Fótbolti

Agla María: Sýnir hvað Breiðablik hefur upp á að bjóða

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Agla María í leik með Breiðablik
Agla María í leik með Breiðablik Vísir/Hulda Margrét

Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks og landsliðskona í knattspyrnu, sat fyrir svörum á blaðamannafundi með íslenskum fjölmiðlum í dag. Fundurinn fór fram í gegnum fjarfundaforrit því íslenska landsliðið er statt á Kýpur.

Agla María, sem hefur verið lykilmaður í sterku liði Breiðabliks undanfarin ár, sagði aðspurð að hún væri að vega og meta hvenær hún héldi á vit ævintýrana í atvinnumennskunni. Hún hefði alltaf einhver tilboð á borðinu en þetta væri allt í vinnslu.

„Það eru alltaf einhver tilboð sem maður er að fá en það kemur í ljós fljótlega, ég hef fengið þessa spurningu ansi oft. Ég er bara að skoða það sem kom upp hjá mér núna og er að vega og meta ýmislegt tengt þeirri ákvörðun“, sagði Agla María.

Hún var einnig spurð út í það hvort reynslan með Breiðabliki í Meistaradeildinni hafi ýtt undir viljan til þess að taka skrefið og fara út sagði hún það hafa haft áhrif en ekki kannski á þann hátt sem fólk héldi.

„Það sýnir mér eiginlega enn frekar hvað Breiðablik hefur upp á að bjóða, að vera með Meistaradeildina í boði hérna heima. En það eru auðvitað frábær leikmenn í þessum liðum og það er mjög eftirsóknarvert það sem þeir eru að gera þannig að já, að því leitinu til“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×