Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 21:00 Tilfærslurnar yllu mismiklum viðbrigðum fyrir viðskiptavini. Vísir/Ragnar ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. Vínbúðin við Austurstræti var opnuð árið 1992. Nú stendur til að flytja og eftirfarandi staðir koma til greina: Hallveigarstígur 1, húsnæði við Hringbraut 119/121, Fiskislóð 10 úti á Granda og nýbyggingar við Hallgerðargötu, rétt við Kirkjusand. ÁTVR segir húsnæðið í Austurstræti óhentugt; það sé á tveimur hæðum og flutningar til og frá húsinu erfiðir. Gerð er krafa um að nýja húsnæðið liggi vel við almenningssamgöngum - og að þar sé nóg af bílastæðum. Áðurnefndir fjórir staðir virðast uppfylla þessar kröfur - en hefðu mismikil viðbrigði í för með sér fyrir viðskiptavini Austurstrætis. Þannig myndi muna talsverðu að flytja á Hringbraut eða Granda, öllu minna á Hallveigarstíg - en vínbúð við Kirkjusand er ekki beinlínis innan hverfis. „Bara skelfilegt“ En hvað finnst viðskiptavinunum sjálfum um fyrirhugaða flutninga? „Mér finnst þetta bara skelfilegt því hér er Austurstræti ekki það mikið lifandi. Mikið af börum og pöbbum og ég er með einu fataverslunina fyrir utan Lundabúðirnar. Og mér finnst mjög slæmt að missa traffíkina sem myndast hér [við Vínbúðina],“ segir Hafdís Þorleifsdóttir, eigandi fatabúðarinnar Gyllta kattarins við Austurstræti. Hafdís Þorleifsdóttir, eigandi Gyllta kattarins við Austurstræti. „Mér finnst eiginlega fáránlegt að hafa hana á Hallgerðargötu, það verður að vera einhvers staðar hérna miðsvæðis, hvort sem það er á Hallveigarstíg, Fiskislóð eða einhvers staðar hérna á þessu svæði,“ segir Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir. Myndu ef til vill drekka minna Aðrir láta sig málið örlítið minna varða. „Hlutlaus. Þetta er bara þannig,“ segir Sindri Freyr Steingrímsson. Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir. Fólk var þó sammála um mikilvægi þess að gott aðgengi væri að nýrri búð fyrir gangandi - og að hún væri í göngufæri við þá gömlu. Bílastæði vógu ekki þungt en flutningar gætu þó haft tiltekin jákvæð áhrif. „Ég held að þá myndi maður bara drekka minna,“ segir Sindri og hlær. Gabriel Dunsmith býr í Gamla Vesturbænum, á ekki bíl og gengur allt sem hann fer. Hann kvað fyrirhugaða flutninga geta komið sér illa. Gabriel Dunsmith. „Ég gæti drukkið minna. Eða ég gæti fært ákveðnar fórnir og tekið Strætó og birgt mig upp sjaldnar en áður,“ segir Gabriel kíminn. Hér fyrir neðan má svo sjá myndir frá möguleikunum fjórum. Fiskislóð 10. Húsnæði við Hringbraut 119/121. Hallveigarstígur 1. Fiskislóð 10. Nýbyggingar við Hallgerðargötu. Horft er til númeranna 19-23. Verslun Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Vínbúðin við Austurstræti var opnuð árið 1992. Nú stendur til að flytja og eftirfarandi staðir koma til greina: Hallveigarstígur 1, húsnæði við Hringbraut 119/121, Fiskislóð 10 úti á Granda og nýbyggingar við Hallgerðargötu, rétt við Kirkjusand. ÁTVR segir húsnæðið í Austurstræti óhentugt; það sé á tveimur hæðum og flutningar til og frá húsinu erfiðir. Gerð er krafa um að nýja húsnæðið liggi vel við almenningssamgöngum - og að þar sé nóg af bílastæðum. Áðurnefndir fjórir staðir virðast uppfylla þessar kröfur - en hefðu mismikil viðbrigði í för með sér fyrir viðskiptavini Austurstrætis. Þannig myndi muna talsverðu að flytja á Hringbraut eða Granda, öllu minna á Hallveigarstíg - en vínbúð við Kirkjusand er ekki beinlínis innan hverfis. „Bara skelfilegt“ En hvað finnst viðskiptavinunum sjálfum um fyrirhugaða flutninga? „Mér finnst þetta bara skelfilegt því hér er Austurstræti ekki það mikið lifandi. Mikið af börum og pöbbum og ég er með einu fataverslunina fyrir utan Lundabúðirnar. Og mér finnst mjög slæmt að missa traffíkina sem myndast hér [við Vínbúðina],“ segir Hafdís Þorleifsdóttir, eigandi fatabúðarinnar Gyllta kattarins við Austurstræti. Hafdís Þorleifsdóttir, eigandi Gyllta kattarins við Austurstræti. „Mér finnst eiginlega fáránlegt að hafa hana á Hallgerðargötu, það verður að vera einhvers staðar hérna miðsvæðis, hvort sem það er á Hallveigarstíg, Fiskislóð eða einhvers staðar hérna á þessu svæði,“ segir Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir. Myndu ef til vill drekka minna Aðrir láta sig málið örlítið minna varða. „Hlutlaus. Þetta er bara þannig,“ segir Sindri Freyr Steingrímsson. Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir. Fólk var þó sammála um mikilvægi þess að gott aðgengi væri að nýrri búð fyrir gangandi - og að hún væri í göngufæri við þá gömlu. Bílastæði vógu ekki þungt en flutningar gætu þó haft tiltekin jákvæð áhrif. „Ég held að þá myndi maður bara drekka minna,“ segir Sindri og hlær. Gabriel Dunsmith býr í Gamla Vesturbænum, á ekki bíl og gengur allt sem hann fer. Hann kvað fyrirhugaða flutninga geta komið sér illa. Gabriel Dunsmith. „Ég gæti drukkið minna. Eða ég gæti fært ákveðnar fórnir og tekið Strætó og birgt mig upp sjaldnar en áður,“ segir Gabriel kíminn. Hér fyrir neðan má svo sjá myndir frá möguleikunum fjórum. Fiskislóð 10. Húsnæði við Hringbraut 119/121. Hallveigarstígur 1. Fiskislóð 10. Nýbyggingar við Hallgerðargötu. Horft er til númeranna 19-23.
Verslun Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira