Lækna-Tómas kallar eftir neyðarstjórn yfir Landspítalanum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 20:05 Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítala, kallar eftir að neyðarstjórn verði skipuð yfir spítalann. Vísir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans, kallar eftir því að neyðarstjórn verði skipuð yfir Landspítalann. Hann segir stöðuna grafalvarlega á spítalanum. Tómas gagnrýndi á þriðjudag Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, fyrir hvatningu þeirra til þess að sóttvarnaaðgerðum yrði aflétt. Skrifaði hann til dæmis í pistli sem birtist á Vísi að Landspítali sé enn og aftur kominn á hættustig, gjörgæsludeildir spítalans séu fullar og staðan á smitsjúkdóma- og lungnadeild þung. Afleiðingarnar á hárri smittíðni hér á landi endurspeglist í þeirri staðreynd að önnur ríki vari nú þegna sína við ferðalögum til Íslands. „Er þetta fyrirsjáanleikinn sem ferðaþjónusta og samtök atvinnurekenda voru að auglýsa eftir, og það frá sjálfum ráðherra málaflokksins? Orðum fylgir ábyrgð. Það verður að teljast skrítið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi,“ skrifaði Tómas. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, hefur síðan gagnrýnt Tómas fyrir orð hans og sakað hann um karlrembulegan læknahroka. Björn Ingi og Tómas komu saman í Kastljósi á RÚV í kvöld til að ræða málið. Voru þeir sammála um að staðan á Landspítalanum sé svo slæm vegna þess að Landspítalann haldi ekki í við önnur verkefni á sama tíma og deildir eru undirlagðar af Covid-sjúklingum. Fjármagn vanti á Landspítalann til að hægt sé að greiða starfsmönnum þess laun sem þeir fallist á miðað við álag. „Við þurfum að gera hlutina í réttri röð. Við erum bara í þeirri aðstöðu núna að við getum varla leyst þetta. Það þarf þverpólitíska sátt og að allir flokkar setjist niður og það sé sett heildarstefna á málaflokkinn til lengri tíma. Ekki bara eitt kjörtímabil heilbrigðisráðherra, að menn tali saman. Jafnvel neyðarstjórn yfir spítalann, þó ég viti að sumum á spítalanum hugnist það ekki,“ sagði Tómas. „Við verðum í þessari umræðu að höfða til mannúðar, ég skil alveg þetta með frelsið og að allir séu orðnir pirraðir því það sé ekki hægt að halda tónleika. En það verður að sýna skilning og mannúð. Hvar eru Alþingismenn og ráðherrar? Af hverja koma þeir ekki upp á spítala að heimsækja okkur og sjá í auga stormsins?“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Tómas spyr: Er þetta fyrirsjáanleikinn sem menn voru að kalla eftir? „Það verður að teljast skrýtið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.“ 17. nóvember 2021 07:31 Lækna-Tómas hundskammar Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu „Nær daglega heyrast neyðaróp frá bráðamóttöku spítalans, þar sem ástandið er fyrir löngu orðið algjörlega óboðlegt, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Á gjörgæsludeildum spítalans er ástandið ekki síður alvarlegt, og nálgast neyðarástand.“ 11. nóvember 2021 13:35 Flaggskip með net í skrúfunni Það er sárt að sjá hvernig sumar lykildeildir Landspítala eru hægt og sígandi að sökkva í sæ. Það eru engar ýkjur að flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins er komið með net í skrúfuna – og virðist reka að klettóttri strönd. 10. nóvember 2021 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Tómas gagnrýndi á þriðjudag Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, fyrir hvatningu þeirra til þess að sóttvarnaaðgerðum yrði aflétt. Skrifaði hann til dæmis í pistli sem birtist á Vísi að Landspítali sé enn og aftur kominn á hættustig, gjörgæsludeildir spítalans séu fullar og staðan á smitsjúkdóma- og lungnadeild þung. Afleiðingarnar á hárri smittíðni hér á landi endurspeglist í þeirri staðreynd að önnur ríki vari nú þegna sína við ferðalögum til Íslands. „Er þetta fyrirsjáanleikinn sem ferðaþjónusta og samtök atvinnurekenda voru að auglýsa eftir, og það frá sjálfum ráðherra málaflokksins? Orðum fylgir ábyrgð. Það verður að teljast skrítið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi,“ skrifaði Tómas. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, hefur síðan gagnrýnt Tómas fyrir orð hans og sakað hann um karlrembulegan læknahroka. Björn Ingi og Tómas komu saman í Kastljósi á RÚV í kvöld til að ræða málið. Voru þeir sammála um að staðan á Landspítalanum sé svo slæm vegna þess að Landspítalann haldi ekki í við önnur verkefni á sama tíma og deildir eru undirlagðar af Covid-sjúklingum. Fjármagn vanti á Landspítalann til að hægt sé að greiða starfsmönnum þess laun sem þeir fallist á miðað við álag. „Við þurfum að gera hlutina í réttri röð. Við erum bara í þeirri aðstöðu núna að við getum varla leyst þetta. Það þarf þverpólitíska sátt og að allir flokkar setjist niður og það sé sett heildarstefna á málaflokkinn til lengri tíma. Ekki bara eitt kjörtímabil heilbrigðisráðherra, að menn tali saman. Jafnvel neyðarstjórn yfir spítalann, þó ég viti að sumum á spítalanum hugnist það ekki,“ sagði Tómas. „Við verðum í þessari umræðu að höfða til mannúðar, ég skil alveg þetta með frelsið og að allir séu orðnir pirraðir því það sé ekki hægt að halda tónleika. En það verður að sýna skilning og mannúð. Hvar eru Alþingismenn og ráðherrar? Af hverja koma þeir ekki upp á spítala að heimsækja okkur og sjá í auga stormsins?“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Tómas spyr: Er þetta fyrirsjáanleikinn sem menn voru að kalla eftir? „Það verður að teljast skrýtið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.“ 17. nóvember 2021 07:31 Lækna-Tómas hundskammar Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu „Nær daglega heyrast neyðaróp frá bráðamóttöku spítalans, þar sem ástandið er fyrir löngu orðið algjörlega óboðlegt, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Á gjörgæsludeildum spítalans er ástandið ekki síður alvarlegt, og nálgast neyðarástand.“ 11. nóvember 2021 13:35 Flaggskip með net í skrúfunni Það er sárt að sjá hvernig sumar lykildeildir Landspítala eru hægt og sígandi að sökkva í sæ. Það eru engar ýkjur að flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins er komið með net í skrúfuna – og virðist reka að klettóttri strönd. 10. nóvember 2021 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Tómas spyr: Er þetta fyrirsjáanleikinn sem menn voru að kalla eftir? „Það verður að teljast skrýtið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.“ 17. nóvember 2021 07:31
Lækna-Tómas hundskammar Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu „Nær daglega heyrast neyðaróp frá bráðamóttöku spítalans, þar sem ástandið er fyrir löngu orðið algjörlega óboðlegt, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Á gjörgæsludeildum spítalans er ástandið ekki síður alvarlegt, og nálgast neyðarástand.“ 11. nóvember 2021 13:35
Flaggskip með net í skrúfunni Það er sárt að sjá hvernig sumar lykildeildir Landspítala eru hægt og sígandi að sökkva í sæ. Það eru engar ýkjur að flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins er komið með net í skrúfuna – og virðist reka að klettóttri strönd. 10. nóvember 2021 22:30