverfa borgarinnar, þá sérstaklega þar sem hallað hefur á slíka uppbyggingu. Vesturbær myndi þurfa á 443 almennum félagslegum íbúðum á að halda, Háaleiti- og Bústaðir 370 íbúðum og Hlíðar um 252 íbúðir til að ná að verða jafn öflugt hverfi og Breiðholt hvað varðar uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Hverfin verða að endurspegla margbreytileika samfélagsins. Ef þau gera það ekki er hætta á að við búum til hverfi þar sem fólk fær ekki að kynnast því hvernig samfélagið lítur í raun og veru út. Skólar borgarinnar eru hverfaskólar, það þýðir að börn fara gjarnan í skóla í sínu hverfi. Skólinn undirbýr okkur til að taka þátt í samfélaginu og mikilvægt að við fáum rétta mynd af því í skólanum og hverfinu sem við ölumst upp í. Hvað ef þú færð ekki tækifæri á að kynnast börnum og fjölskyldum sem búa í fjölbreyttu húsnæði? Getum við verið fullviss um að við þekkjum öll leigjenda? Búum nálægt leigjenda? Þekkjum við manneskju sem er að sækja um milliflutning? Vitum við öll hvað það er? Búum við nokkuð í hverfi þar sem ein tegund húsnæðis er ríkjandi? Hvað ef við myndum bara þekkja fólk sem byggi í einbýlishúsi? Myndi slíkt ekki takmarka heimsýn okkar? Tryggjum að öll hverfi séu fjölbreytt, tölum gegn einsleitni og aðgreiningu. Þannig byggjum við upp gott samfélag. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands og uppalin í Breiðholti.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun