„Það að stjórnandi láti af störfum er ekki neyðarástand“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2021 06:27 Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri og Stefán Eiríksson útvarpsstjóri. „Rakel er ekki hætt, hún sinnir starfi sínu sem fréttastjóri til áramóta og í kjölfarið verður auglýst eftir fréttastjóra,“ segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri í svari við fyrirspurn Vísis um það hvers vegna ekki verður auglýst í stöðu fréttastjóra RÚV fyrr en eftir áramót. Greint var frá því 9. nóvember síðastliðinn að Rakel Þorbergsdóttir hefði ákveðið að segja starfi sínu lausu um áramótin. Rakel hefur verið fréttastjóri Ríkisútvarpsins í átta ár en í frétt RÚV var greint frá því að Heiðar Örn Sigurfinnsson yrði starfandi fréttastjóri frá og með 1. janúar og þar til nýr fréttastjóri yrði ráðinn. Þá sagði að starfið yrði auglýst laust til umsóknar fljótlega á nýju ári. Vísir sendi RÚV fyrirspurn vegna málsins og spurði þriggja spurninga: Hvers vegna starfið yrði ekki auglýst fyrr en Rakel yrði hætt, hvort ekki væri eðlilegra að vera búin að finna einhvern til að taka við og hvort verið væri að bíða eftir einhverju. Kolbrún Vaka Helgadóttir, upplýsingafulltrúi RÚV, svaraði spurningunum ekki beint heldur endurtók það sem kom fram í frétt RÚV. Benti hún á útvarpsstjóra ef óskað væri svara beint frá honum. Þegar sömu spurningar voru sendar á útvarpsstjóra sagði hann engu við þetta bæta; Rakel væri ekki hætt en auglýst yrði eftir fréttastjóra þegar hún væri hætt. Vísir ítrekaði þá spurninguna; af hverju ekki að auglýsa stöðuna fyrr, fyrst vitað væri að Rakel væri að hætta um áramótin? Af hverju að bíða eftir að hún hætti og auglýsa svo? „Tímasetningin er skýr og miðast við starfslokin sem eru um áramótin. Það að stjórnandi láti af störfum er ekki neyðarástand sem kallar á einhvern asa, í þessu eins og öllu öðru hjá RÚV vöndum við til verka,“ svaraði þá Stefán. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Rakel Þorbergsdóttir hættir sem fréttastjóri á Ríkisútvarpinu Rakel Þorbergsdóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem fréttastjóri á Ríkisútvarpinu. Hún hættir um áramót. Ekki er gefin upp ástæða fyrir því hvers vegna þessi ákvörðun liggur fyrir. 9. nóvember 2021 13:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Greint var frá því 9. nóvember síðastliðinn að Rakel Þorbergsdóttir hefði ákveðið að segja starfi sínu lausu um áramótin. Rakel hefur verið fréttastjóri Ríkisútvarpsins í átta ár en í frétt RÚV var greint frá því að Heiðar Örn Sigurfinnsson yrði starfandi fréttastjóri frá og með 1. janúar og þar til nýr fréttastjóri yrði ráðinn. Þá sagði að starfið yrði auglýst laust til umsóknar fljótlega á nýju ári. Vísir sendi RÚV fyrirspurn vegna málsins og spurði þriggja spurninga: Hvers vegna starfið yrði ekki auglýst fyrr en Rakel yrði hætt, hvort ekki væri eðlilegra að vera búin að finna einhvern til að taka við og hvort verið væri að bíða eftir einhverju. Kolbrún Vaka Helgadóttir, upplýsingafulltrúi RÚV, svaraði spurningunum ekki beint heldur endurtók það sem kom fram í frétt RÚV. Benti hún á útvarpsstjóra ef óskað væri svara beint frá honum. Þegar sömu spurningar voru sendar á útvarpsstjóra sagði hann engu við þetta bæta; Rakel væri ekki hætt en auglýst yrði eftir fréttastjóra þegar hún væri hætt. Vísir ítrekaði þá spurninguna; af hverju ekki að auglýsa stöðuna fyrr, fyrst vitað væri að Rakel væri að hætta um áramótin? Af hverju að bíða eftir að hún hætti og auglýsa svo? „Tímasetningin er skýr og miðast við starfslokin sem eru um áramótin. Það að stjórnandi láti af störfum er ekki neyðarástand sem kallar á einhvern asa, í þessu eins og öllu öðru hjá RÚV vöndum við til verka,“ svaraði þá Stefán.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Rakel Þorbergsdóttir hættir sem fréttastjóri á Ríkisútvarpinu Rakel Þorbergsdóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem fréttastjóri á Ríkisútvarpinu. Hún hættir um áramót. Ekki er gefin upp ástæða fyrir því hvers vegna þessi ákvörðun liggur fyrir. 9. nóvember 2021 13:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Rakel Þorbergsdóttir hættir sem fréttastjóri á Ríkisútvarpinu Rakel Þorbergsdóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem fréttastjóri á Ríkisútvarpinu. Hún hættir um áramót. Ekki er gefin upp ástæða fyrir því hvers vegna þessi ákvörðun liggur fyrir. 9. nóvember 2021 13:33