Lífeyrissjóðirnir öskra á mikla arðsemi á kostnað neytenda og heimila! Vilhjálmur Birgisson skrifar 23. nóvember 2021 13:31 Nú liggur fyrir að lífeyrissjóðir eiga 6410 milljarða og þar af eru 4153 milljarðar inní íslensku efnahagskerfi og þessi innlenda eign sjóðanna öskrar á arðsemi og ávöxtun. Ætlar einhver að halda því fram að það sé til hagsbóta fyrir íslenska neytendur og heimili að lífeyrissjóðirnir eigi 4153 milljarða inní íslensku samfélagi sem öskrar á arðsemi og mikla ávöxtun eins og áður sagði. Lífeyrissjóðir launafólks eiga t.d. um eða yfir 50% af öllum skráðum félögum í kauphöllinni og hefur innlend hlutabréfaeign sjóðanna aukist um næstum 400 milljarða á einu ári. Skoðum samkeppnina sem íslenskum neytendum er boðið uppá í þessu rammspillta umhverfi. Byrjum á tryggingarmarkaðnum þar sem iðgjöld hafa hækkað á neytendur gríðarlega að undanförnu. Lífeyrissjóðirnir eiga í tryggingarfélögunum með eftirfarandi hætti: Vís: 48,9% Sjóvá: 48,3% Tryggingarmiðstöðin: 47,1% Halda menn virkilega að þarna ríki einhver samkeppni neytendum til góðs? Rifjum t.d. upp athugasemd frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda sem bentu á að á hluthafafundi 19. október hafi verið samþykkt að hirða 2,5 milljarða af viðskiptavinum Sjóvá. Nei, að sjálfsögðu er ekki nokkur samkeppni í gangi á milli tryggingarfélaganna enda blasir það við að þegar nánast einn og sami aðilinn á um 50% í öllum tryggingarfélögunum. En tryggingar er stór kostnaðarliður fyrir heimili og neytendur í þessu landi. Hvað með matvörumarkaðinn og olíumarkaðinn halda menn eina einustu mínútu að þar ríki alvöru samkeppni neytendum til hagsbóta, skoðum hvað lífeyrissjóðirnir eiga í Högum og Festi. En Hagar eiga t.d. Bónus, Hagkaup og Olís og Festi á Krónuna, Elko og N1. Eignarhlutur lífeyrissjóðanna er eftirfarandi: Hagar: 71,15% Festi: 67,04% Halda menn líka að þessi sjóðasöfnun lífeyrissjóðanna hér innlands sé til hagsbóta fyrir launafólk, neytendur, heimili og fyrirtækin. Þetta birtist í því að hér ríkir alls engin samkeppni sem bitnar illilega á neytendum í hærra vöruverði, launum er haldið niðri enda öskra lífeyrissjóðirnir á arð og ávöxtun og segja meira að segja að þeirra eina hlutverk sé að hámarka arðsemi iðgjalda sjóðsfélaga. En er alveg sama hvernig það er gert? Er t.d. eðlilegt að hér ríki engin samkeppni sem bitnar á neytendum og það má líkja þessu við að launafólk sem þarf lögbundið að greiða inn í lífeyrissjóðina í hverjum einasta mánuði sé lúbarið á meðan það er á vinnumarkaði til að standa undir grenjandi arðsemiskröfu lífeyrissjóðanna, og svo þegar það loksins kemst á töku lífeyris þá er lífeyriskerfið búið að leika það svo grátt á meðan það var á vinnumarkaði að það stendur vart undir sér. Tökum nýlegt dæmi um hvernig arðssemisgræðgi birtist launafólki og neytendum en þegar kom í ljós að launafólk eigi hugsanlegan rétt til að fá nokkra þúsundkalla í formi hagvaxtarauka sem samið var um í síðustu samningum þá kom forstjóri Festa og sagði ef hagvaxtaraukin verður greiddur út þarf annaðhvort að hækka vöruverð eða reka fólk. Já, forstjóri sem stýrir fyrirtæki sem launafólk hér á landi á upp undir 70% í hótar að reka fólk eða hækka vöruverð ef það á að standa við að hækka laun samkvæmt kjarasamningum. Hvar er verkalýðshreyfingin? og hví í ósköpunum lætur hún þetta ofbeldi yfir sig ganga í ljósi þess að þetta eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga meirihluta í þessum fyrirtækjum. Nei, það er eitthvað stórundarlegt að byggja þetta kerfi upp með þessum hætti þar sem hagsmunir launafólks, neytenda og heimila er fótumtroðnir í formi fákeppni, einokunar, hás vörðuverðs, verðtryggingar okurvaxta og kaupgjaldi haldið niðri allt þess að þjóna arðssemiskröfu lífeyrissjóðanna. galið.is. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Lífeyrissjóðir Kjaramál Tryggingar Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að lífeyrissjóðir eiga 6410 milljarða og þar af eru 4153 milljarðar inní íslensku efnahagskerfi og þessi innlenda eign sjóðanna öskrar á arðsemi og ávöxtun. Ætlar einhver að halda því fram að það sé til hagsbóta fyrir íslenska neytendur og heimili að lífeyrissjóðirnir eigi 4153 milljarða inní íslensku samfélagi sem öskrar á arðsemi og mikla ávöxtun eins og áður sagði. Lífeyrissjóðir launafólks eiga t.d. um eða yfir 50% af öllum skráðum félögum í kauphöllinni og hefur innlend hlutabréfaeign sjóðanna aukist um næstum 400 milljarða á einu ári. Skoðum samkeppnina sem íslenskum neytendum er boðið uppá í þessu rammspillta umhverfi. Byrjum á tryggingarmarkaðnum þar sem iðgjöld hafa hækkað á neytendur gríðarlega að undanförnu. Lífeyrissjóðirnir eiga í tryggingarfélögunum með eftirfarandi hætti: Vís: 48,9% Sjóvá: 48,3% Tryggingarmiðstöðin: 47,1% Halda menn virkilega að þarna ríki einhver samkeppni neytendum til góðs? Rifjum t.d. upp athugasemd frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda sem bentu á að á hluthafafundi 19. október hafi verið samþykkt að hirða 2,5 milljarða af viðskiptavinum Sjóvá. Nei, að sjálfsögðu er ekki nokkur samkeppni í gangi á milli tryggingarfélaganna enda blasir það við að þegar nánast einn og sami aðilinn á um 50% í öllum tryggingarfélögunum. En tryggingar er stór kostnaðarliður fyrir heimili og neytendur í þessu landi. Hvað með matvörumarkaðinn og olíumarkaðinn halda menn eina einustu mínútu að þar ríki alvöru samkeppni neytendum til hagsbóta, skoðum hvað lífeyrissjóðirnir eiga í Högum og Festi. En Hagar eiga t.d. Bónus, Hagkaup og Olís og Festi á Krónuna, Elko og N1. Eignarhlutur lífeyrissjóðanna er eftirfarandi: Hagar: 71,15% Festi: 67,04% Halda menn líka að þessi sjóðasöfnun lífeyrissjóðanna hér innlands sé til hagsbóta fyrir launafólk, neytendur, heimili og fyrirtækin. Þetta birtist í því að hér ríkir alls engin samkeppni sem bitnar illilega á neytendum í hærra vöruverði, launum er haldið niðri enda öskra lífeyrissjóðirnir á arð og ávöxtun og segja meira að segja að þeirra eina hlutverk sé að hámarka arðsemi iðgjalda sjóðsfélaga. En er alveg sama hvernig það er gert? Er t.d. eðlilegt að hér ríki engin samkeppni sem bitnar á neytendum og það má líkja þessu við að launafólk sem þarf lögbundið að greiða inn í lífeyrissjóðina í hverjum einasta mánuði sé lúbarið á meðan það er á vinnumarkaði til að standa undir grenjandi arðsemiskröfu lífeyrissjóðanna, og svo þegar það loksins kemst á töku lífeyris þá er lífeyriskerfið búið að leika það svo grátt á meðan það var á vinnumarkaði að það stendur vart undir sér. Tökum nýlegt dæmi um hvernig arðssemisgræðgi birtist launafólki og neytendum en þegar kom í ljós að launafólk eigi hugsanlegan rétt til að fá nokkra þúsundkalla í formi hagvaxtarauka sem samið var um í síðustu samningum þá kom forstjóri Festa og sagði ef hagvaxtaraukin verður greiddur út þarf annaðhvort að hækka vöruverð eða reka fólk. Já, forstjóri sem stýrir fyrirtæki sem launafólk hér á landi á upp undir 70% í hótar að reka fólk eða hækka vöruverð ef það á að standa við að hækka laun samkvæmt kjarasamningum. Hvar er verkalýðshreyfingin? og hví í ósköpunum lætur hún þetta ofbeldi yfir sig ganga í ljósi þess að þetta eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga meirihluta í þessum fyrirtækjum. Nei, það er eitthvað stórundarlegt að byggja þetta kerfi upp með þessum hætti þar sem hagsmunir launafólks, neytenda og heimila er fótumtroðnir í formi fákeppni, einokunar, hás vörðuverðs, verðtryggingar okurvaxta og kaupgjaldi haldið niðri allt þess að þjóna arðssemiskröfu lífeyrissjóðanna. galið.is. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun