„Ég hef alltaf látið umhverfismál mig varða“ Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2021 22:47 Guðlaugur Þór Þórðarson sat fyrir svörum á Bessastöðum í dag. Stöð 2 Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi utanríkisráðherra og nýr ráðherra umhverfis- og loftslagsmála, segist spenntur fyrir því að takast á við umhverfismál í sínu nýja ráðuneyti. Hann hafi reynslu af málaflokknum eftir utanríkisráðherratíð sína. „Ég hef alltaf látið umhverfismál mig varða, alveg frá því að ég byrjaði í stjórnmálum. Þannig að ég hef alltaf haft augun á þessum málaflokki,“ sagði Guðlaugur Þór á Bessastöðum í dag. Hann segir sitt fyrsta verk sem umhverfis- og loftslagsmálaráðherra verði að setjast niður með starfsfólki ráðuneytisins. „Maður gerir ekkert einn og það er afskaplega mikilvægt að vera með góðu fólki. Krefjandi en skemmtileg verkefni framundan Guðlaugur Þór segir engan vafa leika á því að það verði krefjandi að takast á við komandi verkefni og að markmið stjórnarsáttmálans í loftsslagsmálum séu háleit. Þar segir að vilji nýrrar stjórnar sé að Ísland skipi sér í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsvánni og uppfylli ákvæði Parísarsamningsins. „Við munum setja okkur sjálfstætt landsmarkmið um 55 prósent samdrátt á losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 miðað við árið 2005. Lögð verður áhersla á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að draga úr losun vegna landnotkunar og hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja,“ segir í sáttmálanum. Þá verður það á könnu Guðlaugs Þórs að koma þjóðgarðsmálum og rammaáætlun heilum í höfn. „Eigum við ekki bara að segja að þetta séu krefjandi og skemmtileg verkefni,“ segir hann. Reynslumikill í faginu Guðlaugur Þór segist áður hafa tekist á við umhverfis- og loftslagsmál, enda séu þau og hafi verið hluti af utanríkisstefnu Íslands síðustu ár. Málaflokkurinn kalli á áframhaldandi samstarf milli ráðuneyta til að mynda í tengslum við norðurslóðir. „Ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr ráðherra umhverfis- og loftslagsmála, að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
„Ég hef alltaf látið umhverfismál mig varða, alveg frá því að ég byrjaði í stjórnmálum. Þannig að ég hef alltaf haft augun á þessum málaflokki,“ sagði Guðlaugur Þór á Bessastöðum í dag. Hann segir sitt fyrsta verk sem umhverfis- og loftslagsmálaráðherra verði að setjast niður með starfsfólki ráðuneytisins. „Maður gerir ekkert einn og það er afskaplega mikilvægt að vera með góðu fólki. Krefjandi en skemmtileg verkefni framundan Guðlaugur Þór segir engan vafa leika á því að það verði krefjandi að takast á við komandi verkefni og að markmið stjórnarsáttmálans í loftsslagsmálum séu háleit. Þar segir að vilji nýrrar stjórnar sé að Ísland skipi sér í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsvánni og uppfylli ákvæði Parísarsamningsins. „Við munum setja okkur sjálfstætt landsmarkmið um 55 prósent samdrátt á losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 miðað við árið 2005. Lögð verður áhersla á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að draga úr losun vegna landnotkunar og hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja,“ segir í sáttmálanum. Þá verður það á könnu Guðlaugs Þórs að koma þjóðgarðsmálum og rammaáætlun heilum í höfn. „Eigum við ekki bara að segja að þetta séu krefjandi og skemmtileg verkefni,“ segir hann. Reynslumikill í faginu Guðlaugur Þór segist áður hafa tekist á við umhverfis- og loftslagsmál, enda séu þau og hafi verið hluti af utanríkisstefnu Íslands síðustu ár. Málaflokkurinn kalli á áframhaldandi samstarf milli ráðuneyta til að mynda í tengslum við norðurslóðir. „Ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr ráðherra umhverfis- og loftslagsmála, að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira