Nýir ráðherrar fengu ekki bara lykla Eiður Þór Árnason skrifar 29. nóvember 2021 08:35 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lét ekki duga að afhenda Jóni Gunnarssyni lyklana að dómsmálaráðuneytinu. Hann fékk sömuleiðis Frelsið eftir John Stuart Mill sem Áslaug heldur mikið upp á. Vísir/Vilhelm Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Í morgun fóru svo fram formleg lyklaskipti í hinum ýmsu ráðuneytum en mikil hreyfing er á ráðherrastólum. Dagskráin hófst upp úr klukkan níu þegar Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók við lyklunum af Svandísi Svavarsdóttur í heilbrigðisráðuneytinu í Skógarhlíð. Willum Þór kemur nýr inn í ríkisstjórnina en Svandís færir sig yfir í matvæla-, sjávarútvegs-, og landbúnaðarráðuneytið. Næst mætti Guðmundur Ingi Guðbrandsson til Ásmundar Einars Daðasonar og fékk lyklana að félags- og atvinnumálaráðuneytinu. Í utanríkisráðuneytinu rétti Guðlaugur Þór Þórðarson samflokkskonu sinni Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur nýtt lyklakort. Að lokinni tölu þeirra beggja þurftu reyndar ljósmyndarar og fréttamenn að minna á afhendingu kortsins. Þórdís ræddi við fréttastofu og sagðist hafa lagt á það áherslu að fá utanríkisráðuneytið til sín. Menntamálin eru nú komin í tvö aðskilin ráðuneyti sem verða annars vegar á forræði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýsköpunar-, iðnaðar- og háskólaráðherra, og hins vegar Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, fráfarandi mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti þeim sérstaka menntabolla við þetta tilefni. Bæði Áslaug Arna og Ásmundur Einar segjast vera spennt fyrir því að taka við nýjum verkefnum. Kristján Þór Júlíusson kveður nú stjórnmálin og afhenti Svandísi Svavarsdóttur aðganginn að nýju matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Kristján sagðist stíga feginn inn í frelsið og hyggst endurnýja skipstjórnarréttindin. Svandís Svavarsdóttir sagði að það sé smá léttir að fara úr heilbrigðisráðuneytinu en þó bíði hennar krefjandi verkefni á nýjum vettvangi. Næst fylgdust fréttamenn með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur afhenda Jóni Gunnarssyni lyklana að dómsmálaráðuneytinu. Samhliða því fékk hann bókina Frelsið eftir John Stuart Mill sem Áslaug sagði mikilvægt að halda til haga. Að lokum tók Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi utanríkisráðherra, við umhverfisráðuneytinu. Hann segist alltaf hafa horft til umhverfismála á sínum stjórnmálaferli og að málaflokkurinn sé klárlega stærsta hagsmunamál Íslendinga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dagskráin hófst upp úr klukkan níu þegar Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók við lyklunum af Svandísi Svavarsdóttur í heilbrigðisráðuneytinu í Skógarhlíð. Willum Þór kemur nýr inn í ríkisstjórnina en Svandís færir sig yfir í matvæla-, sjávarútvegs-, og landbúnaðarráðuneytið. Næst mætti Guðmundur Ingi Guðbrandsson til Ásmundar Einars Daðasonar og fékk lyklana að félags- og atvinnumálaráðuneytinu. Í utanríkisráðuneytinu rétti Guðlaugur Þór Þórðarson samflokkskonu sinni Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur nýtt lyklakort. Að lokinni tölu þeirra beggja þurftu reyndar ljósmyndarar og fréttamenn að minna á afhendingu kortsins. Þórdís ræddi við fréttastofu og sagðist hafa lagt á það áherslu að fá utanríkisráðuneytið til sín. Menntamálin eru nú komin í tvö aðskilin ráðuneyti sem verða annars vegar á forræði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýsköpunar-, iðnaðar- og háskólaráðherra, og hins vegar Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, fráfarandi mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti þeim sérstaka menntabolla við þetta tilefni. Bæði Áslaug Arna og Ásmundur Einar segjast vera spennt fyrir því að taka við nýjum verkefnum. Kristján Þór Júlíusson kveður nú stjórnmálin og afhenti Svandísi Svavarsdóttur aðganginn að nýju matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Kristján sagðist stíga feginn inn í frelsið og hyggst endurnýja skipstjórnarréttindin. Svandís Svavarsdóttir sagði að það sé smá léttir að fara úr heilbrigðisráðuneytinu en þó bíði hennar krefjandi verkefni á nýjum vettvangi. Næst fylgdust fréttamenn með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur afhenda Jóni Gunnarssyni lyklana að dómsmálaráðuneytinu. Samhliða því fékk hann bókina Frelsið eftir John Stuart Mill sem Áslaug sagði mikilvægt að halda til haga. Að lokum tók Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi utanríkisráðherra, við umhverfisráðuneytinu. Hann segist alltaf hafa horft til umhverfismála á sínum stjórnmálaferli og að málaflokkurinn sé klárlega stærsta hagsmunamál Íslendinga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent