Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem vinnur að því að ná til aðstandenda hennar.
Konan var á gangi upp úr klukkan hálf níu í gærmorgun þegar slysið varð. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu en tildrög slyssins eru ekki sögð ljós. Strætó muni aðstoða við rannsókn slyssins eftir bestu getu og hugurinn sé hjá aðstandendum.
Farþegum í vagninum ásamt vagnstjóra var veitt áfallahjálp á vettvangi og starfsmenn Strætó hafa verið hvattir til að leita sér áfallahjálpar.