Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson og Eva Pandora Baldursdóttir skrifa 18. nóvember 2024 13:45 Hver hefur ekki lent í því að smella óvart á hlekk og uppgötva, of seint, að tugir þúsunda eru horfnir af kortinu? Eða sent djarfa mynd til elskhuga, bara til að átta sig á að hún er komin á flakk? Þið megið sjálf giska, kæru lesendur, hvor höfunda á hverja sögu. Netöryggi er lykilþáttur í öryggismálum samtímans þar sem hröð tækniþróun gerir okkur sífellt háðari stafrænu umhverfi og berskjaldaðri fyrir ógnunum sem því fylgja. Netöryggi snýst ekki aðeins um tæknileg úrræði heldur einnig samfélagslega ábyrgð sem varðar persónuöryggi, efnahagslegan stöðugleika og ekki síst persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Það er mikið öryggismál að skapa regluverk sem heldur í við tæknibreytingar og veitir öflugar netvarnir án þess að skerða rétt borgaranna til friðhelgi. Jafnframt þurfum við að hafa getu til að bregðast við stafrænum ógnum, skipulega og af yfirvegun og ábyrgð. Viðreisn er frelsisflokkur. Við leggjum áherslu á lausnir sem tryggja bæði friðhelgi einkalífs og almannaöryggi. Netöryggi varðar okkur öll; einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir, sem reiða sig á örugg samskipti. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja netöryggi allra, óháð stöðu eða staðsetningu. Mikilvægt er að lögreglan, saksóknarar og aðrar réttarvörslustofnanir séu vel í stakk búnar til að takast á við netbrot þar sem friðhelgi einstaklinga er í húfi. Netöryggisstefna 2022-2037 og aðgerðaráætlun til ársins 2026 eru skref í rétta átt. Reglubundin endurskoðun þeirra tryggir að stefnan fylgi hraðri þróun á sviði tækni og netógna, sem hefur áhrif á persónuvernd og friðhelgi almennings. Aðgerðirnar taka meðal annars á netglæpum og fela í sér sjö lykilþætti á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins: Fræðsluátak um persónuvernd, miðlalæsi og netöryggi barna. Greining á valdheimildum stjórnvalda vegna netárása. Endurskoðun refsi- og réttarfarslaga varðandi afbrot tengd Netinu. Endurmat á skipulagi lögreglunnar til að takast á við netbrot. Aukin fræðsla innan réttarvörslukerfisins um netglæpi. Aukið öryggi barna á netinu. Efling tæknilegrar getu lögreglunnar við rannsóknir á barnaníðsefnis. Það er brýnt að ljúka þessum aðgerðum eins fljótt og kostur er. Netbrot og netsvik gegn einstaklingum og fyrirtækjum eru í vaxandi mæli, oft af hálfu erlendra brotahópa sem láta ekki landamæri hindra sig. Lögreglan þarf að fá stuðning og sérfræðiþekkingu til að tryggja öryggi og friðhelgi borgaranna. Einnig þarf að stofna sérstaka miðstöð netbrotarannsókna (e. cyber crime centre) líkt og tíðkast í flestum nágrannaríkjum okkar. Viðreisn styður þessa stefnu, þar sem almannahagsmunir eru settir framar sérhagsmunum. Með öflugri fræðslu, bættri löggjöf og aðgengilegum úrræðum á sviði netöryggis getum við eflt vitund og hæfni samfélagsins á þessu sviði. Geta lögreglunnar þarf að vera nægilega öflug til að takast á við netöryggisáskoranir, svo hún geti verndað öryggi og friðhelgi allra. Með því að horfa á netöryggi sem hluta af almannaöryggi stöndum við sterkar gegn utanaðkomandi ógnum og tryggjum að netöryggi sé grundvallarréttur allra. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar, og Eva Pandora Baldursdóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata. Skipa 3. og 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Netöryggi Eva Pandora Baldursdóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Hver hefur ekki lent í því að smella óvart á hlekk og uppgötva, of seint, að tugir þúsunda eru horfnir af kortinu? Eða sent djarfa mynd til elskhuga, bara til að átta sig á að hún er komin á flakk? Þið megið sjálf giska, kæru lesendur, hvor höfunda á hverja sögu. Netöryggi er lykilþáttur í öryggismálum samtímans þar sem hröð tækniþróun gerir okkur sífellt háðari stafrænu umhverfi og berskjaldaðri fyrir ógnunum sem því fylgja. Netöryggi snýst ekki aðeins um tæknileg úrræði heldur einnig samfélagslega ábyrgð sem varðar persónuöryggi, efnahagslegan stöðugleika og ekki síst persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Það er mikið öryggismál að skapa regluverk sem heldur í við tæknibreytingar og veitir öflugar netvarnir án þess að skerða rétt borgaranna til friðhelgi. Jafnframt þurfum við að hafa getu til að bregðast við stafrænum ógnum, skipulega og af yfirvegun og ábyrgð. Viðreisn er frelsisflokkur. Við leggjum áherslu á lausnir sem tryggja bæði friðhelgi einkalífs og almannaöryggi. Netöryggi varðar okkur öll; einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir, sem reiða sig á örugg samskipti. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja netöryggi allra, óháð stöðu eða staðsetningu. Mikilvægt er að lögreglan, saksóknarar og aðrar réttarvörslustofnanir séu vel í stakk búnar til að takast á við netbrot þar sem friðhelgi einstaklinga er í húfi. Netöryggisstefna 2022-2037 og aðgerðaráætlun til ársins 2026 eru skref í rétta átt. Reglubundin endurskoðun þeirra tryggir að stefnan fylgi hraðri þróun á sviði tækni og netógna, sem hefur áhrif á persónuvernd og friðhelgi almennings. Aðgerðirnar taka meðal annars á netglæpum og fela í sér sjö lykilþætti á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins: Fræðsluátak um persónuvernd, miðlalæsi og netöryggi barna. Greining á valdheimildum stjórnvalda vegna netárása. Endurskoðun refsi- og réttarfarslaga varðandi afbrot tengd Netinu. Endurmat á skipulagi lögreglunnar til að takast á við netbrot. Aukin fræðsla innan réttarvörslukerfisins um netglæpi. Aukið öryggi barna á netinu. Efling tæknilegrar getu lögreglunnar við rannsóknir á barnaníðsefnis. Það er brýnt að ljúka þessum aðgerðum eins fljótt og kostur er. Netbrot og netsvik gegn einstaklingum og fyrirtækjum eru í vaxandi mæli, oft af hálfu erlendra brotahópa sem láta ekki landamæri hindra sig. Lögreglan þarf að fá stuðning og sérfræðiþekkingu til að tryggja öryggi og friðhelgi borgaranna. Einnig þarf að stofna sérstaka miðstöð netbrotarannsókna (e. cyber crime centre) líkt og tíðkast í flestum nágrannaríkjum okkar. Viðreisn styður þessa stefnu, þar sem almannahagsmunir eru settir framar sérhagsmunum. Með öflugri fræðslu, bættri löggjöf og aðgengilegum úrræðum á sviði netöryggis getum við eflt vitund og hæfni samfélagsins á þessu sviði. Geta lögreglunnar þarf að vera nægilega öflug til að takast á við netöryggisáskoranir, svo hún geti verndað öryggi og friðhelgi allra. Með því að horfa á netöryggi sem hluta af almannaöryggi stöndum við sterkar gegn utanaðkomandi ógnum og tryggjum að netöryggi sé grundvallarréttur allra. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar, og Eva Pandora Baldursdóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata. Skipa 3. og 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun