Beið afhroð í sveitarstjórnarkosningunum og opnar á formannsskipti Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2021 11:36 Kristian Thulesen Dahl tók við formennsku í Danska þjóðarflokknum af Piu Kjærsgaard árið 2012. Danski þjóðarflokkurinn beið afhroð í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í gær og hefur formaður flokksins, Kristian Thulesen Dahl, lagt til að boðað verði til aukalandsþings og nýr formaður kjörinn. Alls var gengið til kosninga í 98 sveitarfélögum og fimm stjórnsýsluumdæmum (d. region) í gær. Kosningarnar reyndust einnig Jafnaðarmannaflokki Mette Frederiksen forsætisráðherra erfiðar og er flokkurinn í fyrsta sinn í heila öld ekki stærsti flokkurinn í Kaupmannahöfn, en yfirborgarstjóri höfuðborgarinnar hefur komið úr röðum Jafnaðarmannaflokksins allt frá því að stöðunni var komið á laggirnar árið 1938. Fylgi Jafnaðarmannaflokksins dróst saman um tíu prósentustig í Kaupmannahöfn sem varð til þess að hinn rauðgræni Enhedslisten tók fram úr og er nú stærsti flokkurinn. Jafnaðarmannaflokkurinn missti álíka fylgi í öðrum stórborgum á borð við Óðinsvéum, Árósum og Álaborg. Jafnaðarmannaflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkurinn á landsvísu og hlaut alls rúmlega 28 prósent atkvæða. Borgaralegi flokkurinn Venstre er næststærstur á landsvísu og hlaut rúmlega 21 prósent atkvæða. Íhaldsflokkurinn (d. De Konservative) er af mörgum talinn vera sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna í gær, en fylgi flokksins jókst um 70 prósent á landsvísu frá síðustu kosningum árið 2017. Nýir borgaralegir, hægri popúlistaflokkur, vann sömuleiðis mikla sigra og náði að tryggja sér alls 64 sæti í sveitarstjórnum landsins. Fór fylgi flokksins úr 0,9 prósent árið 2017 í 3,6 prósent nú. Fylgi Danska þjóðarflokksins á landsvísu nærri helmingast milli kosninga – fer úr 8,7 prósentum árið 2017 í 4,1 prósent nú. Flokkurinn missir um sextíu prósent þeirra sæta sem flokkurinn var með í sveitarstjórnum landsins og eru nú einungis með 91 sveitarstjórnarfulltrúa. Danmörk Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Sjá meira
Alls var gengið til kosninga í 98 sveitarfélögum og fimm stjórnsýsluumdæmum (d. region) í gær. Kosningarnar reyndust einnig Jafnaðarmannaflokki Mette Frederiksen forsætisráðherra erfiðar og er flokkurinn í fyrsta sinn í heila öld ekki stærsti flokkurinn í Kaupmannahöfn, en yfirborgarstjóri höfuðborgarinnar hefur komið úr röðum Jafnaðarmannaflokksins allt frá því að stöðunni var komið á laggirnar árið 1938. Fylgi Jafnaðarmannaflokksins dróst saman um tíu prósentustig í Kaupmannahöfn sem varð til þess að hinn rauðgræni Enhedslisten tók fram úr og er nú stærsti flokkurinn. Jafnaðarmannaflokkurinn missti álíka fylgi í öðrum stórborgum á borð við Óðinsvéum, Árósum og Álaborg. Jafnaðarmannaflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkurinn á landsvísu og hlaut alls rúmlega 28 prósent atkvæða. Borgaralegi flokkurinn Venstre er næststærstur á landsvísu og hlaut rúmlega 21 prósent atkvæða. Íhaldsflokkurinn (d. De Konservative) er af mörgum talinn vera sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna í gær, en fylgi flokksins jókst um 70 prósent á landsvísu frá síðustu kosningum árið 2017. Nýir borgaralegir, hægri popúlistaflokkur, vann sömuleiðis mikla sigra og náði að tryggja sér alls 64 sæti í sveitarstjórnum landsins. Fór fylgi flokksins úr 0,9 prósent árið 2017 í 3,6 prósent nú. Fylgi Danska þjóðarflokksins á landsvísu nærri helmingast milli kosninga – fer úr 8,7 prósentum árið 2017 í 4,1 prósent nú. Flokkurinn missir um sextíu prósent þeirra sæta sem flokkurinn var með í sveitarstjórnum landsins og eru nú einungis með 91 sveitarstjórnarfulltrúa.
Danmörk Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Sjá meira