KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar 18. nóvember 2024 19:30 Fjölmennasti og gremjuþrungnasti íbúafundur síðari tíma var haldinn í Grafarvogi í nýliðinni viku. Þar mátti borgarstjórn Reykjavíkur sitja hnípin undir háværum, þaulskipulögðum reiðilestri íbúa sem hreinlega hafa fengið nóg af algjöru samráðsleysi, tillitsleysi, dáðleysi og yfirgangi borgaryfirvalda. Undir lok fundar lýstu íbúasamtökin því yfir að Grafarvogur vildi hreinlega slíta sig frá Reykjavík og koma á fót eigin sveitarfélagi! Á sjöunda hundrað manns lýstu þarna algjöru og áður óþekktu einróma vantrausti á borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Framsóknar og Pírata – bílhatandi þéttingarlið „Reykjavíkurmódelsins“ sem nú hyggst enn færa út kvíarnar með boðaðri valdatöku á Alþingi. Íbúar Grafarvogs lifa í raunheimum, þeir tala umbúðalaust um sinn vanda og þeim er orðið bumbult af froðusnakki úr fílabeinsturnum borgaryfirvalda. Þetta sérviskulið ber ábyrgð á þeim skelfilega húsnæðisskorti sem keyrt hefur húsnæðisverð, verðbólgu og okurvexti hér út úr öllu korti á undanförnum árum. Leigumarkaður á Íslandi er alveg einstaklega dapurlegur eins og öllum má ljóst vera og möguleikar ungs fólks til að koma sér eigin þaki yfir höfuðið eru verri en nokkru sinni. Hinir eldri finna sömuleiðis heldur betur fyrir þessu ófremdarástandi. Skjót hagkvæmislausn á bráðavanda? Svipuð vandamál hafa svosum komið upp víðar en hér. Ekki eru mörg ár síðan mikill húsnæðisskortur skók velferðarríkið Svíþjóð. Í stað þess að reyta hár sitt í viðvarandi ráðaleysi, tóku ráðamenn þar til snjallræðis sem Íslendingar mættu vel taka til ígrundunar. Undir forystu húsnæðismálaráðherrans Stefan Attefall voru árið 2014 stigin djörf og óhefðbundin ný skref til úrlausna, skref sem reynst hafa bæði farsæl og hagkvæm. Ákveðið var með einfaldri lagasetningu að heimila allt að 30 fm smáhýsi á rúmgóðum lóðum, einkum görðum stærri fjölbýlishúsa og einbýlishúsa. Frá 2020 hafa árlega verið byggð um 4.000 Attefalls-hús í Svíþjóð. Hérlendis eru 15 fm smáhýsi heimiluð án afskipta skipulagsyfirvalda, helst ætluð til geymslu garðhúsgagnga o.þ.h. Með þessu móti var t.a.m. foreldrum gert kleift að veita börnum sínum, ættingjum, vinum eða öðrum þurfandi aðstoð við að komast undir eigið þak. Fasteignaeigendum var sömuleiðis með þessu gert kleift að afla leigutekna til viðhalds eða nauðsynlegra framkvæmda á eigin eign. Skemmst er frá því að segja að þessi einfalda, snjalla hugmynd sló í gegn og þúsundir gátu með þessum hætti komist í hagkvæmt húsnæði í stað þess að hírast inni á öðrum eða tefla sér í langvarandi fjárhagsleg vandræði vegna afarkosta hefðbundins okurleiguverðs eins og svo alræmt er hérlendis. Forsmíðuð, bráðhugguleg smáhýsi af þessum toga, fullbúin með eldhúsi, baði og stofu auk 15 fm svefnlofts, reyndist hægt að kaupa frá Eistlandi, Lettlandi eða Litháen fyrir u.þ.b. 7 – 8 milljónir íslenskra króna og hífa albúin og tilbúin til notkunar í hentugar lóðir, t.d. í garðinn heima hjá pabba og mömmu eða hjá öðrum áhugasömum fasteignaeigendum með rúmar lóðir. Undirstöður, vatn, rafmagn og frárennsli var allt sem til þurfti. Ný leigueining á eigin lóð jók ráðstöfunarfé fasteignaeigenda umtalsvert um leið og umrædd lausn reyndist afar kærkomin því unga fólki á ýmsum aldri sem fékk með þessum hætti langþráð þak yfir höfuðið á hagfelldasta mögulega verði – og þar með ráðrúm til að búa sig undir önnur búsetuúrræði í framtíðinni. Stefan Attefall húsnæðisráðherra hlaut lof og prís fyrir framtakið, fasteigna- og leiguverð lækkaði snarlega og bráðasti húsnæðisvandi frænda okkar í Svíþjóð reyndist, þegar allt kom til alls, auðleysanlegur með þessum einfalda og snjalla hætti. Hafi þetta gagnast Svíum svo vel sem raun ber vitni, mætti ætla að þetta geti gagnast fleirum, t.a.m. okkur Íslendingum við þær ófremdaraðstæður sem hér blasa við. A.m.k. sem ein leið til að bregðast með skjótum og einföldum hætti við bráðavandanum sem nú ríkir. Viðhorf næstu nágranna þyrfti auðvitað að virða í samræmi við gildandi skipulags- og byggingarlög. Margt er líkt með okkur og Svíum, t.a.m. skartar mikill fjöldi eldri húsa stórum görðum og bakgörðum frá tímum er lóðaskortur þekktist varla. Einu má þó slá föstu: Meirhlutinn í Reykjavik mundi vísast beita sér af alefli til að þvælast fyrir lausnum sem þessum. En þá kynni ný lagasetning á Alþingi að vera leiðin fram á við – hér, rétt eins og í Svíþjóð. Óbreytt ástand er alltént ekki í boði. Borgarastyrjaldarástandið í Grafarvogi sem hér var lýst speglar betur en flesta grunaði að þegar stjórnmálamennirnir bregðast eða sofa á verðinum, mun fólkið einfaldlega grípa til sinna ráða. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Reykjavík Húsnæðismál Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fjölmennasti og gremjuþrungnasti íbúafundur síðari tíma var haldinn í Grafarvogi í nýliðinni viku. Þar mátti borgarstjórn Reykjavíkur sitja hnípin undir háværum, þaulskipulögðum reiðilestri íbúa sem hreinlega hafa fengið nóg af algjöru samráðsleysi, tillitsleysi, dáðleysi og yfirgangi borgaryfirvalda. Undir lok fundar lýstu íbúasamtökin því yfir að Grafarvogur vildi hreinlega slíta sig frá Reykjavík og koma á fót eigin sveitarfélagi! Á sjöunda hundrað manns lýstu þarna algjöru og áður óþekktu einróma vantrausti á borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Framsóknar og Pírata – bílhatandi þéttingarlið „Reykjavíkurmódelsins“ sem nú hyggst enn færa út kvíarnar með boðaðri valdatöku á Alþingi. Íbúar Grafarvogs lifa í raunheimum, þeir tala umbúðalaust um sinn vanda og þeim er orðið bumbult af froðusnakki úr fílabeinsturnum borgaryfirvalda. Þetta sérviskulið ber ábyrgð á þeim skelfilega húsnæðisskorti sem keyrt hefur húsnæðisverð, verðbólgu og okurvexti hér út úr öllu korti á undanförnum árum. Leigumarkaður á Íslandi er alveg einstaklega dapurlegur eins og öllum má ljóst vera og möguleikar ungs fólks til að koma sér eigin þaki yfir höfuðið eru verri en nokkru sinni. Hinir eldri finna sömuleiðis heldur betur fyrir þessu ófremdarástandi. Skjót hagkvæmislausn á bráðavanda? Svipuð vandamál hafa svosum komið upp víðar en hér. Ekki eru mörg ár síðan mikill húsnæðisskortur skók velferðarríkið Svíþjóð. Í stað þess að reyta hár sitt í viðvarandi ráðaleysi, tóku ráðamenn þar til snjallræðis sem Íslendingar mættu vel taka til ígrundunar. Undir forystu húsnæðismálaráðherrans Stefan Attefall voru árið 2014 stigin djörf og óhefðbundin ný skref til úrlausna, skref sem reynst hafa bæði farsæl og hagkvæm. Ákveðið var með einfaldri lagasetningu að heimila allt að 30 fm smáhýsi á rúmgóðum lóðum, einkum görðum stærri fjölbýlishúsa og einbýlishúsa. Frá 2020 hafa árlega verið byggð um 4.000 Attefalls-hús í Svíþjóð. Hérlendis eru 15 fm smáhýsi heimiluð án afskipta skipulagsyfirvalda, helst ætluð til geymslu garðhúsgagnga o.þ.h. Með þessu móti var t.a.m. foreldrum gert kleift að veita börnum sínum, ættingjum, vinum eða öðrum þurfandi aðstoð við að komast undir eigið þak. Fasteignaeigendum var sömuleiðis með þessu gert kleift að afla leigutekna til viðhalds eða nauðsynlegra framkvæmda á eigin eign. Skemmst er frá því að segja að þessi einfalda, snjalla hugmynd sló í gegn og þúsundir gátu með þessum hætti komist í hagkvæmt húsnæði í stað þess að hírast inni á öðrum eða tefla sér í langvarandi fjárhagsleg vandræði vegna afarkosta hefðbundins okurleiguverðs eins og svo alræmt er hérlendis. Forsmíðuð, bráðhugguleg smáhýsi af þessum toga, fullbúin með eldhúsi, baði og stofu auk 15 fm svefnlofts, reyndist hægt að kaupa frá Eistlandi, Lettlandi eða Litháen fyrir u.þ.b. 7 – 8 milljónir íslenskra króna og hífa albúin og tilbúin til notkunar í hentugar lóðir, t.d. í garðinn heima hjá pabba og mömmu eða hjá öðrum áhugasömum fasteignaeigendum með rúmar lóðir. Undirstöður, vatn, rafmagn og frárennsli var allt sem til þurfti. Ný leigueining á eigin lóð jók ráðstöfunarfé fasteignaeigenda umtalsvert um leið og umrædd lausn reyndist afar kærkomin því unga fólki á ýmsum aldri sem fékk með þessum hætti langþráð þak yfir höfuðið á hagfelldasta mögulega verði – og þar með ráðrúm til að búa sig undir önnur búsetuúrræði í framtíðinni. Stefan Attefall húsnæðisráðherra hlaut lof og prís fyrir framtakið, fasteigna- og leiguverð lækkaði snarlega og bráðasti húsnæðisvandi frænda okkar í Svíþjóð reyndist, þegar allt kom til alls, auðleysanlegur með þessum einfalda og snjalla hætti. Hafi þetta gagnast Svíum svo vel sem raun ber vitni, mætti ætla að þetta geti gagnast fleirum, t.a.m. okkur Íslendingum við þær ófremdaraðstæður sem hér blasa við. A.m.k. sem ein leið til að bregðast með skjótum og einföldum hætti við bráðavandanum sem nú ríkir. Viðhorf næstu nágranna þyrfti auðvitað að virða í samræmi við gildandi skipulags- og byggingarlög. Margt er líkt með okkur og Svíum, t.a.m. skartar mikill fjöldi eldri húsa stórum görðum og bakgörðum frá tímum er lóðaskortur þekktist varla. Einu má þó slá föstu: Meirhlutinn í Reykjavik mundi vísast beita sér af alefli til að þvælast fyrir lausnum sem þessum. En þá kynni ný lagasetning á Alþingi að vera leiðin fram á við – hér, rétt eins og í Svíþjóð. Óbreytt ástand er alltént ekki í boði. Borgarastyrjaldarástandið í Grafarvogi sem hér var lýst speglar betur en flesta grunaði að þegar stjórnmálamennirnir bregðast eða sofa á verðinum, mun fólkið einfaldlega grípa til sinna ráða. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun