Fjör hjá Agnari í einangrun: „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert“ Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2021 08:30 Agnar Smári Jónsson gerði sér ýmislegt til dægradvalar, lokaður inni heima hjá sér í einangrun, en verður frelsinu eflaust feginn í dag. Handknattleiksmaðurinn Agnar Smári Jónsson losnar úr einangrun í dag eftir að hafa smitast af Covid-19. „Þræleðlileg“ innslög hans úr einangruninni, í Seinni bylgjunni í gærkvöld, vöktu mikla kátínu. Agnar Smári hefur misst af síðustu leikjum Vals vegna smitsins og sást því ekki í klippunum sem sýndar voru í Seinni bylgjunni úr sigri Vals gegn Aftureldingu. Hann var engu að síður áberandi í þættinum því reglulega sendi þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson boltann heim til Agnars Smára til að komast að því hvað hann væri að bardúsa á lokakafla einangrunarinnar. „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert,“ sagði Agnar Smári í einu innslaginu, eftir að hafa gripið í rakvélina og farið í hársnyrtingu sem hann var á endanum ekkert sérstaklega stoltur af. Klippa: Seinni bylgjan - Agnar Smári í stuði í einangrun Agnar var einnig duglegur að taka dansspor, bæði í diskófötum og fáum fötum, skellti sér á þrekhjólið, skreytti svalirnar, og virtist skemmta sér hið besta þó að eflaust verði hann frelsinu feginn í dag. „Svo segir fólk að það sé leiðinlegt að lenda í sóttkví og einangrun…“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, annar af sérfræðingum þáttarins í gær. „Reyndar hafði ég smá áhyggjur þegar hann tók rakvél og fór að raka á sér hausinn. Svo tekur hann bara varalitinn næst og hríðskotabyssuna. Bara búinn að missa vitið,“ sagði Jóhann hlæjandi en skemmtilega samantekt með innslögum Agnars má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
Agnar Smári hefur misst af síðustu leikjum Vals vegna smitsins og sást því ekki í klippunum sem sýndar voru í Seinni bylgjunni úr sigri Vals gegn Aftureldingu. Hann var engu að síður áberandi í þættinum því reglulega sendi þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson boltann heim til Agnars Smára til að komast að því hvað hann væri að bardúsa á lokakafla einangrunarinnar. „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert,“ sagði Agnar Smári í einu innslaginu, eftir að hafa gripið í rakvélina og farið í hársnyrtingu sem hann var á endanum ekkert sérstaklega stoltur af. Klippa: Seinni bylgjan - Agnar Smári í stuði í einangrun Agnar var einnig duglegur að taka dansspor, bæði í diskófötum og fáum fötum, skellti sér á þrekhjólið, skreytti svalirnar, og virtist skemmta sér hið besta þó að eflaust verði hann frelsinu feginn í dag. „Svo segir fólk að það sé leiðinlegt að lenda í sóttkví og einangrun…“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, annar af sérfræðingum þáttarins í gær. „Reyndar hafði ég smá áhyggjur þegar hann tók rakvél og fór að raka á sér hausinn. Svo tekur hann bara varalitinn næst og hríðskotabyssuna. Bara búinn að missa vitið,“ sagði Jóhann hlæjandi en skemmtilega samantekt með innslögum Agnars má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira