GTA Trilogy: Fóru framúr sjálfum sér Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2021 11:50 Rockstar „Fokk it. Þetta verður bara að duga.“ Þetta ímynda ég mér að forsvarsmenn Rockstar hafi sagt um nýútgefna endurgerð klassísku leikjanna GTA III (2001), GTA Vice City (2002) og GTA San Andreas (2004). Endurgerðin ber hinn einfalda og ljóðræna titil Grand Theft Auto: The Trilogy – The Definitive Edition. Þessir þrír leikir eru mögulega með áhrifamestu tölvuleikjum síðustu ára en GTA 3 varð nýlega tvítugur. Ég veit ekki hvort það þurfi að útskýra Grand Theft Auto leikina en það er kannski best. Í stuttu máli sagt, þá setja spilarar sig í spor glæpamanna sem hafa oftar en ekki eitthvað til hefna sín fyrir og þurfa því að myrða fólk í massavís og safna peningum, vopnum og farartækjum. GTA 3 gerist í Liberty City (New York), Vice City gerist í Vice City (Miami) og San Andreas í San Andreas (Kaliforníu og Las Vegas). Leikirnir gerast allir í opnum heimi og eiga í raun stóran þátt í þróun opinna heima nútímans. Allir leikirnir þrír nutu gífurlegra vinsælda á sínum tíma. Það er erfitt að hrósa Rockstar fyrir þessa endurgerð, sem átti að vera besta útgáfa leikjanna en hún var í besta falli ókláruð við útgáfu, því leikirnir innihalda fjölda galla, bæði tæknilega og á spilun. Það er erfitt að átta sig á því hvernig þetta virðist gerast í trekk og trekk að leikir sem eru satt að segja varla tilbúnir eru gefnir út. Ég hef verið að spila leikina á PlayStation 5 en hef verið að lenda í merkilega miklu hökti og sérstaklega í San Andreas, sem er stærsti leikurinn. Hvernig það gerist í nýrri leikjatölvu í tuttugu til sautján ára tölvuleikjum skil ég ekki alveg. Rockstar Starfsmenn Rockstar vita upp á sig sökina. Fyrirtækið hefur beðist afsökunar á ástandi leikjanna við útgáfu og gert eldri útgáfur leikjanna aftur aðgengilegar í gegnum söluforrit Rockstar en ekki á Steam en leikirnir voru fjarlægðir við útgáfu endurgerðanna. „Uppfærða útgáfa þessara klassísku leikja var ekki í samræmi við okkar eigin viðmið og gæðastjórnun, né þau viðmið sem aðdáendur okkar búast við,“ stóð meðal annars í yfirlýsingu Rockstar. Það að plásturinn hafi verið gefinn svo snemma út eftir útgáfu sýnir að hann hefur þegar verið í vinnslu. Samt var þríleikurinn gefinn út í því ástandi sem hann var og er í. Eldast ekkert allt of vel Eins og ég kom inn á fyrir nokkru, þegar ég skrifaði um Vice City í Klassíkinni á Vísi, þá eldist sá leikur ekkert allt of vel. Það á við alla þrjá leikina enda hefur ansi margt breyst á síðustu tveimur áratugum. Ef ég á að segja satt frá hef ég spilað San Andreas mest við undirbúning þessarar greinar. Það var á einhverjum tímapunkti þegar ég var að spila GTA 3 sem ég sagði við sjálfan mig: „Djöfulinn er ég að gera!“ og fór að einbeita mér að San Andreas. Við hljótum öll að vera sammála um að þann leik af þeim þremur munu flestir spila. Enda er hann langbestur. Allir leikirnir eldast tiltölulega illa en San Andreas er án efa bestur. Hann er eiginlega bara æðislegur, þó hann sé að mörgu leyti gjörsamlega óþolandi. Það er bara eitthvað svo gott við andrúmsloft leiksins, sögu og persónur sem kveikir í mér. Húmorinn alltaf æðislegur, eða í það minnsta oftast. Mögulega er nostalgían að ná tökum á mér en ég spilaði San Andreas sundur og saman í gamla daga. Eins og bráðnaðar plastfígúrur Byrjum á uppfærðri grafík leikjanna. Búið er að gefa leikjunum ákveðið teiknimynda-útlit, ef svo má að orði komast, en það kemur misvel út. Persónurnar geta verið sérstaklega undarlegar og margar hverjar líta út eins og plastfígúrur sem hafa bráðnað á einhverjum tímabpunkti. Upplausn leikjanna hefur auðvitað verið bætt til muna. Tré, verslanir og margt annað hefur verið tekið í gegn og fengið uppfærslu þegar kemur að smáatriðum. Mér finnst það þó enn galli að borgirnar, og þá sérstaklega Liverty City (GTA 3) og Vice City, virka tómar. Það vantar alla óreglu, rusl og slíkt. San Andreas lítur þó nokkuð betur út hvað þetta varðar. Nú er ég ekki mjög tæknilegur maður og á erfitt með að segja annað um lýsingu leikjanna en að hún sé skrítin. Leikirnir geta verið skringilega dökkir, eða of bjartir, sem segir reyndar gífurlega lítið. Vice City kemur þó hvað bestu út enda virkar nýja lýsingin vel fyrir andrúmsloftið þar. Rockstar Það versta er þó að San Andreas hefur tapað miklum sjarma. Með aukinni getu tölva er engin þoka í San Andreas til að hylja manni sýn, eins og var í gamla daga. Það lúkkar oft betur en þokan skapaði ákveðið andrúmsloft sem er nú horfið. Þá lítur þetta ekki vel út á flugi yfir svæðið. Eitt það allra versta sem var þó gert í endurútgáfunni var rigningin. Rigning var bókstaflega fáránleg og mér finnst ótrúlegt að hún hafi sloppið í gegnum gæðaeftirlit fyrir útgáfu leikjanna. Rigningin hefur verið lagfærð í fyrsta plástrinum en það hvernig hún var þykir mér til marks um að Rockstar hafi ekki sýnt þessari útgáfu mikinn áhuga. Hér má sjá ítarlega yfirferð sérfræðina Digital Foundry um endurútgáfu þríleiksins, þar sem kafað er dýpra í breytingarnar sem hafa verið gerðar á leikjunum. Endurbætur á spilun Auk betri upplausnar og slíkra breytinga er margt við leikina sem hefur verið fært til nútímans. Þar má helst nefna stýringu myndavélar og akstur. Mér finnst það mun betra en í minningunni og hjálpar manni mikið að skjóta á fólk úr bílum. Það er einnig búið að breyta bardagakerfi leikjanna og gera manni auðveldara að skjóta fólk á víðavangi. Breytingarnar taka mið af GTA V svo það er betra að miða á fólk og slíkt. Ég hef þó ítrekað lent í því að skjóta aðra en þá sem ég ætla mér en það er mögulega mér að kenna. Þetta er sérstaklega mikið vandamál í návígi og í slagsmálum. Það er auvðeldara að velja sér vopn og líka útvarpsstöðvar en þær breytingar taka sömuleiðis mið af GTA V. Í San Andreas er líka búið að bæta við sjálfvistunar-kerfi fyrir löng verkefni leiksins. Það er að maður getur byrjað upp á nýtt á verkefnum sem mistakast. Mér finnst það nýja kerfi þó ekki virka fullkomlega og ég hef lent í því að þurfa að ferðast þvert yfir kort leiksins til að byrja verkefni upp á nýtt, sem er óþolandi. Svindl eru enn til staðar, sem er frábært. Hér geta áhugasamir séð yfirlit IGN yfir margar breytingarnar frá upprunalegu útgáfunum og þeirra nýju. Þar á meðal góðar og slæmar. Samantekt-ish Það er augljóst að þríleikurinn hefði haft gott af nokkrum mánuðum af vinnu til viðbótar áður en leikirnir voru gefnir út. Ég verð þó að segja að San Andreas stendur eiginlega enn undir nafni. Þó GTA 3 og Vice City hafi ekki fangað mig hefur San Andreas gert það. Fyrri leikirnir tveir eldast mun verr en San Andreas og það er gott að yngri kynslóðir fái tækifæri til að upplifa þessa gömlu snilld. Það er frekar óþolandi þegar ókláraðir leikir eru gefnir út og það að Rockstar hafi gert það, gerir það eiginlega verra. Þar er fyrirtæki sem hefur lengi notið mikillar virðingar fyrir gæðavinnu. Það sem heldur öllum leikjunum þremur á lofti er þó frábær húmör og góð sögusköpun Rockstar. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Þessir þrír leikir eru mögulega með áhrifamestu tölvuleikjum síðustu ára en GTA 3 varð nýlega tvítugur. Ég veit ekki hvort það þurfi að útskýra Grand Theft Auto leikina en það er kannski best. Í stuttu máli sagt, þá setja spilarar sig í spor glæpamanna sem hafa oftar en ekki eitthvað til hefna sín fyrir og þurfa því að myrða fólk í massavís og safna peningum, vopnum og farartækjum. GTA 3 gerist í Liberty City (New York), Vice City gerist í Vice City (Miami) og San Andreas í San Andreas (Kaliforníu og Las Vegas). Leikirnir gerast allir í opnum heimi og eiga í raun stóran þátt í þróun opinna heima nútímans. Allir leikirnir þrír nutu gífurlegra vinsælda á sínum tíma. Það er erfitt að hrósa Rockstar fyrir þessa endurgerð, sem átti að vera besta útgáfa leikjanna en hún var í besta falli ókláruð við útgáfu, því leikirnir innihalda fjölda galla, bæði tæknilega og á spilun. Það er erfitt að átta sig á því hvernig þetta virðist gerast í trekk og trekk að leikir sem eru satt að segja varla tilbúnir eru gefnir út. Ég hef verið að spila leikina á PlayStation 5 en hef verið að lenda í merkilega miklu hökti og sérstaklega í San Andreas, sem er stærsti leikurinn. Hvernig það gerist í nýrri leikjatölvu í tuttugu til sautján ára tölvuleikjum skil ég ekki alveg. Rockstar Starfsmenn Rockstar vita upp á sig sökina. Fyrirtækið hefur beðist afsökunar á ástandi leikjanna við útgáfu og gert eldri útgáfur leikjanna aftur aðgengilegar í gegnum söluforrit Rockstar en ekki á Steam en leikirnir voru fjarlægðir við útgáfu endurgerðanna. „Uppfærða útgáfa þessara klassísku leikja var ekki í samræmi við okkar eigin viðmið og gæðastjórnun, né þau viðmið sem aðdáendur okkar búast við,“ stóð meðal annars í yfirlýsingu Rockstar. Það að plásturinn hafi verið gefinn svo snemma út eftir útgáfu sýnir að hann hefur þegar verið í vinnslu. Samt var þríleikurinn gefinn út í því ástandi sem hann var og er í. Eldast ekkert allt of vel Eins og ég kom inn á fyrir nokkru, þegar ég skrifaði um Vice City í Klassíkinni á Vísi, þá eldist sá leikur ekkert allt of vel. Það á við alla þrjá leikina enda hefur ansi margt breyst á síðustu tveimur áratugum. Ef ég á að segja satt frá hef ég spilað San Andreas mest við undirbúning þessarar greinar. Það var á einhverjum tímapunkti þegar ég var að spila GTA 3 sem ég sagði við sjálfan mig: „Djöfulinn er ég að gera!“ og fór að einbeita mér að San Andreas. Við hljótum öll að vera sammála um að þann leik af þeim þremur munu flestir spila. Enda er hann langbestur. Allir leikirnir eldast tiltölulega illa en San Andreas er án efa bestur. Hann er eiginlega bara æðislegur, þó hann sé að mörgu leyti gjörsamlega óþolandi. Það er bara eitthvað svo gott við andrúmsloft leiksins, sögu og persónur sem kveikir í mér. Húmorinn alltaf æðislegur, eða í það minnsta oftast. Mögulega er nostalgían að ná tökum á mér en ég spilaði San Andreas sundur og saman í gamla daga. Eins og bráðnaðar plastfígúrur Byrjum á uppfærðri grafík leikjanna. Búið er að gefa leikjunum ákveðið teiknimynda-útlit, ef svo má að orði komast, en það kemur misvel út. Persónurnar geta verið sérstaklega undarlegar og margar hverjar líta út eins og plastfígúrur sem hafa bráðnað á einhverjum tímabpunkti. Upplausn leikjanna hefur auðvitað verið bætt til muna. Tré, verslanir og margt annað hefur verið tekið í gegn og fengið uppfærslu þegar kemur að smáatriðum. Mér finnst það þó enn galli að borgirnar, og þá sérstaklega Liverty City (GTA 3) og Vice City, virka tómar. Það vantar alla óreglu, rusl og slíkt. San Andreas lítur þó nokkuð betur út hvað þetta varðar. Nú er ég ekki mjög tæknilegur maður og á erfitt með að segja annað um lýsingu leikjanna en að hún sé skrítin. Leikirnir geta verið skringilega dökkir, eða of bjartir, sem segir reyndar gífurlega lítið. Vice City kemur þó hvað bestu út enda virkar nýja lýsingin vel fyrir andrúmsloftið þar. Rockstar Það versta er þó að San Andreas hefur tapað miklum sjarma. Með aukinni getu tölva er engin þoka í San Andreas til að hylja manni sýn, eins og var í gamla daga. Það lúkkar oft betur en þokan skapaði ákveðið andrúmsloft sem er nú horfið. Þá lítur þetta ekki vel út á flugi yfir svæðið. Eitt það allra versta sem var þó gert í endurútgáfunni var rigningin. Rigning var bókstaflega fáránleg og mér finnst ótrúlegt að hún hafi sloppið í gegnum gæðaeftirlit fyrir útgáfu leikjanna. Rigningin hefur verið lagfærð í fyrsta plástrinum en það hvernig hún var þykir mér til marks um að Rockstar hafi ekki sýnt þessari útgáfu mikinn áhuga. Hér má sjá ítarlega yfirferð sérfræðina Digital Foundry um endurútgáfu þríleiksins, þar sem kafað er dýpra í breytingarnar sem hafa verið gerðar á leikjunum. Endurbætur á spilun Auk betri upplausnar og slíkra breytinga er margt við leikina sem hefur verið fært til nútímans. Þar má helst nefna stýringu myndavélar og akstur. Mér finnst það mun betra en í minningunni og hjálpar manni mikið að skjóta á fólk úr bílum. Það er einnig búið að breyta bardagakerfi leikjanna og gera manni auðveldara að skjóta fólk á víðavangi. Breytingarnar taka mið af GTA V svo það er betra að miða á fólk og slíkt. Ég hef þó ítrekað lent í því að skjóta aðra en þá sem ég ætla mér en það er mögulega mér að kenna. Þetta er sérstaklega mikið vandamál í návígi og í slagsmálum. Það er auvðeldara að velja sér vopn og líka útvarpsstöðvar en þær breytingar taka sömuleiðis mið af GTA V. Í San Andreas er líka búið að bæta við sjálfvistunar-kerfi fyrir löng verkefni leiksins. Það er að maður getur byrjað upp á nýtt á verkefnum sem mistakast. Mér finnst það nýja kerfi þó ekki virka fullkomlega og ég hef lent í því að þurfa að ferðast þvert yfir kort leiksins til að byrja verkefni upp á nýtt, sem er óþolandi. Svindl eru enn til staðar, sem er frábært. Hér geta áhugasamir séð yfirlit IGN yfir margar breytingarnar frá upprunalegu útgáfunum og þeirra nýju. Þar á meðal góðar og slæmar. Samantekt-ish Það er augljóst að þríleikurinn hefði haft gott af nokkrum mánuðum af vinnu til viðbótar áður en leikirnir voru gefnir út. Ég verð þó að segja að San Andreas stendur eiginlega enn undir nafni. Þó GTA 3 og Vice City hafi ekki fangað mig hefur San Andreas gert það. Fyrri leikirnir tveir eldast mun verr en San Andreas og það er gott að yngri kynslóðir fái tækifæri til að upplifa þessa gömlu snilld. Það er frekar óþolandi þegar ókláraðir leikir eru gefnir út og það að Rockstar hafi gert það, gerir það eiginlega verra. Þar er fyrirtæki sem hefur lengi notið mikillar virðingar fyrir gæðavinnu. Það sem heldur öllum leikjunum þremur á lofti er þó frábær húmör og góð sögusköpun Rockstar.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira