Í síðustu var það nýr bakvörður en að þessu sinni styrkja ÍR-ingar sig undir körfunni með samningi við Semple.
CCAA Men s Basketball All-Conference first team: Jordan Semple pic.twitter.com/eOTWusQQPh
— CCAA (@goccaa) March 5, 2015
Skotbakvörðurinn Igor Maric kom til ÍR í síðustu viku og spilaði sinn fyrsta leik í sannfærandi sigri á KR-ingum. Maric var með 12 stig og 5 fráköst á móti KR.
Jordan Semple 29 ára gamall og 201 sentimetra franskur kraftframherji sem síðast lék fyrir Kataja í finnsku úrvalsdeildinni. Tölur hans í Finnlandi voru 12,3 stig og 7,2 fráköst leik á síðustu leiktíð en tímabilið á undan var hann með 16,2 stig og 9.7 fráköst í leik með Jamtland í sænsku deildinni.
Hinn reynslumikli Semple er nú að fara að spila í sjötta landinu á sjö tímabilum en hann var á Spáni 2015-16, í Búlgaríu 2016-17, í Frakklandi 2018-19, í Svíþjóð 2019-20 og svo í Finnlandi í fyrra.
Alumni Update Series
— Chico State Men's Basketball (@ChicoState_MBB) February 11, 2020
One of Chico State s all-time greats continues successful professional career in Sweden. Jordan Semple ( 15) plays for Jamtland Basket in the Swedish Basketligan. Jordan continues to post impressive # s of 16.1p, 9.9r, 2.3a, and 1.3b#WildcatsInThePros pic.twitter.com/zBiP6GV2wQ
Friðrik Ingi Rúnarsson tók við ÍR-liðinu á dögunum og er greinilega byrjaður að taka vel til í leikmannahópnum sínum.
Karfan.is segir nefnilega frá því að ÍR-ingar hafi einnig sagt upp samningi sínum við bandaríska bakvörðinn Shakir Marwan Smith.
Smith er með 15,1 stig og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik og var með 25 framlagsstig í sigurleiknum á KR.
Svo gæti því farið að ÍR-ingar mæti með nýjan erlendan leikmann þriðju vikuna í röð þegar Subway-deildin fer aftur af stað eftir landsleikjahlé.