Í tilkynningu sem lögreglan birti á Facebook í dag segir að fyrir utan Dalvíkurbyggð hafi fjórir greinst smitaðir á Raufarhöfn, einn á Akureyri og einn á Húsavík.
Þar eru íbúar Dalvíkur einnig hvattir til að halda sig með sínum nánustu og forðast hópamyndun.
„Talsverður fjöldi fólks hefur nú þegar verið settur í sóttkví á Dalvík og nágrenni en ljóst er líka að einhverjir kunna að vera útsettir þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið settir í sóttkví,“ segir í færslunni.
Lögreglan hvetur alla og sérstaklega þá sem hafa komið að barna og unglingastarfi á Dalvík síðustu daga að huga að eigin heilsu og skrá sig í skimun.
„Allir þurfa áfram að huga að persónulegum smitvörnum og gá vel að sér á þeim mannamótum sem fólk fer á um helgina.“