„Fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2021 11:36 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir enga ástæðu til að hræðast nýtt afbrigði kórónuveirunnar að svo stöddu. Það sé enn ekki orðið svo útbreitt. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að fara að skipuleggja hertar aðgerðir vegna fregna af nýju skæðu afbrigði kórónuveirunnar. Evrópusambandið hefur boðað flugbann frá svæðum þar sem afbrigðið hefur skotið upp kollinum. Nýja afbrigðið kallast nú B.1.1.529 og hefur greinst víða um Suður-Afríku að undanförnu. Minnst 77 tilfelli afbrigðisins hafa verið staðfest þar. Menn óttast að það sé bæði smitnæmara og mögulega líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans. Þórólfur segir nýja afbrigðið áhyggjuefni en telur ekki tímabært að fara að skipuleggja einhverjar aðgerðir vegna þess. „Það er ákveðið áhyggjuefni en við skulum bara bíða róleg og sjá hvernig þetta verður. Það eru mjög margir að fjalla um þetta og menn eru að skoða hversu alvarlegra þetta afbrigði er en önnur afbrigði,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Klippa: Þórólfur um nýtt afbrigði Covid „Ég minni líka á það að við erum með ákveðnar aðgerðir á landamærunum hér sem aðrir eru ekki með. Við líka raðgreinum allar veirur hér sem greinast sem aðrir gera ekki þannig að ég held að við séum ágætlega undirbúin til að taka á móti ef þetta skyldi koma hingað. Auðvitað sjáum við bara til og það er alveg hugsanlegt ef þróunin verður eitthvað óhagstæð að við þurfum að grípa til einhverra harðari aðgerða á landamærunum, en við skulum bara sjá til.“ Ekki tilefni til að stoppa flug Hann segir afbrigðið enn ekki hafa greinst hér á landi. Hann telur þá ekki ástæðu til að grípa til hertari aðgerða á landamærum, afbrigðið sé ekki orðið svo útbreitt. „Það eru nokkrar þjóðir sem eru að stoppa beint flug frá þessum svæðum þar sem þetta hefur greinst en það er ekkert beint flug frá okkur þannig að ég held að þær aðgerðir sem við erum með séu bara nokkuð góðar þannig að við skulum bara sjá aðeins til og anda rólega,“ segir Þórólfur. Klippa: Varar fólk við að tapa sér í umræðunni Hann varar fólk við því að „tapa sér í umræðunni“. „Það er fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna. Við förum ekkert að setja okkur plön og fara langt fram úr sér. Ég minni líka á að það hafa áður komið upp afbrigði sem við höfum haft áhyggjur af. Áður hefur komið upp afbrigði til dæmis í Suður-Afríku, Brasilíu og fleiri stöðum sem maður hefur haft áhyggjur af og sem virutst vera mun verri en varð síðan ekkert úr,“ segir Þórólfur. „Við þurfum að sjá til og tapa okkur ekki í umræðunni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 149 greindust með Covid-19 í gær 149 greindust með Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 92 fullbólusettir og 57 óbólusettir. 26. nóvember 2021 11:00 ESB boðar flugbann og WHO fundar um nýja afbrigðið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, greindi frá því á Twitter í morgun að framkvæmdastjórnin myndi leggja til, í samráði við aðildarríki sambandsins, að banna flug frá suðurhluta Afríku. 26. nóvember 2021 10:31 Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58 Mest lesið Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Nýja afbrigðið kallast nú B.1.1.529 og hefur greinst víða um Suður-Afríku að undanförnu. Minnst 77 tilfelli afbrigðisins hafa verið staðfest þar. Menn óttast að það sé bæði smitnæmara og mögulega líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans. Þórólfur segir nýja afbrigðið áhyggjuefni en telur ekki tímabært að fara að skipuleggja einhverjar aðgerðir vegna þess. „Það er ákveðið áhyggjuefni en við skulum bara bíða róleg og sjá hvernig þetta verður. Það eru mjög margir að fjalla um þetta og menn eru að skoða hversu alvarlegra þetta afbrigði er en önnur afbrigði,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Klippa: Þórólfur um nýtt afbrigði Covid „Ég minni líka á það að við erum með ákveðnar aðgerðir á landamærunum hér sem aðrir eru ekki með. Við líka raðgreinum allar veirur hér sem greinast sem aðrir gera ekki þannig að ég held að við séum ágætlega undirbúin til að taka á móti ef þetta skyldi koma hingað. Auðvitað sjáum við bara til og það er alveg hugsanlegt ef þróunin verður eitthvað óhagstæð að við þurfum að grípa til einhverra harðari aðgerða á landamærunum, en við skulum bara sjá til.“ Ekki tilefni til að stoppa flug Hann segir afbrigðið enn ekki hafa greinst hér á landi. Hann telur þá ekki ástæðu til að grípa til hertari aðgerða á landamærum, afbrigðið sé ekki orðið svo útbreitt. „Það eru nokkrar þjóðir sem eru að stoppa beint flug frá þessum svæðum þar sem þetta hefur greinst en það er ekkert beint flug frá okkur þannig að ég held að þær aðgerðir sem við erum með séu bara nokkuð góðar þannig að við skulum bara sjá aðeins til og anda rólega,“ segir Þórólfur. Klippa: Varar fólk við að tapa sér í umræðunni Hann varar fólk við því að „tapa sér í umræðunni“. „Það er fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna. Við förum ekkert að setja okkur plön og fara langt fram úr sér. Ég minni líka á að það hafa áður komið upp afbrigði sem við höfum haft áhyggjur af. Áður hefur komið upp afbrigði til dæmis í Suður-Afríku, Brasilíu og fleiri stöðum sem maður hefur haft áhyggjur af og sem virutst vera mun verri en varð síðan ekkert úr,“ segir Þórólfur. „Við þurfum að sjá til og tapa okkur ekki í umræðunni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 149 greindust með Covid-19 í gær 149 greindust með Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 92 fullbólusettir og 57 óbólusettir. 26. nóvember 2021 11:00 ESB boðar flugbann og WHO fundar um nýja afbrigðið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, greindi frá því á Twitter í morgun að framkvæmdastjórnin myndi leggja til, í samráði við aðildarríki sambandsins, að banna flug frá suðurhluta Afríku. 26. nóvember 2021 10:31 Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58 Mest lesið Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
149 greindust með Covid-19 í gær 149 greindust með Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 92 fullbólusettir og 57 óbólusettir. 26. nóvember 2021 11:00
ESB boðar flugbann og WHO fundar um nýja afbrigðið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, greindi frá því á Twitter í morgun að framkvæmdastjórnin myndi leggja til, í samráði við aðildarríki sambandsins, að banna flug frá suðurhluta Afríku. 26. nóvember 2021 10:31
Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58