Lækna-Tómas kallar eftir neyðarstjórn yfir Landspítalanum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 20:05 Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítala, kallar eftir að neyðarstjórn verði skipuð yfir spítalann. Vísir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans, kallar eftir því að neyðarstjórn verði skipuð yfir Landspítalann. Hann segir stöðuna grafalvarlega á spítalanum. Tómas gagnrýndi á þriðjudag Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, fyrir hvatningu þeirra til þess að sóttvarnaaðgerðum yrði aflétt. Skrifaði hann til dæmis í pistli sem birtist á Vísi að Landspítali sé enn og aftur kominn á hættustig, gjörgæsludeildir spítalans séu fullar og staðan á smitsjúkdóma- og lungnadeild þung. Afleiðingarnar á hárri smittíðni hér á landi endurspeglist í þeirri staðreynd að önnur ríki vari nú þegna sína við ferðalögum til Íslands. „Er þetta fyrirsjáanleikinn sem ferðaþjónusta og samtök atvinnurekenda voru að auglýsa eftir, og það frá sjálfum ráðherra málaflokksins? Orðum fylgir ábyrgð. Það verður að teljast skrítið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi,“ skrifaði Tómas. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, hefur síðan gagnrýnt Tómas fyrir orð hans og sakað hann um karlrembulegan læknahroka. Björn Ingi og Tómas komu saman í Kastljósi á RÚV í kvöld til að ræða málið. Voru þeir sammála um að staðan á Landspítalanum sé svo slæm vegna þess að Landspítalann haldi ekki í við önnur verkefni á sama tíma og deildir eru undirlagðar af Covid-sjúklingum. Fjármagn vanti á Landspítalann til að hægt sé að greiða starfsmönnum þess laun sem þeir fallist á miðað við álag. „Við þurfum að gera hlutina í réttri röð. Við erum bara í þeirri aðstöðu núna að við getum varla leyst þetta. Það þarf þverpólitíska sátt og að allir flokkar setjist niður og það sé sett heildarstefna á málaflokkinn til lengri tíma. Ekki bara eitt kjörtímabil heilbrigðisráðherra, að menn tali saman. Jafnvel neyðarstjórn yfir spítalann, þó ég viti að sumum á spítalanum hugnist það ekki,“ sagði Tómas. „Við verðum í þessari umræðu að höfða til mannúðar, ég skil alveg þetta með frelsið og að allir séu orðnir pirraðir því það sé ekki hægt að halda tónleika. En það verður að sýna skilning og mannúð. Hvar eru Alþingismenn og ráðherrar? Af hverja koma þeir ekki upp á spítala að heimsækja okkur og sjá í auga stormsins?“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Tómas spyr: Er þetta fyrirsjáanleikinn sem menn voru að kalla eftir? „Það verður að teljast skrýtið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.“ 17. nóvember 2021 07:31 Lækna-Tómas hundskammar Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu „Nær daglega heyrast neyðaróp frá bráðamóttöku spítalans, þar sem ástandið er fyrir löngu orðið algjörlega óboðlegt, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Á gjörgæsludeildum spítalans er ástandið ekki síður alvarlegt, og nálgast neyðarástand.“ 11. nóvember 2021 13:35 Flaggskip með net í skrúfunni Það er sárt að sjá hvernig sumar lykildeildir Landspítala eru hægt og sígandi að sökkva í sæ. Það eru engar ýkjur að flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins er komið með net í skrúfuna – og virðist reka að klettóttri strönd. 10. nóvember 2021 22:30 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Tómas gagnrýndi á þriðjudag Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, fyrir hvatningu þeirra til þess að sóttvarnaaðgerðum yrði aflétt. Skrifaði hann til dæmis í pistli sem birtist á Vísi að Landspítali sé enn og aftur kominn á hættustig, gjörgæsludeildir spítalans séu fullar og staðan á smitsjúkdóma- og lungnadeild þung. Afleiðingarnar á hárri smittíðni hér á landi endurspeglist í þeirri staðreynd að önnur ríki vari nú þegna sína við ferðalögum til Íslands. „Er þetta fyrirsjáanleikinn sem ferðaþjónusta og samtök atvinnurekenda voru að auglýsa eftir, og það frá sjálfum ráðherra málaflokksins? Orðum fylgir ábyrgð. Það verður að teljast skrítið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi,“ skrifaði Tómas. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, hefur síðan gagnrýnt Tómas fyrir orð hans og sakað hann um karlrembulegan læknahroka. Björn Ingi og Tómas komu saman í Kastljósi á RÚV í kvöld til að ræða málið. Voru þeir sammála um að staðan á Landspítalanum sé svo slæm vegna þess að Landspítalann haldi ekki í við önnur verkefni á sama tíma og deildir eru undirlagðar af Covid-sjúklingum. Fjármagn vanti á Landspítalann til að hægt sé að greiða starfsmönnum þess laun sem þeir fallist á miðað við álag. „Við þurfum að gera hlutina í réttri röð. Við erum bara í þeirri aðstöðu núna að við getum varla leyst þetta. Það þarf þverpólitíska sátt og að allir flokkar setjist niður og það sé sett heildarstefna á málaflokkinn til lengri tíma. Ekki bara eitt kjörtímabil heilbrigðisráðherra, að menn tali saman. Jafnvel neyðarstjórn yfir spítalann, þó ég viti að sumum á spítalanum hugnist það ekki,“ sagði Tómas. „Við verðum í þessari umræðu að höfða til mannúðar, ég skil alveg þetta með frelsið og að allir séu orðnir pirraðir því það sé ekki hægt að halda tónleika. En það verður að sýna skilning og mannúð. Hvar eru Alþingismenn og ráðherrar? Af hverja koma þeir ekki upp á spítala að heimsækja okkur og sjá í auga stormsins?“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Tómas spyr: Er þetta fyrirsjáanleikinn sem menn voru að kalla eftir? „Það verður að teljast skrýtið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.“ 17. nóvember 2021 07:31 Lækna-Tómas hundskammar Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu „Nær daglega heyrast neyðaróp frá bráðamóttöku spítalans, þar sem ástandið er fyrir löngu orðið algjörlega óboðlegt, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Á gjörgæsludeildum spítalans er ástandið ekki síður alvarlegt, og nálgast neyðarástand.“ 11. nóvember 2021 13:35 Flaggskip með net í skrúfunni Það er sárt að sjá hvernig sumar lykildeildir Landspítala eru hægt og sígandi að sökkva í sæ. Það eru engar ýkjur að flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins er komið með net í skrúfuna – og virðist reka að klettóttri strönd. 10. nóvember 2021 22:30 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Tómas spyr: Er þetta fyrirsjáanleikinn sem menn voru að kalla eftir? „Það verður að teljast skrýtið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.“ 17. nóvember 2021 07:31
Lækna-Tómas hundskammar Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu „Nær daglega heyrast neyðaróp frá bráðamóttöku spítalans, þar sem ástandið er fyrir löngu orðið algjörlega óboðlegt, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Á gjörgæsludeildum spítalans er ástandið ekki síður alvarlegt, og nálgast neyðarástand.“ 11. nóvember 2021 13:35
Flaggskip með net í skrúfunni Það er sárt að sjá hvernig sumar lykildeildir Landspítala eru hægt og sígandi að sökkva í sæ. Það eru engar ýkjur að flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins er komið með net í skrúfuna – og virðist reka að klettóttri strönd. 10. nóvember 2021 22:30