Sagði rússneska menn hafa ætlað að fremja valdarán í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2021 17:00 Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Forsetaembætti Úkraínu Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að komist hafi upp um tilraun til valdaráns þar í landi. Til hafi staðið að fella ríkisstjórn hans í næstu viku og að aðilar frá Rússlandi hafi náðst á upptöku reyna að fá ríkasta auðjöfur Úkraínu til að taka þátt í valdráninu. Selenskí gaf ekki miklar upplýsingar um málið í dag þar sem hann hélt mjög langan blaðamannafund. Bendlaði hann Rinat Akhmetov við hið meinta valdarán. Akhmetov hefur harðneitað þessum ásökunum og segir frásögn Selenskís vera hreina lygi og segist hann bálreiður yfir því að forsetinn hafi dreift slíkri lygi um hann. „Sem úkraínskur borgari, stærsti fjárfestir, skattgreiðandi og vinnuveitandi landsins, mun ég halda áfram að verja frjálsa Úkraínu, frjálsan efnahag, lýðræði og málfrelsi,“ sagði Akhmetov í yfirlýsingu, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Selenskí var spurður hvort hann hefði upplýsingar um það hvort yfirvöld í Rússlandi kæmu að þessu meinta valdaráni og sagðist hann ekki geta talað um það. Kremlverjar segjast sömuleiðis enga hugmynd hafa um ásökun Selenskís og þvertaka fyrir að hafa komið að valdaránstilraun. Gífurleg spenna er á milli Úkraínu og Rússlands um þessar mundir en Rússar eru sagðir hafa flutt nærri því hundrað þúsund hermenn að landamærum Úkraínu. Úkraínumenn hafa sömuleiðis sent hermenn að landamærunum. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og hafa stutt við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins. Úkraína Rússland Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Selenskí gaf ekki miklar upplýsingar um málið í dag þar sem hann hélt mjög langan blaðamannafund. Bendlaði hann Rinat Akhmetov við hið meinta valdarán. Akhmetov hefur harðneitað þessum ásökunum og segir frásögn Selenskís vera hreina lygi og segist hann bálreiður yfir því að forsetinn hafi dreift slíkri lygi um hann. „Sem úkraínskur borgari, stærsti fjárfestir, skattgreiðandi og vinnuveitandi landsins, mun ég halda áfram að verja frjálsa Úkraínu, frjálsan efnahag, lýðræði og málfrelsi,“ sagði Akhmetov í yfirlýsingu, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Selenskí var spurður hvort hann hefði upplýsingar um það hvort yfirvöld í Rússlandi kæmu að þessu meinta valdaráni og sagðist hann ekki geta talað um það. Kremlverjar segjast sömuleiðis enga hugmynd hafa um ásökun Selenskís og þvertaka fyrir að hafa komið að valdaránstilraun. Gífurleg spenna er á milli Úkraínu og Rússlands um þessar mundir en Rússar eru sagðir hafa flutt nærri því hundrað þúsund hermenn að landamærum Úkraínu. Úkraínumenn hafa sömuleiðis sent hermenn að landamærunum. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og hafa stutt við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins.
Úkraína Rússland Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira