
Samkvæmt lýsingu Vegagerðarinnar felst verkið í lagningu nýs vegar á 780 metra löngum kafla frá gatnamótum Sunnumerkur og Dalsbrúnar í Hveragerði að gatnamótum Ölfusvegar við Ölfusborgir austan Varmár, ásamt byggingu nýrrar brúar yfir Varmá og reiðstígs undir brúna. Segir að vegundirbygging Sunnumerkur; frá Dalsbrún og langleiðina að Varmá, hafi að mestu leyti verið lögð út nú þegar.

Vegarkaflinn kallar á 9.400 fermetra malbiks og 180 metra af uppsettu vegriði. Í brúna þarf 700 rúmmetra af steypu, 118 tonn af steypustyrktarstáli og 108 metra af brúarvegriði.
Tilboðum skal skilað rafrænt fyrir kl. 14 þriðjudaginn 7. desember 2021. Verkinu skal svo að fullu lokið 12. september 2022.
Þeim áfanga sem núna er unnið að er lýst í þessari frétt Stöðvar 2: