Sakar Bjarna Ben um lítilsvirðingu gagnvart landsbyggðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2021 13:43 Páll Magnússon var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í fimm ár en hann er ættaður úr Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir formann flokksins harðlega hvernig staðið var að ráðherraskipun í nýrri ríkisstjórn. Hann segir sinnuleysi ítrekað gagnvart landsbyggðinni sem eigi eftir að skaða flokkinn enn frekar. Fimm ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn eru með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni Benediktsson býr í Garðabæ, Guðlaugur Þór Þórðarson í Reykjavík, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í Reykjavík, Jón Gunnarsson í Kópavogi og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í Kópavogi. Þau fyrstu fjögur buðu fram í Reykjavíkurkjördæmum eða Kraganum en Þórdís Kolbrún, sem er Akurnesingur, var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir var oddviti flokksins í Suðurkjördæmi en hún er búsett í Hveragerði. Til stendur að hún taki við ráðherraembætti af Jóni Gunnarssyni þegar átján mánuðir verða liðnir af kjörtímabilinu. Meira og minna íbúar á höfuðborgarsvæðinu Páll Magnússon, fráfarandi þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi, vekur athygli á því í færslu á Facebook að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað forystuhlutverkinu í tveimur landsbyggðarkjördæmum af þremur. „Einungis munaði 0,7% - 185 atkvæðum - að þriðja kjördæmið, Suðurkjördæmi, tapaðist líka. Sem sagt talsverðar blikur á lofti með stöðu flokksins úti á landi. Og hvernig er brugðist við?“ spyr Páll og er fljótur að svara spurningunni. „Af þeim sjö trúnaðarstöðum sem formaður flokksins, í raun, hefur skipað til nú þegar (forseti Alþingis og formaður þingflokks auk ráðherranna fimm) eru þingmenn af höfuðborgarsvæðinu settir í sex. Einn – 1 – er utan af landi,“ segir Páll. Óli Björn Kárason, nýr formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, býr á Seltjarnarnesi. Birgir Ármannsson, nýr forseti Alþingis, býr í Reykjavík. Íslandsmet í fjölda ráðherra á höfuðborgarsvæðinu Páll segir Suðurkjördæmi fá sérstaka útreið. „Þetta er þriðja ríkisstjórnin í röð sem formaður Sjálfstæðisflokksins tekur þátt í að mynda, á fimm árum, án þess að sjá ástæðu til að hafa oddvitann í kjördæminu við það borð. Þetta ítrekaða sinnuleysi – eða jafnvel lítilsvirðing – Sjálfstæðisflokksins gagnvart landsbyggðinni á örugglega eftir að skaða flokkinn enn frekar en þó kom í ljós í þessum kosningum.“ Í framhjáhlaupi nefnir hann að við myndum ríkisstjórnar hafi verið jafnað Íslandsmet í fjölda ráðherra sem aftur séu orðnir tólf, fjölgun um einn. „En það voru öll Íslandsmet slegin í fjölda ráðherra af höfuðborgarsvæðinu – tíu talsins!“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, virðist vera eini ráðherrann með lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins. Lögheimili Sigurðar Inga er á Flúðum. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Fimm ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn eru með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni Benediktsson býr í Garðabæ, Guðlaugur Þór Þórðarson í Reykjavík, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í Reykjavík, Jón Gunnarsson í Kópavogi og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í Kópavogi. Þau fyrstu fjögur buðu fram í Reykjavíkurkjördæmum eða Kraganum en Þórdís Kolbrún, sem er Akurnesingur, var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir var oddviti flokksins í Suðurkjördæmi en hún er búsett í Hveragerði. Til stendur að hún taki við ráðherraembætti af Jóni Gunnarssyni þegar átján mánuðir verða liðnir af kjörtímabilinu. Meira og minna íbúar á höfuðborgarsvæðinu Páll Magnússon, fráfarandi þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi, vekur athygli á því í færslu á Facebook að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað forystuhlutverkinu í tveimur landsbyggðarkjördæmum af þremur. „Einungis munaði 0,7% - 185 atkvæðum - að þriðja kjördæmið, Suðurkjördæmi, tapaðist líka. Sem sagt talsverðar blikur á lofti með stöðu flokksins úti á landi. Og hvernig er brugðist við?“ spyr Páll og er fljótur að svara spurningunni. „Af þeim sjö trúnaðarstöðum sem formaður flokksins, í raun, hefur skipað til nú þegar (forseti Alþingis og formaður þingflokks auk ráðherranna fimm) eru þingmenn af höfuðborgarsvæðinu settir í sex. Einn – 1 – er utan af landi,“ segir Páll. Óli Björn Kárason, nýr formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, býr á Seltjarnarnesi. Birgir Ármannsson, nýr forseti Alþingis, býr í Reykjavík. Íslandsmet í fjölda ráðherra á höfuðborgarsvæðinu Páll segir Suðurkjördæmi fá sérstaka útreið. „Þetta er þriðja ríkisstjórnin í röð sem formaður Sjálfstæðisflokksins tekur þátt í að mynda, á fimm árum, án þess að sjá ástæðu til að hafa oddvitann í kjördæminu við það borð. Þetta ítrekaða sinnuleysi – eða jafnvel lítilsvirðing – Sjálfstæðisflokksins gagnvart landsbyggðinni á örugglega eftir að skaða flokkinn enn frekar en þó kom í ljós í þessum kosningum.“ Í framhjáhlaupi nefnir hann að við myndum ríkisstjórnar hafi verið jafnað Íslandsmet í fjölda ráðherra sem aftur séu orðnir tólf, fjölgun um einn. „En það voru öll Íslandsmet slegin í fjölda ráðherra af höfuðborgarsvæðinu – tíu talsins!“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, virðist vera eini ráðherrann með lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins. Lögheimili Sigurðar Inga er á Flúðum.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira