Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Þór Ak. 110-81 | Einkar öruggur sigur hjá heimamönnum Dagur Lárusson skrifar 19. nóvember 2021 19:50 Ragnar Örn Bragason fór mikinn i kvöld. Vísir/Bára Dröfn Íslandsmeistarar Þórs Þorlákshafnar fóru illa með botnlið Þórs Akureyrar í uppgjöri nafnanna í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn 110-81 heimamönnum í vil. Fyrir leikinn var Þór Þorlákshöfn í öðru sæti deildarinnar með 10 stig á meðan Þór Akureyri var í neðsta sætinu án stiga. Það voru gestirnir frá Akureyri sem byrjuðu leikinn betur og voru með forystuna framan af leik. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 24-27 en eftir það voru Íslandsmeistararnir sterkari aðilinn og var það Daniel Mortensen sem fór fyrir sínu liði. Staðan í hálfleik var 53-50 fyrir Þór Þorlákshöfn. Í seinni hálfleiknum sýndu Íslandsmeistararnir úr hverju þeir voru gerðir en þeir skoruðu fyrstu tuttugu stig hálfleiksins og gerðu þá í raun út um leikinn. Þeir Ragnar Örn og Daniel Mortensen fóru á kostum fyrir liðið og átti báðir mörg stig og stoðsendingar á þessum kafla. Þór Þorlákshöfn vann að lokum sigur 110-81 og er liðið því komið á topp deildarinnar með tólf stig. Þór Akureyri situr þó enn sem fastast á botni deildarinnar án stiga. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Gæði sóknarleik liðsins komu heldur betur í ljós í seinni hálfleiknum og liðsmenn liðsins keyrðu í raun yfir lánlaust lið Þórs Akureyri. Þrír þristar í röð strax í byrjun hálfleiksins slökktu algjörlega í liði gestanna. Hverjar stóðu upp úr? Þeir Ragnar Örn Bragason, Daniel Mortensen og Davíð Arnar voru stórkostlegir í sóknarleik Þór Þórlákshafnar í seinni hálfleiknum. Hvað fór illa? Þór Þorlákshöfn settu niður þrjá þrista í byrjun seinni hálfleiks og það algjörlega slökkti í liði gestanna og þeir einfaldlega náðu sér ekki eftir það og Íslandsmeistararnir skoruðu nánast úr hverri einustu sókn. Hvað gerist næst? Næsti leikur Þór Þorlákshafnar er gegn Val þann 3. desember á meðan næsti leikur Þórs Akureyri er gegn Breiðablik þann 4.desember. Mættum ekki nógu einbeittir til leiks Bjarki Ármann, þjálfari Þórs Akureyrar.Vísir „Þetta var flottur fyrri hálfleikur hjá okkur en mjög lélegur seinni hálfleikur,“ byrjaði Bjarki Ármann, þjálfari Þórs Akureyri, að segja í viðtali eftir leik. „Þetta var gríðarlega svekkjandi. Við töluðum um það inn í klefa í hálfleiknum að það væri mikilvægt að mæta einbeittir út en svo töpum við strax boltanum og þeir skora held ég þrjá þrista í röð frá Daniel og Davíð,“ hélt Bjarki áfram. „Eftir þetta slökknaði meira og minna á okkur og restin af seinni hálfleiknum var alls ekki góð hjá okkur.“ Leikurinn var spennandi í fyrri hálfleiknum en Bjarki vildi þó meina að sitt lið hafi þó aðeins staðið sig ágætlega í þeim hálfleik. „Svo ég fari aftur í fyrri hálfleikinn, þá stóðum við okkur ágætlega þar og vorum að hitta ágætlega en að sama skapi voru þeir að hitta mjög illa og það auðvitað hjálpaði okkur. Svo ef við lítum á fráköstin í fyrri hálfleiknum þá tóku þeir 27 en við ekki nema 12, það er ekki vænlegt til árangurs,“ hélt Bjarki áfram. „Við bara einfaldlega mættum ekki nógu einbeittir til leiks í kvöld,“ endaði Bjarki á að segja. Komum flatir út Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar.vísir/hulda margrét Lárus Jónsson, þjálfari Íslandsmeistara Þórs Þorlákshafnar, var ekki nægilega sáttur með hvernig sínir menn komu inn í leikinn gegn nöfnum sínum frá Akureyri. Þó Íslandsmeistararnir hafi á endanum unnið leikinn nokkuð þægilega var byrjunin ekki nægilega góð, lokatölur 110-81. „Við komum heldur flatir út í þennan leik og mér fannst Þórsarar spila mjög vel framan af leik og þeir voru að setja öll sín skot niður en við komum vel inn í þriðja leikhluta,“ byrjaði Lárus að segja eftir leik. „Þetta var eiginlega þriggja mínútna kafli í þriðja leikhluta sem gerði út um leikinn og voru Daniel, Davíð og Ragnar allir í lykilhlutverki þar.“ Þrátt fyrir sigurinn var Lárus ekki ánægður með heildar spilamennsku liðsins. „Við vorum flottur í seinni hálfleiknum en í heildina vorum við kannski frekar afslappaðir og við verðum að passa okkur á því að það gerist ekki aftur,“ endaði Lárus á að segja. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Þór Akureyri
Íslandsmeistarar Þórs Þorlákshafnar fóru illa með botnlið Þórs Akureyrar í uppgjöri nafnanna í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn 110-81 heimamönnum í vil. Fyrir leikinn var Þór Þorlákshöfn í öðru sæti deildarinnar með 10 stig á meðan Þór Akureyri var í neðsta sætinu án stiga. Það voru gestirnir frá Akureyri sem byrjuðu leikinn betur og voru með forystuna framan af leik. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 24-27 en eftir það voru Íslandsmeistararnir sterkari aðilinn og var það Daniel Mortensen sem fór fyrir sínu liði. Staðan í hálfleik var 53-50 fyrir Þór Þorlákshöfn. Í seinni hálfleiknum sýndu Íslandsmeistararnir úr hverju þeir voru gerðir en þeir skoruðu fyrstu tuttugu stig hálfleiksins og gerðu þá í raun út um leikinn. Þeir Ragnar Örn og Daniel Mortensen fóru á kostum fyrir liðið og átti báðir mörg stig og stoðsendingar á þessum kafla. Þór Þorlákshöfn vann að lokum sigur 110-81 og er liðið því komið á topp deildarinnar með tólf stig. Þór Akureyri situr þó enn sem fastast á botni deildarinnar án stiga. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Gæði sóknarleik liðsins komu heldur betur í ljós í seinni hálfleiknum og liðsmenn liðsins keyrðu í raun yfir lánlaust lið Þórs Akureyri. Þrír þristar í röð strax í byrjun hálfleiksins slökktu algjörlega í liði gestanna. Hverjar stóðu upp úr? Þeir Ragnar Örn Bragason, Daniel Mortensen og Davíð Arnar voru stórkostlegir í sóknarleik Þór Þórlákshafnar í seinni hálfleiknum. Hvað fór illa? Þór Þorlákshöfn settu niður þrjá þrista í byrjun seinni hálfleiks og það algjörlega slökkti í liði gestanna og þeir einfaldlega náðu sér ekki eftir það og Íslandsmeistararnir skoruðu nánast úr hverri einustu sókn. Hvað gerist næst? Næsti leikur Þór Þorlákshafnar er gegn Val þann 3. desember á meðan næsti leikur Þórs Akureyri er gegn Breiðablik þann 4.desember. Mættum ekki nógu einbeittir til leiks Bjarki Ármann, þjálfari Þórs Akureyrar.Vísir „Þetta var flottur fyrri hálfleikur hjá okkur en mjög lélegur seinni hálfleikur,“ byrjaði Bjarki Ármann, þjálfari Þórs Akureyri, að segja í viðtali eftir leik. „Þetta var gríðarlega svekkjandi. Við töluðum um það inn í klefa í hálfleiknum að það væri mikilvægt að mæta einbeittir út en svo töpum við strax boltanum og þeir skora held ég þrjá þrista í röð frá Daniel og Davíð,“ hélt Bjarki áfram. „Eftir þetta slökknaði meira og minna á okkur og restin af seinni hálfleiknum var alls ekki góð hjá okkur.“ Leikurinn var spennandi í fyrri hálfleiknum en Bjarki vildi þó meina að sitt lið hafi þó aðeins staðið sig ágætlega í þeim hálfleik. „Svo ég fari aftur í fyrri hálfleikinn, þá stóðum við okkur ágætlega þar og vorum að hitta ágætlega en að sama skapi voru þeir að hitta mjög illa og það auðvitað hjálpaði okkur. Svo ef við lítum á fráköstin í fyrri hálfleiknum þá tóku þeir 27 en við ekki nema 12, það er ekki vænlegt til árangurs,“ hélt Bjarki áfram. „Við bara einfaldlega mættum ekki nógu einbeittir til leiks í kvöld,“ endaði Bjarki á að segja. Komum flatir út Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar.vísir/hulda margrét Lárus Jónsson, þjálfari Íslandsmeistara Þórs Þorlákshafnar, var ekki nægilega sáttur með hvernig sínir menn komu inn í leikinn gegn nöfnum sínum frá Akureyri. Þó Íslandsmeistararnir hafi á endanum unnið leikinn nokkuð þægilega var byrjunin ekki nægilega góð, lokatölur 110-81. „Við komum heldur flatir út í þennan leik og mér fannst Þórsarar spila mjög vel framan af leik og þeir voru að setja öll sín skot niður en við komum vel inn í þriðja leikhluta,“ byrjaði Lárus að segja eftir leik. „Þetta var eiginlega þriggja mínútna kafli í þriðja leikhluta sem gerði út um leikinn og voru Daniel, Davíð og Ragnar allir í lykilhlutverki þar.“ Þrátt fyrir sigurinn var Lárus ekki ánægður með heildar spilamennsku liðsins. „Við vorum flottur í seinni hálfleiknum en í heildina vorum við kannski frekar afslappaðir og við verðum að passa okkur á því að það gerist ekki aftur,“ endaði Lárus á að segja.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti