Þá hafa millinöfnin Eldhamar og Kaldakvísl hlotið náð fyrir augum nefndarinnar.
Geitin var hafnað með þeim rökum að ekki væri hefð fyrir því að nöfn bæru ákveðinn greini en Frostsólarún á þeim forsendum að um væri að ræða þríliða nafn, samsett úr þremur rótum.
Heiðr var hafnað vegna þess að það telst ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls að rita nefnifallsmynd nafnsins án a. Ullr var hins vegar samþykkt með vísan til þess að nafnið kæmi fyrir í þessari ritmynd í „alþekktum útgáfum á Eddukvæðum“ og því teldist nafnið hafa unnið sér menningarhelgi samkvæmt vinnulagsreglum mannanafnanefndar.