Hrista upp í skipulagi Icelandair Group til að bregðast við breyttri heimsmynd Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2021 11:02 Sölu- og þjónustusviði verður skipt upp í tvö svið. Vísir/Vilhelm Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi Icelandair Group þar sem markmiðið að vera með enn skýrari áherslu á stefnu félagsins þegar kemur að sjálfbærum vexti, stafrænni umbreytingu og áherslu á upplifun viðskiptavina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem birt var í Kauphöll rétt í þessu. Þar segir meðal annars að sölu- og þjónustusviði verði skipt upp í tvö svið - svið þjónustu- og markaðsmála annars vegar og svið leiðakerfis og sölu. Tómas Ingason, framkvæmdalstjóri viðskiptaþróunar og stafrænnar umbreytingar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þess síðarnefnda en til stendur að auglýsa eftir framkvæmdastjóra sviðs þjónustu- og markaðsmála. Ekki er langt síðanað tilkynnt var að Birna Ósk Einarsdóttir hafi hætt sem framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Icelandair Group. Um skiptingu á sölu- og þjónustusviði í tvö svið segir í tilkynningunni: „Annars vegar er um að ræða svið sem leggur áherslu á upplifun viðskiptavina ásamt því að styrkja Icelandair vörumerkið enn frekar. Framkvæmdastjóri þjónustu- og markaðsmála (e. Chief Customer Officer) mun leiða þetta svið. Hins vegar er um að ræða svið sem leggur áherslu á tekjumyndun félagsins og verður leitt af framkvæmdastjóra leiðakerfis og sölu (e. Chief Revenue Officer). Hið síðarnefnda mun sameina allar tekjudrifnar einingar félagsins, þ.e. stjórnun leiðakerfis, tekjustýringu og sölu. Stafræn umbreyting forgangsmál Svið stafrænnar þróunar mun setja enn meiri áherslu á stafræna umbreytingu félagsins og verður leitt af framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar (e. Chief Digital Officer). Þetta svið mun styðja við allar einingar félagsins í þeirri vegferð að stuðla að einföldu og ánægjulegu ferðalagi fyrir viðskiptavini Icelandair og leggja grunninn að bættri nýtingu gagna við ákvarðanatöku innan félagsins. Skýr áhersla á sjálfbærni og stefnumótun Sjálfbærni er einn af þeim þáttum sem er í forgrunni í langtímastefnu félagsins. Þetta svið verður styrkt enn frekar og staðsett á skrifstofu forstjóra ásamt stefnumótun félagsins. Framkvæmdastjórar Icelandair Cargo og Loftleiða-Icelandic verða áfram fulltrúar þessara dótturfélaga í framkvæmdastjórn. Starfsemi þessara félaga skapar mikilvæga virðisaukningu í flugrekstri félagsins með því að nýta tækifæri í fraktflutningum og leiguflugi. Þá eru þessi félög mikilvæg til að draga úr árstíðasveiflu í rekstri Icelandair Group. Tómas Ingason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri leiðakerfis og sölu (e. Chief Revenue Officer).Icelandair Tómas Ingason ráðinn framkvæmdastjóri leiðakerfis og sölu Tómas Ingason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri leiðakerfis og sölu (e. Chief Revenue Officer). Tómas hefur verið framkvæmdalstjóri viðskiptaþróunar og stafrænnar umbreytingar síðan hann kom aftur til liðs við Icelandair á árinu 2019. Hann var framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs WOW air á árunum 2018-2019 og forstöðumaður stafrænnar framtíðar hjá Arion banka á árunum 2016 til 2018. Þá var hann framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá WOW air á árinu 2014. Fyrir þann tíma var hann ráðgjafi hjá Bain & Company í Kaupmannahöfn og starfaði sem forstöðumaður tekjustýringar og verðlagningar hjá Icelandair til margra ára. Tómas er með MBA gráðu frá MIT Sloan School of Management í Boston, MSc. gráðu í verkfræði með áherslu á aðfangakeðjur og flugfélög sem og BSc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Ráðningarferli framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsmála og framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar hefst nú þegar,“ segir í tilkynningunni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Egill Aðalsteinsson Breytt heimsmynd Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að félagið búi við breytta heimsmynd vegna áhrifa faraldursins og standi frammi fyrir nauðsyn þess að leggjast öll á eitt til að tryggja sjálfbæra framtíð. „Með skýrri framtíðarsýn og stefnu Icelandair sem studd er með nýju skipulagi félagsins, erum við vel í stakk búin til að takast á við þennan nýja veruleika. Við ætlum okkur að ná árangri til framtíðar með því að tryggja sjálfbæran vöxt félagsins, halda áfram að reka öflugt og sveigjanlegt leiðakerfi, stuðla að framúrskarandi rekstri á öllum sviðum og halda áfram í stafrænni umbreytingu. Undirstaða þessa er reynslumikið og öflugt starfsfólk og sterk fyrirtækjamenning þar sem upplifun viðskiptavinarins er kjarninn í öllu okkar starfi sem og áherslan á framlag okkar til íslensks samfélags, efnahagslífs og umhverfis,” er haft eftir Boga Nils. Icelandair Fréttir af flugi Vistaskipti Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem birt var í Kauphöll rétt í þessu. Þar segir meðal annars að sölu- og þjónustusviði verði skipt upp í tvö svið - svið þjónustu- og markaðsmála annars vegar og svið leiðakerfis og sölu. Tómas Ingason, framkvæmdalstjóri viðskiptaþróunar og stafrænnar umbreytingar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þess síðarnefnda en til stendur að auglýsa eftir framkvæmdastjóra sviðs þjónustu- og markaðsmála. Ekki er langt síðanað tilkynnt var að Birna Ósk Einarsdóttir hafi hætt sem framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Icelandair Group. Um skiptingu á sölu- og þjónustusviði í tvö svið segir í tilkynningunni: „Annars vegar er um að ræða svið sem leggur áherslu á upplifun viðskiptavina ásamt því að styrkja Icelandair vörumerkið enn frekar. Framkvæmdastjóri þjónustu- og markaðsmála (e. Chief Customer Officer) mun leiða þetta svið. Hins vegar er um að ræða svið sem leggur áherslu á tekjumyndun félagsins og verður leitt af framkvæmdastjóra leiðakerfis og sölu (e. Chief Revenue Officer). Hið síðarnefnda mun sameina allar tekjudrifnar einingar félagsins, þ.e. stjórnun leiðakerfis, tekjustýringu og sölu. Stafræn umbreyting forgangsmál Svið stafrænnar þróunar mun setja enn meiri áherslu á stafræna umbreytingu félagsins og verður leitt af framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar (e. Chief Digital Officer). Þetta svið mun styðja við allar einingar félagsins í þeirri vegferð að stuðla að einföldu og ánægjulegu ferðalagi fyrir viðskiptavini Icelandair og leggja grunninn að bættri nýtingu gagna við ákvarðanatöku innan félagsins. Skýr áhersla á sjálfbærni og stefnumótun Sjálfbærni er einn af þeim þáttum sem er í forgrunni í langtímastefnu félagsins. Þetta svið verður styrkt enn frekar og staðsett á skrifstofu forstjóra ásamt stefnumótun félagsins. Framkvæmdastjórar Icelandair Cargo og Loftleiða-Icelandic verða áfram fulltrúar þessara dótturfélaga í framkvæmdastjórn. Starfsemi þessara félaga skapar mikilvæga virðisaukningu í flugrekstri félagsins með því að nýta tækifæri í fraktflutningum og leiguflugi. Þá eru þessi félög mikilvæg til að draga úr árstíðasveiflu í rekstri Icelandair Group. Tómas Ingason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri leiðakerfis og sölu (e. Chief Revenue Officer).Icelandair Tómas Ingason ráðinn framkvæmdastjóri leiðakerfis og sölu Tómas Ingason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri leiðakerfis og sölu (e. Chief Revenue Officer). Tómas hefur verið framkvæmdalstjóri viðskiptaþróunar og stafrænnar umbreytingar síðan hann kom aftur til liðs við Icelandair á árinu 2019. Hann var framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs WOW air á árunum 2018-2019 og forstöðumaður stafrænnar framtíðar hjá Arion banka á árunum 2016 til 2018. Þá var hann framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá WOW air á árinu 2014. Fyrir þann tíma var hann ráðgjafi hjá Bain & Company í Kaupmannahöfn og starfaði sem forstöðumaður tekjustýringar og verðlagningar hjá Icelandair til margra ára. Tómas er með MBA gráðu frá MIT Sloan School of Management í Boston, MSc. gráðu í verkfræði með áherslu á aðfangakeðjur og flugfélög sem og BSc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Ráðningarferli framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsmála og framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar hefst nú þegar,“ segir í tilkynningunni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Egill Aðalsteinsson Breytt heimsmynd Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að félagið búi við breytta heimsmynd vegna áhrifa faraldursins og standi frammi fyrir nauðsyn þess að leggjast öll á eitt til að tryggja sjálfbæra framtíð. „Með skýrri framtíðarsýn og stefnu Icelandair sem studd er með nýju skipulagi félagsins, erum við vel í stakk búin til að takast á við þennan nýja veruleika. Við ætlum okkur að ná árangri til framtíðar með því að tryggja sjálfbæran vöxt félagsins, halda áfram að reka öflugt og sveigjanlegt leiðakerfi, stuðla að framúrskarandi rekstri á öllum sviðum og halda áfram í stafrænni umbreytingu. Undirstaða þessa er reynslumikið og öflugt starfsfólk og sterk fyrirtækjamenning þar sem upplifun viðskiptavinarins er kjarninn í öllu okkar starfi sem og áherslan á framlag okkar til íslensks samfélags, efnahagslífs og umhverfis,” er haft eftir Boga Nils.
Icelandair Fréttir af flugi Vistaskipti Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira