Fyrirmyndin Eðvarð Taylor Jónsson skrifar 23. nóvember 2021 08:01 Fólk um allan heim minnist þess nú í vikunni að 100 ár eru liðin frá andláti eins fremsta málsvara einingar, friðar og jafnréttis sem uppi hefur verið á síðari tímum. Nafn hans var ‘Abdu’l-Bahá - fæddur í Teheran árið 1844. Frá barnæsku deildi hann kjörum með Bahá'u'lláh, föður sínum og höfundi baháʼí trúarinnar, í 40 ára útlegð hans og fangavist í Íran, Tyrklandi og Palestínu. Sjálfur var ‘Abdu’l-Bahá fyrst leystur úr haldi í fangelsisborginni alræmdu, Akka í Palestínu, þegar Ungtyrkir steyptu alræðisstjórn Tyrkjasoldáns árið 1908. Hann varð snemma þekktur um allan heim fyrir baráttu sína gegn trúar- og kynþáttafordómum og fyrir friði og einingu þjóða heims og jafnrétti kynjanna. Hann stundaði jafnframt hjálpar- og mannúðarstarf í Palestínu og ávann sér óskorað traust og virðingu almennings og yfirvalda. Breska ríkisstjórnin sæmdi hann aðalstign árið 1920 fyrir að afstýra hungursneyð í Palestínu í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þegar hann lést 1921 voru á annan tug þúsunda af öllum stéttum, trúarbrögðum og kynþáttum viðstaddir útför hans á Karmelfjalli. Þótt óskólagenginn væri lagði ‘Abdu’l-Bahá af stað í fyrirlestrarferð til Egyptalands, Evrópu og Norður-Ameríku skömmu áður en heimsstyrjöldin fyrri brast á. Í þessari sögulegu ferð tengdi hann boðskap bahá’í trúarinnar brýnustu þörfum mannkyns og kvað skýrt á um nauðsyn alþjóðlegs friðar, jafnréttis, félagslegra umbóta, hlutverk trúar í samfélaginu og baráttu gegn kynþáttamisrétti. Í ræðum sínum og ávörpum lagði hann áherslu á meginregluna um sjálfstæða rannsókn á sannleika trúarbragðanna, samræmi vísinda og trúar og allsherjarmenntun með áherslu á menntun stúlkna. Hann hitti einnig að máli ýmsa forystumenn á sviði mennta og menningar, vísinda og lista, stjórnmála og trúar. Þar á meðal var Austurlandafræðingurinn og Cambridge prófessorinn Edward Granville Browne sem hreifst mjög af persónu hans og lýsti honum þannig: „Mælskari mann, rökfimari, fundvísari á myndrænar samlíkingar, gjörkunnugri helgiritum Gyðinga, kristinna manna og Múslima, held ég að vart verði fundinn, jafnvel meðal þess mælska, skarpskyggna og næmgeðja kynþáttar, sem hann tilheyrir. Þessir eiginleikar ásamt fasi, sem er hvorutveggja í senn tiginlegt og innilegt, gerðu það að verkum, að ég hætti að undrast þau áhrif og þá virðingu, sem hann naut langt utan raða þess samfélags, sem fylgdi föður hans að málum. Um mikilleik þessa manns og vald hans gat enginn efast sem litið hafði hann augum.“ ‘Abdu’l-Bahá tók við forystu baháʼí samfélagsins þegar Bahá'u'llah lést árið 1892 og lagði grundvöll að lýðræðislega kjörnum stofnunum bahá'í stjórnskipulagsins. Hann hvatti til stofnunar svæðisbundinna stofnana og hafði frumkvæði um verkefni á sviði menntunar, félagsmála og efnahagsmála. Með því að gera einingu að grundvallarreglu kenninga sinna gerði Bahá'u'lláh nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að trú hans hlyti aldrei sömu örlög og fyrri trúarbrögð mannkyns sem klofnuðu í andstæðar fylkingar eftir dauða stofnenda þeirra. Í ritum sínum mælti hann fylgjendum sínum til þess að horfa til breytni og fordæmis sonar síns, 'Abdu'l-Bahá, og baháʼíar líta á hann sem fullkomna fyrirmynd anda og kenninga trúarinnar. ‘Abdu’l-Bahá skrifaði fjölda bóka og ritgerða og ein hin merkasta þeirra „Nokkrum spurningum svarað“ hefur verið þýdd á íslensku. Íslenska baháʼí samfélagið minnist aldarártíðar hans í Gamla bíói í Reykjavík 28. nóvember. Þar verður sýnd ný heimildakvikmynd sem nefnist „Fyrirmynd“ og fjallar um líf og starf ‘Abdu’l-Bahá. Þessa kvikmynd má einnig nálgast á vefsíðu samfélagsins www.bahai.is. Höfundur er bahá'í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Fólk um allan heim minnist þess nú í vikunni að 100 ár eru liðin frá andláti eins fremsta málsvara einingar, friðar og jafnréttis sem uppi hefur verið á síðari tímum. Nafn hans var ‘Abdu’l-Bahá - fæddur í Teheran árið 1844. Frá barnæsku deildi hann kjörum með Bahá'u'lláh, föður sínum og höfundi baháʼí trúarinnar, í 40 ára útlegð hans og fangavist í Íran, Tyrklandi og Palestínu. Sjálfur var ‘Abdu’l-Bahá fyrst leystur úr haldi í fangelsisborginni alræmdu, Akka í Palestínu, þegar Ungtyrkir steyptu alræðisstjórn Tyrkjasoldáns árið 1908. Hann varð snemma þekktur um allan heim fyrir baráttu sína gegn trúar- og kynþáttafordómum og fyrir friði og einingu þjóða heims og jafnrétti kynjanna. Hann stundaði jafnframt hjálpar- og mannúðarstarf í Palestínu og ávann sér óskorað traust og virðingu almennings og yfirvalda. Breska ríkisstjórnin sæmdi hann aðalstign árið 1920 fyrir að afstýra hungursneyð í Palestínu í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þegar hann lést 1921 voru á annan tug þúsunda af öllum stéttum, trúarbrögðum og kynþáttum viðstaddir útför hans á Karmelfjalli. Þótt óskólagenginn væri lagði ‘Abdu’l-Bahá af stað í fyrirlestrarferð til Egyptalands, Evrópu og Norður-Ameríku skömmu áður en heimsstyrjöldin fyrri brast á. Í þessari sögulegu ferð tengdi hann boðskap bahá’í trúarinnar brýnustu þörfum mannkyns og kvað skýrt á um nauðsyn alþjóðlegs friðar, jafnréttis, félagslegra umbóta, hlutverk trúar í samfélaginu og baráttu gegn kynþáttamisrétti. Í ræðum sínum og ávörpum lagði hann áherslu á meginregluna um sjálfstæða rannsókn á sannleika trúarbragðanna, samræmi vísinda og trúar og allsherjarmenntun með áherslu á menntun stúlkna. Hann hitti einnig að máli ýmsa forystumenn á sviði mennta og menningar, vísinda og lista, stjórnmála og trúar. Þar á meðal var Austurlandafræðingurinn og Cambridge prófessorinn Edward Granville Browne sem hreifst mjög af persónu hans og lýsti honum þannig: „Mælskari mann, rökfimari, fundvísari á myndrænar samlíkingar, gjörkunnugri helgiritum Gyðinga, kristinna manna og Múslima, held ég að vart verði fundinn, jafnvel meðal þess mælska, skarpskyggna og næmgeðja kynþáttar, sem hann tilheyrir. Þessir eiginleikar ásamt fasi, sem er hvorutveggja í senn tiginlegt og innilegt, gerðu það að verkum, að ég hætti að undrast þau áhrif og þá virðingu, sem hann naut langt utan raða þess samfélags, sem fylgdi föður hans að málum. Um mikilleik þessa manns og vald hans gat enginn efast sem litið hafði hann augum.“ ‘Abdu’l-Bahá tók við forystu baháʼí samfélagsins þegar Bahá'u'llah lést árið 1892 og lagði grundvöll að lýðræðislega kjörnum stofnunum bahá'í stjórnskipulagsins. Hann hvatti til stofnunar svæðisbundinna stofnana og hafði frumkvæði um verkefni á sviði menntunar, félagsmála og efnahagsmála. Með því að gera einingu að grundvallarreglu kenninga sinna gerði Bahá'u'lláh nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að trú hans hlyti aldrei sömu örlög og fyrri trúarbrögð mannkyns sem klofnuðu í andstæðar fylkingar eftir dauða stofnenda þeirra. Í ritum sínum mælti hann fylgjendum sínum til þess að horfa til breytni og fordæmis sonar síns, 'Abdu'l-Bahá, og baháʼíar líta á hann sem fullkomna fyrirmynd anda og kenninga trúarinnar. ‘Abdu’l-Bahá skrifaði fjölda bóka og ritgerða og ein hin merkasta þeirra „Nokkrum spurningum svarað“ hefur verið þýdd á íslensku. Íslenska baháʼí samfélagið minnist aldarártíðar hans í Gamla bíói í Reykjavík 28. nóvember. Þar verður sýnd ný heimildakvikmynd sem nefnist „Fyrirmynd“ og fjallar um líf og starf ‘Abdu’l-Bahá. Þessa kvikmynd má einnig nálgast á vefsíðu samfélagsins www.bahai.is. Höfundur er bahá'í.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun