Fardagar sóknargjalda Vésteinn Valgarðsson skrifar 29. nóvember 2021 18:01 Íslenska ríkið borgar trúfélögum og lífsskoðunarfélögum sóknargjöld eftir fjölda fólks sem er skráð í viðkomandi félag fyrsta desember árið á undan. Nú er fyrsti desember á morgun. Vitið þið hvar þið eruð skráð? Eruð þið alveg viss? Ég spyr, því það skiptir máli – ríkið mun úthluta meira en tíuþúsundkalli á mann á næsta ári eftir skráningunni á morgun. Ég skora á ykkur að fara t.d. inn á heimasíðu Þjóðskrár Íslands, skrá ykkur þar inn með rafrænum skilríkjum og finna trúfélagsskráninguna ykkar. Ef hún er eins og þið viljið hafa hana: fínt. Ef ekki, þá er núna rétti tíminn til að leiðrétta hana. Í gamla daga máttu vinnuhjú skipta um vist á fardögum. Í dag mega sóknarbörn skipta um trúfélag. Þessi athugun ætti ekki að taka ykkur meira en mínútu, og það þótt möguleg leiðrétting sé talin með. Ef þið eruð að hugsa um að velja ykkur nýtt trúar- eða lífsskoðunarfélag, þá er óneitanlega úr mörgu að velja: þau eru meira en fimmtíu. Lífsskoðunarfélög eru tiltöluleg nýlunda hér á landi. Þekktust er Siðmennt, fyrir siðrænan húmanisma og sínar borgaralegu athafnir. Mig langar þó til að vekja athygli á öðru félagi: DíaMat – félagi um díalektíska efnishyggju. Ég er forstöðumaður þess. DíaMat er líka trúlaust lífsskoðunarfélag, en það hefur ekki mikla áherslu á athafnir (þótt það sinni þeim ef þess er óskað) en meiri á að fólk láti verkin tala: Það skiptir miklu meira máli hvaða áhrif þið hafið á veröldina, heldur en hvernig þið útskýrið hana. DíaMat hefur frá stofnun látið drjúgan hluta sóknargjalda sinna renna til góðs málstaðar. Geðræktar- og uppeldismál hafa notið þess mest, enda teljum við að í gegn um þau valdeflist venjulegt fólk og verði þannig hæfara til að vinna að sinni eigin velferð, hvort heldur er í sameiningu eða eitt og sér. Sjáið nánar á heimasíðu okkar, www.diamat.is Félag okkar er ekki stórt, en það er nóg pláss fyrir nýja meðlimi. Farið á Þjóðskrá í dag ef þið viljið vera með. Höfundur er forstöðumaður DíaMats – félags um díalektíska efnishyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Sjá meira
Íslenska ríkið borgar trúfélögum og lífsskoðunarfélögum sóknargjöld eftir fjölda fólks sem er skráð í viðkomandi félag fyrsta desember árið á undan. Nú er fyrsti desember á morgun. Vitið þið hvar þið eruð skráð? Eruð þið alveg viss? Ég spyr, því það skiptir máli – ríkið mun úthluta meira en tíuþúsundkalli á mann á næsta ári eftir skráningunni á morgun. Ég skora á ykkur að fara t.d. inn á heimasíðu Þjóðskrár Íslands, skrá ykkur þar inn með rafrænum skilríkjum og finna trúfélagsskráninguna ykkar. Ef hún er eins og þið viljið hafa hana: fínt. Ef ekki, þá er núna rétti tíminn til að leiðrétta hana. Í gamla daga máttu vinnuhjú skipta um vist á fardögum. Í dag mega sóknarbörn skipta um trúfélag. Þessi athugun ætti ekki að taka ykkur meira en mínútu, og það þótt möguleg leiðrétting sé talin með. Ef þið eruð að hugsa um að velja ykkur nýtt trúar- eða lífsskoðunarfélag, þá er óneitanlega úr mörgu að velja: þau eru meira en fimmtíu. Lífsskoðunarfélög eru tiltöluleg nýlunda hér á landi. Þekktust er Siðmennt, fyrir siðrænan húmanisma og sínar borgaralegu athafnir. Mig langar þó til að vekja athygli á öðru félagi: DíaMat – félagi um díalektíska efnishyggju. Ég er forstöðumaður þess. DíaMat er líka trúlaust lífsskoðunarfélag, en það hefur ekki mikla áherslu á athafnir (þótt það sinni þeim ef þess er óskað) en meiri á að fólk láti verkin tala: Það skiptir miklu meira máli hvaða áhrif þið hafið á veröldina, heldur en hvernig þið útskýrið hana. DíaMat hefur frá stofnun látið drjúgan hluta sóknargjalda sinna renna til góðs málstaðar. Geðræktar- og uppeldismál hafa notið þess mest, enda teljum við að í gegn um þau valdeflist venjulegt fólk og verði þannig hæfara til að vinna að sinni eigin velferð, hvort heldur er í sameiningu eða eitt og sér. Sjáið nánar á heimasíðu okkar, www.diamat.is Félag okkar er ekki stórt, en það er nóg pláss fyrir nýja meðlimi. Farið á Þjóðskrá í dag ef þið viljið vera með. Höfundur er forstöðumaður DíaMats – félags um díalektíska efnishyggju.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar