„Auðvitað er þetta svikamylla“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2021 15:00 Hilmar Þór Hilmarsson var í viðtali á Sprengisandi í morgun. Vísir Sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu segir Hvít-Rússa beita „nýju vopni“ í átökum á landamærunum. Dr. Hilmar Þór Hilmarsson var í viðtali á Sprengisandi í morgun og segir ástandið slæmt. Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, hefur verið sakaður um að nota flótta- og farandfólk sem „peð“ í deilum við Evrópusambandið. „Fólki er sagt að landamærin séu opin, þannig að það er verið að lofa fólki betra lífi. Þetta náttúrulega myndi ekkert gerast nema með stuðningi Hvíta-Rússlands og stjórnvalda. Fólk kemst ekkert að landamærunum nema stjórnvöld styðji það,“ segir Hilmar. Evrópusambandið hefur harðlega gagnrýnt stjórnvöld þar í landi og yfirvöld í Póllandi segja Hvít-Rússa flytja farand- og flóttafólk í trukkum aftur að landamærunum. Sjá einnig: Saka Lúkasjenka um að flytja fólk aftur að landamærunum „Auðvitað er þetta svikamylla, það er farið mjög illa með þetta fólk á landamærunum. Það er sprautað framan í þau táragasi og með vatnsbyssum. Þetta náttúrulega er ekkert í samræmi við mannréttindaviðhorf og yfirlýsingar Evrópusambandsins, að taka svona á móti fólki sem er búið að fara illa með, og plata og féfletta,“ segir Hilmar Þór í viðtalinu. „Það blasir alveg við að Pútín er á bakvið þetta“ Hilmar telur að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, standi þétt við bak einræðisherrans. „Það blasir alveg við að Pútín er á bakvið þetta. Pútín neitar að vera á bakvið þetta en það er af því hann vill vera einhver málamiðlunarmaður; milli Evrópusambandsins og til að miðla málum við Lúkasjenka,“ segir Hilmar Þór. Lúkasjenka hótað að skrúfa fyrir gas „Hann [Lúkasjenka] er byrjaður að hægja á gas- og olíuflutningum til Evrópu, vegna þessarar deilu. Hann vill að viðskiptaþvingununum verði aflétt og er farinn að beita þessum leiðslum sem liggja í gegnum Hvíta-Rússland,“ segir Hilmar Þór. Hilmar segir að Lúkasjenka sé þannig farinn að beita orku sem vopni, enda Þýskaland mjög háð gasi frá Rússlandi. „Pútín er óánægður og hann náttúrulega notar sitt leppríki til að gera alls konar hluti. Til þess að reyna að komast í samningsstöðu, reyna að vekja ugg og ótta og sundrungu, og það er það sem hann er að gera.“ Sjá einnig: Hvít-Rússar hóta að skrúfa fyrir gasið Hlusta má í viðtalið í heild sinni hér að neðan. Sprengisandur Hvíta-Rússland Rússland Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Pútín svarar hótunum Lúkasjenka Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins í vikunni. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, tekur hótununum Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ekki af léttúð. 13. nóvember 2021 14:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Sjá meira
„Fólki er sagt að landamærin séu opin, þannig að það er verið að lofa fólki betra lífi. Þetta náttúrulega myndi ekkert gerast nema með stuðningi Hvíta-Rússlands og stjórnvalda. Fólk kemst ekkert að landamærunum nema stjórnvöld styðji það,“ segir Hilmar. Evrópusambandið hefur harðlega gagnrýnt stjórnvöld þar í landi og yfirvöld í Póllandi segja Hvít-Rússa flytja farand- og flóttafólk í trukkum aftur að landamærunum. Sjá einnig: Saka Lúkasjenka um að flytja fólk aftur að landamærunum „Auðvitað er þetta svikamylla, það er farið mjög illa með þetta fólk á landamærunum. Það er sprautað framan í þau táragasi og með vatnsbyssum. Þetta náttúrulega er ekkert í samræmi við mannréttindaviðhorf og yfirlýsingar Evrópusambandsins, að taka svona á móti fólki sem er búið að fara illa með, og plata og féfletta,“ segir Hilmar Þór í viðtalinu. „Það blasir alveg við að Pútín er á bakvið þetta“ Hilmar telur að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, standi þétt við bak einræðisherrans. „Það blasir alveg við að Pútín er á bakvið þetta. Pútín neitar að vera á bakvið þetta en það er af því hann vill vera einhver málamiðlunarmaður; milli Evrópusambandsins og til að miðla málum við Lúkasjenka,“ segir Hilmar Þór. Lúkasjenka hótað að skrúfa fyrir gas „Hann [Lúkasjenka] er byrjaður að hægja á gas- og olíuflutningum til Evrópu, vegna þessarar deilu. Hann vill að viðskiptaþvingununum verði aflétt og er farinn að beita þessum leiðslum sem liggja í gegnum Hvíta-Rússland,“ segir Hilmar Þór. Hilmar segir að Lúkasjenka sé þannig farinn að beita orku sem vopni, enda Þýskaland mjög háð gasi frá Rússlandi. „Pútín er óánægður og hann náttúrulega notar sitt leppríki til að gera alls konar hluti. Til þess að reyna að komast í samningsstöðu, reyna að vekja ugg og ótta og sundrungu, og það er það sem hann er að gera.“ Sjá einnig: Hvít-Rússar hóta að skrúfa fyrir gasið Hlusta má í viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Sprengisandur Hvíta-Rússland Rússland Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Pútín svarar hótunum Lúkasjenka Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins í vikunni. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, tekur hótununum Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ekki af léttúð. 13. nóvember 2021 14:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Sjá meira
Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06
Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06
Pútín svarar hótunum Lúkasjenka Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins í vikunni. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, tekur hótununum Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ekki af léttúð. 13. nóvember 2021 14:15