Gengið sé fram hjá sjálfstæðismönnum í Suðurkjördæmi Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2021 17:49 Engan fulltrúa sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi er að finna í nýrri ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm Formenn félaga ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi segjast verulega ósáttir með að ítrekað sé gengið fram hjá oddvitum flokksins í Suðurkjördæmi við val á ráðherrum. Stjórnir fulltrúaráða flokksins í kjördæminu eru á sama máli. Í nýrri ríkisstjórn sem kynnt var til sögunnar í dag á Sjálfstæðisflokkurinn fimm ráðherra. Af þeim fimm er enginn þingmaður Suðurkjördæmis. Þetta telja ungir sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi sniðgöngu á oddvita þeirra. „Í síðastliðnum kosningum hlaut listi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gífurlegan stuðning og eignuðust þar fyrsta þingmann kjördæmisins, þess má geta að oddviti sjálfstæðismanna fékk því meiri fleiri atkvæði og meiri stuðning en oddviti og formaður Framsóknarflokksins,“ segir í ályktun sem formenn ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi sendu frá sér í dag. Þeir benda á að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem gengið sé fram hjá oddvitum kjördæmisins, það hafi verið gert við myndun síðustu þriggja ríkisstjórna. Þá segja þeir ekki unnt að efast um styrk Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu en í síðustu kosningum hlaut flokkurinn aðeins betri kosningu í kjördæmi formannsins, Kraganum. Misskipting valds eftir landshlutum Formennirnir urðu einnig fyrir vonbrigðum með dreifingu ráðherrastóla milli landshluta þar sem tíu ráðherrar auk forseta þingsins buðu sig fram á höfuðborgarsvæðinu. Einungis tveir ráðherrar eru fulltrúar landsbyggðarinnar, þau Sigurður Ingi og Þórdís Kolbrún. Því sé ljóst að íbúar landsbyggðarinnar sitji ekki við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins, að sögn formannanna. Þó bæti aðeins úr sök að stefnt sé að því að Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, taki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra að átján mánuðum liðnum. Enn halli þó verulega á landsbyggðina. „Formenn félaga ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi lýsa yfir mikilli undrun á ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins um að oddviti Suðurkjördæmissitji ekki heilt kjörtímabil sem ráðherra,“ segir í lok ályktunar formannanna. Fulltrúaráðin taka undir Stjórnir fulltrúaráða sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ, Vestmannaeyjum, Árnessýslu, Austur-Skaftafellssýslu, Gullbringusýslu og Grindavík eru á sama máli og yngri flokkssystkini þeirra og hafa sent frá sér sameiginlega ályktun vegna skipan ráðherra í nýja ríkisstjórn Stjórnirnar lýsa yfir vonbrigðum með að Bjarni Benediktsson hafi hundsað forystumann Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, í ráðherravali sínu. Þeir krefjast útskýringa af hálfu hans. „Vægi landsbyggðarinnar er vægast sagt fyrir borð borið með úthlutun ráðherrastóla í komandi ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn gefur sig út fyrir að vera flokkur allra landsmanna og ætti að sýna það í gjörðum sínum,“ segir í ályktun þeirra. Það að veita Guðrúnu Hafsteinsdóttur ráðuneyti einungis hluta kjörtímabilsins sé blaut tuska í andlitið kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og öllum þeim hundruðum sjálfboðaliða sem tóku þátt í að tryggja glæst gengi flokksins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Í nýrri ríkisstjórn sem kynnt var til sögunnar í dag á Sjálfstæðisflokkurinn fimm ráðherra. Af þeim fimm er enginn þingmaður Suðurkjördæmis. Þetta telja ungir sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi sniðgöngu á oddvita þeirra. „Í síðastliðnum kosningum hlaut listi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gífurlegan stuðning og eignuðust þar fyrsta þingmann kjördæmisins, þess má geta að oddviti sjálfstæðismanna fékk því meiri fleiri atkvæði og meiri stuðning en oddviti og formaður Framsóknarflokksins,“ segir í ályktun sem formenn ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi sendu frá sér í dag. Þeir benda á að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem gengið sé fram hjá oddvitum kjördæmisins, það hafi verið gert við myndun síðustu þriggja ríkisstjórna. Þá segja þeir ekki unnt að efast um styrk Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu en í síðustu kosningum hlaut flokkurinn aðeins betri kosningu í kjördæmi formannsins, Kraganum. Misskipting valds eftir landshlutum Formennirnir urðu einnig fyrir vonbrigðum með dreifingu ráðherrastóla milli landshluta þar sem tíu ráðherrar auk forseta þingsins buðu sig fram á höfuðborgarsvæðinu. Einungis tveir ráðherrar eru fulltrúar landsbyggðarinnar, þau Sigurður Ingi og Þórdís Kolbrún. Því sé ljóst að íbúar landsbyggðarinnar sitji ekki við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins, að sögn formannanna. Þó bæti aðeins úr sök að stefnt sé að því að Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, taki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra að átján mánuðum liðnum. Enn halli þó verulega á landsbyggðina. „Formenn félaga ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi lýsa yfir mikilli undrun á ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins um að oddviti Suðurkjördæmissitji ekki heilt kjörtímabil sem ráðherra,“ segir í lok ályktunar formannanna. Fulltrúaráðin taka undir Stjórnir fulltrúaráða sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ, Vestmannaeyjum, Árnessýslu, Austur-Skaftafellssýslu, Gullbringusýslu og Grindavík eru á sama máli og yngri flokkssystkini þeirra og hafa sent frá sér sameiginlega ályktun vegna skipan ráðherra í nýja ríkisstjórn Stjórnirnar lýsa yfir vonbrigðum með að Bjarni Benediktsson hafi hundsað forystumann Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, í ráðherravali sínu. Þeir krefjast útskýringa af hálfu hans. „Vægi landsbyggðarinnar er vægast sagt fyrir borð borið með úthlutun ráðherrastóla í komandi ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn gefur sig út fyrir að vera flokkur allra landsmanna og ætti að sýna það í gjörðum sínum,“ segir í ályktun þeirra. Það að veita Guðrúnu Hafsteinsdóttur ráðuneyti einungis hluta kjörtímabilsins sé blaut tuska í andlitið kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og öllum þeim hundruðum sjálfboðaliða sem tóku þátt í að tryggja glæst gengi flokksins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira