Starfsmaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu staðfestir slysið í samtali við Vísi.
Hann segir að svo virðist sem ekið hafi verið á mann sem var að vinna í bíl sem hafði bilað á miðri götu.
Maðurinn var færður til aðhlynningar á sjúkrahúsi en engar frekari upplýsingar liggja fyrir um líðan hans.
Fréttin hefur verið uppfærð.