Einnig verður kosið um þjálfara ársins sem og markvörð ársins.
Í karlaflokki á franska stórliðið París Saint-Germain þrjá leikmenn af þeim 11 sem eru tilnefndir. Það eru þeir Kylian Mbappé, Neymar og að sjálfsögðu Lionel Messi. Portúgalinn Cristiano Ronaldo er einnig tilnefndur líkt og markamaskínan Robert Lewandowski sem og Evrópumeistaranum Jorginho.
Hér að neðan má sjá þá 11 sem eru tilfnendir:
- Karim Benzema (Frakkland, Real Madrid)
- Kevin De Bruyne (Belgía, Manchester City)
- Cristiano Ronaldo (Portúgal, Manchester United)
- Erling Braut Håland (Noregur, Borussia Dortmund)
- Jorginho (Ítalía, Chelsea)
- N´Golo Kanté (Frakkland, Chelsea)
- Robert Lewandowski (Pólland, Bayern München)
- Kylian Mbappé (Frakkland, París Saint-Germain)
- Lionel Messi (Argentína, París Saint-Grmain)
- Neymar (Brasilía, París Saint-Germain)
- Mohamed Salah (Egyptaland, Liverpool).

Í kvennaflokki eru alls 13 leikmenn tilnefndir. Fjórir koma frá Barcelona og þá vekur athygli að alls koma fjórar frá Norðurlöndunum Svíþjóð og Danmörku. Hér að neðan má sjá þær 13 sem eru tilnefndar sem leikmenn ársins af FIFA.
- Stina Blackstenius (Svíþjóð, Häcken)
- Aitana Bonmatí (Spánn, Barcelona)
- Lucy Bronze (England, Manchester City)
- Magdalena Eriksson (Svíþjóð, Chelsea)
- Caroline Graham Hansen (Noregur, Barcelona)
- Pernille Harder (Danmörk, Chelsea)
- Jennifer Hermoso (Spánn, Barcelona)
- Ji Soyun (Suður-Kórea, Chelsea)
- Sam Kerr (Ástralía, Chelsea)
- Vivianne Miedema (Holland, Arsenal)
- Alexia Putellas (Spánn, Barcelona)
- Christine Sinclair (Kanada, Portland Thorns)
- Ellen White (England, Manchester City).

Þeir sem koma til greina sem þjálfarar ársins í karlaflokki eru Antonio Conte (Inter Mílanó og Tottenham Hotspur), Hansi Flick (Bayern München og þýska landsliðið), Pep Guardiola (Manchester City), Roberto Mancini (Ítalía), Lionel Sebastián Scaloni (Argentína), Diego Simeone (Atlético Madrid) og Thomas Tuchel (Chelsea).
Í kvennaflokki koma þau Lluís Cortés (Barcelona), Peter Gerhardsson (Svíþjóð), Emma Hayes (Chelsea), Beverly Priestman (Kanada) og Sarina Wiegman (Holland og England) til greina.

Tilnefndir sem markverðir ársins eru Alisson Becker (Brasilía, Liverpool), Gianluigi Donnaumma (Ítalía, París Saint-Germain), Édouard Mendy (Senegal, Chelsea)
Manuel Neuer (Þýskaland, Bayern München) og Kasper Schmeichel (Danmörk, Leicester City).
Tilnefndar sem markverðir ársins eru Ann-Katrin Berger (Þýskaland, Chelsea), Christiane Endler (Síle, Lyon), Stephanie Lynn Marie Labbé (Kanada, París Saint-Germain), Hedvig Lindahl (Svíþjóð, Atlético Madrid) og Alyssa Naeher (Bandaríkin, Chicago Red Stars).
Opnað verður fyrir kosningar þann 10. desember næstkomandi og sigurvegarar tilkynntir þann 17. janúar 2022.