Tuttugu þúsund manns fengið örvunarskammt í vikunni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. nóvember 2021 16:30 Fjöldabólusetningar með örvunarskammti í Laugardalshöll hófust á mánudaginn. Vísir/Vilhelm Um það bil 20 þúsund manns fengu örvunarskammt af bóluefni gegn Covid-19 í vikunni. Bólusetningarátak hófst síðastliðinn mánudag en átakið mun standa yfir í fjórar vikur þar sem 120 þúsund manns munu í heildina fá boð. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir daginn í dag hafa gengið mjög vel en fjöldabólusetningar hefjast aftur í næstu viku. „Það hefur gengið ljómandi vel í dag. Það er svona svipuð þátttaka og verið hefur, sýnist mér, eða rúmlega sex þúsund manns og það voru níu þúsund boðaðir. Þannig þetta er svona sirka 66 eða 67 prósent mæting,“ segir Ragnheiður. Verði svipuð mæting á næstu vikum munu um 80 þúsund manns vera komnir með örvunarskammt þann 8. desember en vonir voru bundnar við að sá fjöldi yrði nær 100 til 110 þúsund. Allir þeir sem hafa þegar fengið boð geta þó mætt hvenær sem er til að fá sinn örvunarskammt. Ragnheiður ítrekar að þeir sem fengu boð í örvun í síðasta mánuði, mest megnis fólk eldri en 70 ára, eigi ekki að bíða eftir öðru boði heldur megi þeir mæta hvenær sem er. Komist fólk ekki á þeim dögum sem fjöldabólusetningar fara fram í Laugardalshöllinni getur það mætt á fimmtudögum og föstudögum næstu fjórar vikur þar sem nokkrir hjúkrunarfræðingar verða á vakt. Sama má segja um þá sem eru óbólusettir. Gögn sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur rýnt í benda til þess að þeir sem enn eru óbólusettir séu að stórum hluta yngri karlmenn og fólk með erlendar kennitölur. Vonast er til að ná til þessara hópa með nýjum bólusetningarbíl, sem meðal annars verður ekið á framkvæmdasvæði og verslunarmiðstöðvar. Næstkomandi mánudag verður lokið við að boða fólk sem fékk sinn seinni skammt af bóluefni fyrir sex mánuðum, mest megnis fólk eldri en 60 ára og einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma, og eftir því sem fram líða stundir mun það færast nær fimm mánuðum frá seinni sprautu. Ragnheiður segir alla vel í æfingu og að þau séu tilbúin til að takast á við næstu vikur. „Þetta hefur gengið eins og í sögu. Allir einhvern veginn kunna þetta, bæði gestirnir sem koma og starfsfólkið, og þá er svo mikil ró yfir þessu, allir vita einhvern veginn í hvað þeir eru að fara,“ segir Ragnheiður. Fimm til sex mánuðir þurfa að hafa liðið frá því að fólk fékk seinni skammt þar til það getur fengið örvunarskammt. Hafi fólk fengið Covid telst það sem ein bólusetning og fær því fólk sem fékk Covid eftir tvær sprautur ekki örvun. Janssen fólk fær þó örvun, hafi það ekki fengið örvunarskammt í ágúst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Telur ekki faglegar forsendur fyrir að mismuna bólusettum og óbólusettum að svo stöddu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að miklar sveiflur hafi verið í fjölda daglegra smita frá því að hertar samkomutakmarkanir tóku gildi og því sé ekki hægt að segja með vissu að faraldurinn sé á niðurleið. Hann segir jafnframt í tengslum við umræðu síðustu daga að ekki séu faglegar forsendur fyrir því að svo stöddu að mismuna bólusettum og óbólusettum. 17. nóvember 2021 13:29 Bólusetningarbíllinn stefnir á framkvæmdasvæði og Kringluna Gögn sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur rýnt í benda til þess að þeir sem enn eru óbólusettir séu að stórum hluta yngri karlmenn og fólk með erlendar kennitölur. Vonast er til að ná til þessara hópa með nýjum bólusetningarbíl, sem meðal annars verður ekið á framkvæmdasvæði og verslunarmiðstöðvar. 17. nóvember 2021 11:53 Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir daginn í dag hafa gengið mjög vel en fjöldabólusetningar hefjast aftur í næstu viku. „Það hefur gengið ljómandi vel í dag. Það er svona svipuð þátttaka og verið hefur, sýnist mér, eða rúmlega sex þúsund manns og það voru níu þúsund boðaðir. Þannig þetta er svona sirka 66 eða 67 prósent mæting,“ segir Ragnheiður. Verði svipuð mæting á næstu vikum munu um 80 þúsund manns vera komnir með örvunarskammt þann 8. desember en vonir voru bundnar við að sá fjöldi yrði nær 100 til 110 þúsund. Allir þeir sem hafa þegar fengið boð geta þó mætt hvenær sem er til að fá sinn örvunarskammt. Ragnheiður ítrekar að þeir sem fengu boð í örvun í síðasta mánuði, mest megnis fólk eldri en 70 ára, eigi ekki að bíða eftir öðru boði heldur megi þeir mæta hvenær sem er. Komist fólk ekki á þeim dögum sem fjöldabólusetningar fara fram í Laugardalshöllinni getur það mætt á fimmtudögum og föstudögum næstu fjórar vikur þar sem nokkrir hjúkrunarfræðingar verða á vakt. Sama má segja um þá sem eru óbólusettir. Gögn sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur rýnt í benda til þess að þeir sem enn eru óbólusettir séu að stórum hluta yngri karlmenn og fólk með erlendar kennitölur. Vonast er til að ná til þessara hópa með nýjum bólusetningarbíl, sem meðal annars verður ekið á framkvæmdasvæði og verslunarmiðstöðvar. Næstkomandi mánudag verður lokið við að boða fólk sem fékk sinn seinni skammt af bóluefni fyrir sex mánuðum, mest megnis fólk eldri en 60 ára og einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma, og eftir því sem fram líða stundir mun það færast nær fimm mánuðum frá seinni sprautu. Ragnheiður segir alla vel í æfingu og að þau séu tilbúin til að takast á við næstu vikur. „Þetta hefur gengið eins og í sögu. Allir einhvern veginn kunna þetta, bæði gestirnir sem koma og starfsfólkið, og þá er svo mikil ró yfir þessu, allir vita einhvern veginn í hvað þeir eru að fara,“ segir Ragnheiður. Fimm til sex mánuðir þurfa að hafa liðið frá því að fólk fékk seinni skammt þar til það getur fengið örvunarskammt. Hafi fólk fengið Covid telst það sem ein bólusetning og fær því fólk sem fékk Covid eftir tvær sprautur ekki örvun. Janssen fólk fær þó örvun, hafi það ekki fengið örvunarskammt í ágúst.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Telur ekki faglegar forsendur fyrir að mismuna bólusettum og óbólusettum að svo stöddu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að miklar sveiflur hafi verið í fjölda daglegra smita frá því að hertar samkomutakmarkanir tóku gildi og því sé ekki hægt að segja með vissu að faraldurinn sé á niðurleið. Hann segir jafnframt í tengslum við umræðu síðustu daga að ekki séu faglegar forsendur fyrir því að svo stöddu að mismuna bólusettum og óbólusettum. 17. nóvember 2021 13:29 Bólusetningarbíllinn stefnir á framkvæmdasvæði og Kringluna Gögn sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur rýnt í benda til þess að þeir sem enn eru óbólusettir séu að stórum hluta yngri karlmenn og fólk með erlendar kennitölur. Vonast er til að ná til þessara hópa með nýjum bólusetningarbíl, sem meðal annars verður ekið á framkvæmdasvæði og verslunarmiðstöðvar. 17. nóvember 2021 11:53 Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira
Telur ekki faglegar forsendur fyrir að mismuna bólusettum og óbólusettum að svo stöddu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að miklar sveiflur hafi verið í fjölda daglegra smita frá því að hertar samkomutakmarkanir tóku gildi og því sé ekki hægt að segja með vissu að faraldurinn sé á niðurleið. Hann segir jafnframt í tengslum við umræðu síðustu daga að ekki séu faglegar forsendur fyrir því að svo stöddu að mismuna bólusettum og óbólusettum. 17. nóvember 2021 13:29
Bólusetningarbíllinn stefnir á framkvæmdasvæði og Kringluna Gögn sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur rýnt í benda til þess að þeir sem enn eru óbólusettir séu að stórum hluta yngri karlmenn og fólk með erlendar kennitölur. Vonast er til að ná til þessara hópa með nýjum bólusetningarbíl, sem meðal annars verður ekið á framkvæmdasvæði og verslunarmiðstöðvar. 17. nóvember 2021 11:53
Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56