Mildaður dómur í barnaníðsmáli vekur reiði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2021 08:42 Kynferðisofbeldi gegn börnum er hvergi tíðara en á Indlandi. AP/Rafiq Maqbool Áfrýjunardómstóll á Indlandi hefur mildað dóm yfir manni sem var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa neytt tíu ára dreng til að hafa við sig munnmök. Dómurinn féll degi áður en hæstiréttur landsins felldi úr gildi dóm þar sem maður hafði verið sýknaður af kynferðisbrotum gegn tólf ára stúlku þar sem „húð mætti ekki húð“. Í fyrra málinu voru atvik þannig að maðurinn heimsótti heimili drengsins árið 2016 og tók hann með sér í musteri, þar sem hann misnotaði hann. Greiddi maðurinn dregnum 20 rúpíur, um 35 krónur, fyrir að þegja um árásina og hótaði honum illu ef hann gerði það ekki. Maðurinn var í ágúst 2018 dæmdur fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn drengnum með vísan til ákvæða löggjafar sem ætlað er að vernda börn gegn kynferðisbrotum. Var hann dæmdur í tíu ára fangelsi. Áfrýjunardómstóllinn mildaði hins vegar dóminn í sjö ára fangelsi, á þeim forsendum að brotið hefði ekki verið jafn alvarlegt og undirréttur komst að niðurstöðu um. Lögspekingar gagnrýna hins vegar ákvörðun áfrýjunardómstólsins, þar sem fyrrnefnd löggjöf kveður á um að eitt þeirra skilyrða sem geri brot alvarlegt sé að þolandinn sé undir 12 ára. Dómurinn, sem komst í fréttirnar á dögunum, hefur vakið mikla hneykslan á samfélagsmiðlum og hafa gagnrýnendur meðal annars bent á að í ákvörðun hæstaréttar í máli stúlkunnar hafi það verið niðurstaða dómstólsins að dómarar ættu að horfa til þess hvort brotið var framið í kynferðislegum tilgangi en ekki einblína á smáatriði brotsins sem slíks. Þingmaðurinn Mahua Moitra er meðal þeirra sem eru óánægðir með dóminn og segir ákvarðanir á borð við þessa verða til þess að útvatna löggjöfina, sem var ætla að vernda börn. Hvergi í heiminum er kynferðisofbeldi gegn börnum tíðara en á Indlandi. Í fyrra voru 43 þúsund tilvik skráð, sem jafngildir því að brot sé framið á 12 mínútna fresti. BBC greindi frá. Indland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Í fyrra málinu voru atvik þannig að maðurinn heimsótti heimili drengsins árið 2016 og tók hann með sér í musteri, þar sem hann misnotaði hann. Greiddi maðurinn dregnum 20 rúpíur, um 35 krónur, fyrir að þegja um árásina og hótaði honum illu ef hann gerði það ekki. Maðurinn var í ágúst 2018 dæmdur fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn drengnum með vísan til ákvæða löggjafar sem ætlað er að vernda börn gegn kynferðisbrotum. Var hann dæmdur í tíu ára fangelsi. Áfrýjunardómstóllinn mildaði hins vegar dóminn í sjö ára fangelsi, á þeim forsendum að brotið hefði ekki verið jafn alvarlegt og undirréttur komst að niðurstöðu um. Lögspekingar gagnrýna hins vegar ákvörðun áfrýjunardómstólsins, þar sem fyrrnefnd löggjöf kveður á um að eitt þeirra skilyrða sem geri brot alvarlegt sé að þolandinn sé undir 12 ára. Dómurinn, sem komst í fréttirnar á dögunum, hefur vakið mikla hneykslan á samfélagsmiðlum og hafa gagnrýnendur meðal annars bent á að í ákvörðun hæstaréttar í máli stúlkunnar hafi það verið niðurstaða dómstólsins að dómarar ættu að horfa til þess hvort brotið var framið í kynferðislegum tilgangi en ekki einblína á smáatriði brotsins sem slíks. Þingmaðurinn Mahua Moitra er meðal þeirra sem eru óánægðir með dóminn og segir ákvarðanir á borð við þessa verða til þess að útvatna löggjöfina, sem var ætla að vernda börn. Hvergi í heiminum er kynferðisofbeldi gegn börnum tíðara en á Indlandi. Í fyrra voru 43 þúsund tilvik skráð, sem jafngildir því að brot sé framið á 12 mínútna fresti. BBC greindi frá.
Indland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent