Rannsókn á hópnauðgunarmáli á lokastigi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. nóvember 2021 11:42 Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. Vísir/Þorgils. Landsréttur hefur staðfest úrskurði Héraðsdóms Suðurnesja þess efnis að tveir erlendir karlmenn, grunaðir um hópnauðgun gegn konu, skuli sitja áfram í farbanni. Rannsókn málsins er á lokastigi. Farbannið gildir til 13. janúar næstkomandi en mennirnir eru grunaðir um alvarlegt kynferðisbrot. Í úrskurðum Landsréttar, í málum mannannabeggja , segir að þeir hafi verið búsettir hér á landi undanfarin ár, en séu af erlendu bergi brotnir. Samkvæmt staðfestum úrskurðum héraðsdóms voru atvik þau að kona tilkynnti nauðgun tveggja manna til lögreglu. Konan hafi hvorki vitað hverjir gerendur væru né hvar brotið hefði átt sér stað nákvæmlega. Hún hafi þó sagt lögreglu að hún hefði umrætt kvöld verið á veitingastað og farið af honum í fylgd manns sem hafi boðið henni í samkvæmi. Í stað samkvæmis hafi maðurinn farið með hana í íbúð þar sem hann hefði beitt hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þá segir að maðurinn hafi kallað á annan mann að ofbeldinu loknu og sagt honum að beita konuna samskonar ofbeldi. Hafa báðir mennirnir verið í farbanni síðustu misseri. Í úrskurðum Landsréttar kemur fram að rannsókn lögreglu sé á lokastigi. Niðurstöður DNA rannsóknar séu þær að lífsýni úr mönnunum báðum var að finna á bol brotaþola. Þeir séu því undir rökstuddum grun að hafa framið alvarlegt kynferðisbrot. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Báðir grunuðu í hópnauðgunarmáli sæta farbanni Landsréttur hefur einnig staðfest farbann yfir hinum manninum sem grunaður er um að hafa nauðgað konu í félagi við annan mann um miðjan maí síðastliðinn. Munu þeir báðir sæta farbanni til 11. nóvember. 22. september 2021 15:54 Farbann manns sem grunaður er um hópnauðgun staðfest Landsréttur staðfesti í dag farbannsúrskurð yfir manni sem er grunaður um að hafa nauðgað konu í félagi við annan mann um miðjan maí síðastliðinn. Maðurinn mun sæta farbanni til 11. nóvember. 20. september 2021 17:53 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Farbannið gildir til 13. janúar næstkomandi en mennirnir eru grunaðir um alvarlegt kynferðisbrot. Í úrskurðum Landsréttar, í málum mannannabeggja , segir að þeir hafi verið búsettir hér á landi undanfarin ár, en séu af erlendu bergi brotnir. Samkvæmt staðfestum úrskurðum héraðsdóms voru atvik þau að kona tilkynnti nauðgun tveggja manna til lögreglu. Konan hafi hvorki vitað hverjir gerendur væru né hvar brotið hefði átt sér stað nákvæmlega. Hún hafi þó sagt lögreglu að hún hefði umrætt kvöld verið á veitingastað og farið af honum í fylgd manns sem hafi boðið henni í samkvæmi. Í stað samkvæmis hafi maðurinn farið með hana í íbúð þar sem hann hefði beitt hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þá segir að maðurinn hafi kallað á annan mann að ofbeldinu loknu og sagt honum að beita konuna samskonar ofbeldi. Hafa báðir mennirnir verið í farbanni síðustu misseri. Í úrskurðum Landsréttar kemur fram að rannsókn lögreglu sé á lokastigi. Niðurstöður DNA rannsóknar séu þær að lífsýni úr mönnunum báðum var að finna á bol brotaþola. Þeir séu því undir rökstuddum grun að hafa framið alvarlegt kynferðisbrot.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Báðir grunuðu í hópnauðgunarmáli sæta farbanni Landsréttur hefur einnig staðfest farbann yfir hinum manninum sem grunaður er um að hafa nauðgað konu í félagi við annan mann um miðjan maí síðastliðinn. Munu þeir báðir sæta farbanni til 11. nóvember. 22. september 2021 15:54 Farbann manns sem grunaður er um hópnauðgun staðfest Landsréttur staðfesti í dag farbannsúrskurð yfir manni sem er grunaður um að hafa nauðgað konu í félagi við annan mann um miðjan maí síðastliðinn. Maðurinn mun sæta farbanni til 11. nóvember. 20. september 2021 17:53 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Báðir grunuðu í hópnauðgunarmáli sæta farbanni Landsréttur hefur einnig staðfest farbann yfir hinum manninum sem grunaður er um að hafa nauðgað konu í félagi við annan mann um miðjan maí síðastliðinn. Munu þeir báðir sæta farbanni til 11. nóvember. 22. september 2021 15:54
Farbann manns sem grunaður er um hópnauðgun staðfest Landsréttur staðfesti í dag farbannsúrskurð yfir manni sem er grunaður um að hafa nauðgað konu í félagi við annan mann um miðjan maí síðastliðinn. Maðurinn mun sæta farbanni til 11. nóvember. 20. september 2021 17:53