Jónína Ingvarsdóttir, markaðsstjóri Valitor, staðfestir að truflanir hafi verið á þjónustunni síðastliðinn klukkutíma eða svo, í samtali við Vísi.
Að sögn Péturs Péturssonar, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Valitor, er um svokallaðað DDos árás að ræða sem herjað hefur á fleiri innlend fyrirtæki í kvöld.
Í nýlegri færslu á Facebook-síðu SaltPay á Íslandi segir að einnig hafi orðið truflanir á þjónustu fyrirtækisins í kvöld, vegna árásarinnar.
Árásin sé ekki annað en skemmdarverk sem ætlað er að valda truflunum og óþægindum.
„Tekið skal fram að innri kerfi Valitor sæta ekki árás og gagnaöryggi er nú sem fyrr tryggt,“ segir í tilkynningu Valitor.
Mikið að gera á svörtum fössara
Pétur segir mikla umferð hafa verið í kerfum Valitor í dag vegna svarts föstudags. Umferðin sé enn að aukast þrátt fyrir truflanir. Truflanirnar hafi enda einungis áhrif á afmarkaða þjónustu fyrirtækisins.
„Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta hefur valdið en mikill undirbúningur síðustu daga hefur þó dregið verulega úr þeim áhrifum sem annars hefðu getað orðið,“ segir Pétur Péturssonar, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Valitor, að lokum.