Segir börn í sorg vera falinn hóp sem þurfi að sinna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. nóvember 2021 12:00 Matthildur Bjarnadóttir, prestur og verkefnastjóri Arnarins, segir mikilvægt að vekja athygli á málaflokkinum. Vísir/Vilhelm Alþjóðlegur dagur barna í sorg fer fram í dag. Örninn, minningar- og styrktarsjóður, stendur fyrir vitundarvakningu í tilefni dagsins um þarfir syrgjandi barna. Prestur og verkefnastjóri Arnarins segir fólk oft ráðalaust þegar það verður fyrir missi og að börn í sorg séu að einhverju leyti falinn hópur sem þarfnast aðstoðar. Í hádeginu stendur minningar- og styrktarsjóðurinn Örninn fyrir málþingi í Vídalínskirkju í tilefni dagsins. Vigfús Bjarni Albertsson, prestur og forstöðumaður fjölskylduþjónustu kirkjunnar, fjallar þar um sorgarviðbrögð barna og Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur, fræðir um kvíða barna. Anna Ýr Böðvarsdóttir, lögfræðingur og þriggja barna móðir, deilir einnig reynslu sinni af makamissi Klukkan fimm í dag verður síðan minningarstund fyrir syrgjendur við Vífilstaðavatn. Matthildur Bjarnadóttir, prestur og verkefnastjóri Arnarins, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem Ísland er þátttakandi í alþjóðlegum degi barna í sorg. Dagurinn fór fyrst fram árið 2008 og frá þeim tíma hafa sífellt fleiri lönd tekið þátt til að vekja athygli á málefninu. „Við finnum það að fólk er mjög opið fyrir því að læra meira og það eru svo rosalega mörg börn og unglingar í okkar samfélagi sem að verða fyrir missi og fólk er stundum svolítið ráðalaust, eða veit ekki alveg við hverju það á að búast og annað slíkt. Mér finnst fólk vera bara mjög þakklát fyrir að fá upplýsingar og góð ráð,“ segir Matthildur. Hún segir að börn í sorg séu að einhverju leyti falinn eða þögull hópur og hingað til hafi mögulega ekki verið nægilega mikið af úrræðum til staðar. „Út af því að sorg er ekki sjúkdómur, þetta eru ekki veik börn, þá er heilbrigðiskerfið ekki að grípa þau og þá þurfa félagasamtök, Kirkjan og aðrir á borð við Ljónshjarta og Sorgarmiðstöðina, við þurfum að grípa boltann og vinna saman,“ segir Matthildur. Hún segist vona að dagurinn í dag festi sig rækilega í sessi hér á landi og verði sá fyrsti af mörgum. „Við ætlum auðvitað að halda áfram í allan vetur að vekja athygli á þessu málefni og reyna að skrifa greinar og vera með fræðsluerindi og annað slíkt, þannig fólk finni að það er hægt að fá stuðning og það er fólk þarna úti í samfélaginu sem að getur aðstoðað þegar það verður áfallamissir,“ segir Matthildur. Viðburðurinn hefst klukkan tólf og er í beinu streymi á Vísi. Frekari upplýsingar má finna á Facebook síðu Arnarsins og Heimasíðu Arnarsins. Börn og uppeldi Garðabær Tengdar fréttir „Ert þú þá mamma og pabbi?“ Í dag er Alþjóðlegur dagur barna í sorg. Sorgin er erfitt fyrirbæri, ókei verum bara hreinskilin, sorgarferlið er alveg ömurlegt. Það getur verið erfitt að átta sig á sorginni og hvað þá sorg barna. 18. nóvember 2021 08:31 Aldrei gott að börn grafi niður sorgina Matthildur Bjarnadóttir segir mikilvægt að aðstoða börn við að finna sorginni góðan farveg. Sorg barna sé ólík fullorðinna og því sé best að fjölskyldan geti rætt tilfinningarnar sem fylgja missi. 17. maí 2020 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Í hádeginu stendur minningar- og styrktarsjóðurinn Örninn fyrir málþingi í Vídalínskirkju í tilefni dagsins. Vigfús Bjarni Albertsson, prestur og forstöðumaður fjölskylduþjónustu kirkjunnar, fjallar þar um sorgarviðbrögð barna og Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur, fræðir um kvíða barna. Anna Ýr Böðvarsdóttir, lögfræðingur og þriggja barna móðir, deilir einnig reynslu sinni af makamissi Klukkan fimm í dag verður síðan minningarstund fyrir syrgjendur við Vífilstaðavatn. Matthildur Bjarnadóttir, prestur og verkefnastjóri Arnarins, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem Ísland er þátttakandi í alþjóðlegum degi barna í sorg. Dagurinn fór fyrst fram árið 2008 og frá þeim tíma hafa sífellt fleiri lönd tekið þátt til að vekja athygli á málefninu. „Við finnum það að fólk er mjög opið fyrir því að læra meira og það eru svo rosalega mörg börn og unglingar í okkar samfélagi sem að verða fyrir missi og fólk er stundum svolítið ráðalaust, eða veit ekki alveg við hverju það á að búast og annað slíkt. Mér finnst fólk vera bara mjög þakklát fyrir að fá upplýsingar og góð ráð,“ segir Matthildur. Hún segir að börn í sorg séu að einhverju leyti falinn eða þögull hópur og hingað til hafi mögulega ekki verið nægilega mikið af úrræðum til staðar. „Út af því að sorg er ekki sjúkdómur, þetta eru ekki veik börn, þá er heilbrigðiskerfið ekki að grípa þau og þá þurfa félagasamtök, Kirkjan og aðrir á borð við Ljónshjarta og Sorgarmiðstöðina, við þurfum að grípa boltann og vinna saman,“ segir Matthildur. Hún segist vona að dagurinn í dag festi sig rækilega í sessi hér á landi og verði sá fyrsti af mörgum. „Við ætlum auðvitað að halda áfram í allan vetur að vekja athygli á þessu málefni og reyna að skrifa greinar og vera með fræðsluerindi og annað slíkt, þannig fólk finni að það er hægt að fá stuðning og það er fólk þarna úti í samfélaginu sem að getur aðstoðað þegar það verður áfallamissir,“ segir Matthildur. Viðburðurinn hefst klukkan tólf og er í beinu streymi á Vísi. Frekari upplýsingar má finna á Facebook síðu Arnarsins og Heimasíðu Arnarsins.
Börn og uppeldi Garðabær Tengdar fréttir „Ert þú þá mamma og pabbi?“ Í dag er Alþjóðlegur dagur barna í sorg. Sorgin er erfitt fyrirbæri, ókei verum bara hreinskilin, sorgarferlið er alveg ömurlegt. Það getur verið erfitt að átta sig á sorginni og hvað þá sorg barna. 18. nóvember 2021 08:31 Aldrei gott að börn grafi niður sorgina Matthildur Bjarnadóttir segir mikilvægt að aðstoða börn við að finna sorginni góðan farveg. Sorg barna sé ólík fullorðinna og því sé best að fjölskyldan geti rætt tilfinningarnar sem fylgja missi. 17. maí 2020 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
„Ert þú þá mamma og pabbi?“ Í dag er Alþjóðlegur dagur barna í sorg. Sorgin er erfitt fyrirbæri, ókei verum bara hreinskilin, sorgarferlið er alveg ömurlegt. Það getur verið erfitt að átta sig á sorginni og hvað þá sorg barna. 18. nóvember 2021 08:31
Aldrei gott að börn grafi niður sorgina Matthildur Bjarnadóttir segir mikilvægt að aðstoða börn við að finna sorginni góðan farveg. Sorg barna sé ólík fullorðinna og því sé best að fjölskyldan geti rætt tilfinningarnar sem fylgja missi. 17. maí 2020 07:00