„Það hringir enginn með feita bitann“ Jakob Bjarnar skrifar 18. nóvember 2021 12:54 Guðmundur Andri Thorsson tók sæti á þingi árið 2017. Hann snýr nú aftur í bókaútgáfuna. Guðmundur Andri segir margs að sakna af vettvangi þingsins, og reyndar margs ekki, andrúmsloftið getur reynst býsna eitrað þar. Vísir/Vilhelm Guðmundur Andri Thorsson fráfarandi þingmaður er byrjaður aftur á Forlaginu, sínum gamla vinnustað. „Nýja og gamla. Mjög vel enda besti vinnustaður sem ég hef verið á. Ég er reyndar bara í aðlögun ennþá,“ segir Guðmundur Andri þegar blaðamaður Vísis spurði hann hvernig nýja starfið leggðist í sig. Guðmundur Andri hefur sat ekki lengi við símann eftir að fyrir lá að hann næði ekki inn á þing sem annar maður á lista Samfylkingarinnar í Kraganum. Því síður hinkrar hann eftir því hvað muni ef sé og ef mundi út úr störfum undirbúningskjörbréfanefndar Birgis Ármanssonar. Hann hefur gengið frá því að hefja nú störf sem ritstjóri hjá Forlaginu, en þar var hann einmitt áður en þingmennska hans hófst 2017. Starf ritstjóra á forlagi er í hugum margra dularfullt starf. Hvað felst eiginlega í því? „Að vera meðhjálpari höfunda, stuðpúði hugmynda, verkstjóri viðkomandi bókar, já og vita hvenær maður skrifar “geisa” og hvenær “geysa”.“ Bók sem bíður eftir því að komast úr kolli Andra Guðmundur Andri segist reyndar varla gegna titlinum ritstjóri. „Einu sinni - og á öðrum vinnustað þegar allir voru með fína titla - fór ég að kalla mig forstöðumann Andrasviðs. Ansa ekki öðrum titli.“ Nú fer tvennum sögum af því hvernig þingmönnum gengur að finna sér starf eftir að þingmennskunni lýkur. Þú hefur ekkert verið að vonast eftir því að hreppa sendiherrastöðu einhvers staðar, eða feitan bita innan kerfisins? „Jú jú, sit við símann, en það hringir enginn með feita bitann.“ Víst er að þeir sem til þekkja fagna því að Guðmundur Andri snúi aftur í bókaútgáfuna en fáir eru vandaðari textamenn en einmitt hann. Og sjálfur er hann ekki einungis í því að yfirfara texta annarra, hann er einnig virtur rithöfundur og ætlar að sinna þeim ferli áfram. „Ég ætla að reyna að skrifa bók sem hefur lengi beðið eftir því að komast út úr hausnum á mér.“ Afskiptum af pólitík ekki lokið Guðmundur Andri segir spurður að hann gæti haft mörg orð um það hvers hann eigi eftir að sakna af vettvangi þingsins? „Og sakna ekki. Og mun kannski gera það síðar. Þetta er heimur sem gaman er að lifa og hrærast í - en getur líka orðið soldið eitrað. Ég sakna mest vina minna úr þingflokknum.“ Og Guðmundur Andri segir að þetta þýði ekki að pólitískum afskiptum hans sé lokið. „Ég er ekki eins og sumir fyrrum forystumenn Samfylkingarinnar sem virðast líta svo á að hlutverki flokksins hafi lokið þegar þeirra eigin ferli lauk. Kannski maður skjótist inn af og til af varamannabekknum,“ segir Guðmundur Andri sem er varamaður Þórunnar Sveinbjarnardóttur í Suðvesturkjördæmi. En nú er það bókaútgáfan. Guðmundur Andri mætir til leiks í miðju jólabókaflóði og hann segir alltaf gaman að því ati. Bókaútgáfa Alþingi Alþingiskosningar 2021 Bókmenntir Vistaskipti Samfylkingin Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
„Nýja og gamla. Mjög vel enda besti vinnustaður sem ég hef verið á. Ég er reyndar bara í aðlögun ennþá,“ segir Guðmundur Andri þegar blaðamaður Vísis spurði hann hvernig nýja starfið leggðist í sig. Guðmundur Andri hefur sat ekki lengi við símann eftir að fyrir lá að hann næði ekki inn á þing sem annar maður á lista Samfylkingarinnar í Kraganum. Því síður hinkrar hann eftir því hvað muni ef sé og ef mundi út úr störfum undirbúningskjörbréfanefndar Birgis Ármanssonar. Hann hefur gengið frá því að hefja nú störf sem ritstjóri hjá Forlaginu, en þar var hann einmitt áður en þingmennska hans hófst 2017. Starf ritstjóra á forlagi er í hugum margra dularfullt starf. Hvað felst eiginlega í því? „Að vera meðhjálpari höfunda, stuðpúði hugmynda, verkstjóri viðkomandi bókar, já og vita hvenær maður skrifar “geisa” og hvenær “geysa”.“ Bók sem bíður eftir því að komast úr kolli Andra Guðmundur Andri segist reyndar varla gegna titlinum ritstjóri. „Einu sinni - og á öðrum vinnustað þegar allir voru með fína titla - fór ég að kalla mig forstöðumann Andrasviðs. Ansa ekki öðrum titli.“ Nú fer tvennum sögum af því hvernig þingmönnum gengur að finna sér starf eftir að þingmennskunni lýkur. Þú hefur ekkert verið að vonast eftir því að hreppa sendiherrastöðu einhvers staðar, eða feitan bita innan kerfisins? „Jú jú, sit við símann, en það hringir enginn með feita bitann.“ Víst er að þeir sem til þekkja fagna því að Guðmundur Andri snúi aftur í bókaútgáfuna en fáir eru vandaðari textamenn en einmitt hann. Og sjálfur er hann ekki einungis í því að yfirfara texta annarra, hann er einnig virtur rithöfundur og ætlar að sinna þeim ferli áfram. „Ég ætla að reyna að skrifa bók sem hefur lengi beðið eftir því að komast út úr hausnum á mér.“ Afskiptum af pólitík ekki lokið Guðmundur Andri segir spurður að hann gæti haft mörg orð um það hvers hann eigi eftir að sakna af vettvangi þingsins? „Og sakna ekki. Og mun kannski gera það síðar. Þetta er heimur sem gaman er að lifa og hrærast í - en getur líka orðið soldið eitrað. Ég sakna mest vina minna úr þingflokknum.“ Og Guðmundur Andri segir að þetta þýði ekki að pólitískum afskiptum hans sé lokið. „Ég er ekki eins og sumir fyrrum forystumenn Samfylkingarinnar sem virðast líta svo á að hlutverki flokksins hafi lokið þegar þeirra eigin ferli lauk. Kannski maður skjótist inn af og til af varamannabekknum,“ segir Guðmundur Andri sem er varamaður Þórunnar Sveinbjarnardóttur í Suðvesturkjördæmi. En nú er það bókaútgáfan. Guðmundur Andri mætir til leiks í miðju jólabókaflóði og hann segir alltaf gaman að því ati.
Bókaútgáfa Alþingi Alþingiskosningar 2021 Bókmenntir Vistaskipti Samfylkingin Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira