Eltu smyglara á fund Íslendings og fundu verulegt magn af fíkniefnum Snorri Másson skrifar 30. nóvember 2021 19:22 Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrjá í tengslum við fíkniefnasmygl snemma í október. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrennt í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl í síðasta mánuði, eftir að tvær konur reyndu að smygla í gegnum Keflavíkurflugvöll töluverðu magni af metamfetamíni og meira en 6.000 töflum af hörðum ópíóðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu var tveimur pólskum konum á sextugsaldri fylgt eftir frá flugstöðinni í Keflavík við komuna til landsins í byrjun október vegna gruns um að þær hefðu fíkniefni meðferðis. Grunurinn var staðfestur þegar lögregla handsamaði konurnar þar sem þær voru komnar á fund móttakanda efnanna á hóteli skömmu síðar. Sá reyndist vera íslenskur karlmaður á þrítugsaldri og fóru öll þrjú í gæsluvarðhald. Málið er rakið í myndbandinu hér að neðan: Konurnar tvær eru enn í gæsluvarðhaldi en héraðssaksóknari fær senn mál þremenninganna á sitt borð. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hver þáttur kvennanna var í skipulagningunni en á undanförnum árum hafa dómar mildast allnokkuð á hendur þeim sem teljast vera burðardýr. Sambærilegt mál endaði í sex mánaða fangelsi fyrr á þessu ári. Öðru gegnir um eiginlega skipuleggjendur glæpanna sem geta átt yfir höfði sér frá kannski þremur og allt að sex ára fangelsi, allt eftir alvarleika brotanna. Refsiramminn nær allt upp í tólf ár. Fleiri að reykja metamfetamín Lögreglan á Suðurnesjum staðfestir í svari við fyrirspurn fréttastofu að í fórum fólksins hafi fundist tæpt hálft kíló af metamfetamíni, því sem kallað er á ensku crystal meth. Einnig hafi fundist rúmlega 6.000 stykki af fikniefnum í töfluformi. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins í samstarfi við tollgæsluna á keflavíkurflugvelli Notkun metamfetamíns, sem jafnan er innbyrt með því að reykja kristalana, hefur aukist nokkuð á undanförnum árum á Íslandi. Þótt stór innflutningsmál geti sannarlega skekkt tölfræðina verulega, má sjá að árið 2014 voru ekki haldlögð nema 105 grömm og árið eftir 343 grömm.Vísir Vitað er til þess að fleiri haldlagningar hafa orðið af metamfetamíni í ár, sem þýðir að magnið er þegar orðið meira en árið 2020, þegar það var 653. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru töflurnar sem fundust hjá konunum af gerðinni oxycodone og fentanyl, sem hvort tveggja eru einhver sterkustu verkjalyf sem til eru. Þetta eru ópíóðar, upphaflega runnir undan rifjum bandarískra lyfjafyrirtæka sem sum hafa sætt sektum vegna samfélagslega skaðans sem lyfin hafa valdið. Sprenging hefur orðið í notkun lyfjanna víða um heim en þeirra fór fyrst að verða vart á Íslandi fyrir nokkrum árum. Andlát hafa orðið hér á landi í tengslum við notkunina. Árið 2020 voru tæpir 200 í meðferð á Vogi vegna ópíóðafíknar. Fíkniefnabrot Smygl Lögreglumál Tengdar fréttir Fjögur kíló af kókaíni í leynihólfi bíls í Norrænu Karl og kona á þrítugs- og fertugsaldri hafa setið í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur grunuð um stórtækt fíkniefnasmygl hingað til landsins með Norrænu. Fjögur kíló af kókaíni fundust í sérútbúnu hólfi í bíl. 20. október 2021 13:45 Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl Mohamed Hicham Rahmi var á miðvikudag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann var dæmdur fyrir að hafa í desember á síðasta ári staðið að skipulagningu og fjármögnun á innflutningi 4.832,5 gramma af hassi, 5.087 stykkjum af MDMA, 100 stykkjum af LSD og 255,84 grömmum af metamfetamíni til landsins. 2. júlí 2021 20:58 Sjö ára fangelsi staðfest í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Landsréttur staðfesti í dag sjö ára fangelsisdóm yfir Þjóðverjanum Heinz Bernhard Sommer fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. 11. september 2020 15:29 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu var tveimur pólskum konum á sextugsaldri fylgt eftir frá flugstöðinni í Keflavík við komuna til landsins í byrjun október vegna gruns um að þær hefðu fíkniefni meðferðis. Grunurinn var staðfestur þegar lögregla handsamaði konurnar þar sem þær voru komnar á fund móttakanda efnanna á hóteli skömmu síðar. Sá reyndist vera íslenskur karlmaður á þrítugsaldri og fóru öll þrjú í gæsluvarðhald. Málið er rakið í myndbandinu hér að neðan: Konurnar tvær eru enn í gæsluvarðhaldi en héraðssaksóknari fær senn mál þremenninganna á sitt borð. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hver þáttur kvennanna var í skipulagningunni en á undanförnum árum hafa dómar mildast allnokkuð á hendur þeim sem teljast vera burðardýr. Sambærilegt mál endaði í sex mánaða fangelsi fyrr á þessu ári. Öðru gegnir um eiginlega skipuleggjendur glæpanna sem geta átt yfir höfði sér frá kannski þremur og allt að sex ára fangelsi, allt eftir alvarleika brotanna. Refsiramminn nær allt upp í tólf ár. Fleiri að reykja metamfetamín Lögreglan á Suðurnesjum staðfestir í svari við fyrirspurn fréttastofu að í fórum fólksins hafi fundist tæpt hálft kíló af metamfetamíni, því sem kallað er á ensku crystal meth. Einnig hafi fundist rúmlega 6.000 stykki af fikniefnum í töfluformi. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins í samstarfi við tollgæsluna á keflavíkurflugvelli Notkun metamfetamíns, sem jafnan er innbyrt með því að reykja kristalana, hefur aukist nokkuð á undanförnum árum á Íslandi. Þótt stór innflutningsmál geti sannarlega skekkt tölfræðina verulega, má sjá að árið 2014 voru ekki haldlögð nema 105 grömm og árið eftir 343 grömm.Vísir Vitað er til þess að fleiri haldlagningar hafa orðið af metamfetamíni í ár, sem þýðir að magnið er þegar orðið meira en árið 2020, þegar það var 653. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru töflurnar sem fundust hjá konunum af gerðinni oxycodone og fentanyl, sem hvort tveggja eru einhver sterkustu verkjalyf sem til eru. Þetta eru ópíóðar, upphaflega runnir undan rifjum bandarískra lyfjafyrirtæka sem sum hafa sætt sektum vegna samfélagslega skaðans sem lyfin hafa valdið. Sprenging hefur orðið í notkun lyfjanna víða um heim en þeirra fór fyrst að verða vart á Íslandi fyrir nokkrum árum. Andlát hafa orðið hér á landi í tengslum við notkunina. Árið 2020 voru tæpir 200 í meðferð á Vogi vegna ópíóðafíknar.
Fíkniefnabrot Smygl Lögreglumál Tengdar fréttir Fjögur kíló af kókaíni í leynihólfi bíls í Norrænu Karl og kona á þrítugs- og fertugsaldri hafa setið í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur grunuð um stórtækt fíkniefnasmygl hingað til landsins með Norrænu. Fjögur kíló af kókaíni fundust í sérútbúnu hólfi í bíl. 20. október 2021 13:45 Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl Mohamed Hicham Rahmi var á miðvikudag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann var dæmdur fyrir að hafa í desember á síðasta ári staðið að skipulagningu og fjármögnun á innflutningi 4.832,5 gramma af hassi, 5.087 stykkjum af MDMA, 100 stykkjum af LSD og 255,84 grömmum af metamfetamíni til landsins. 2. júlí 2021 20:58 Sjö ára fangelsi staðfest í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Landsréttur staðfesti í dag sjö ára fangelsisdóm yfir Þjóðverjanum Heinz Bernhard Sommer fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. 11. september 2020 15:29 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Fjögur kíló af kókaíni í leynihólfi bíls í Norrænu Karl og kona á þrítugs- og fertugsaldri hafa setið í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur grunuð um stórtækt fíkniefnasmygl hingað til landsins með Norrænu. Fjögur kíló af kókaíni fundust í sérútbúnu hólfi í bíl. 20. október 2021 13:45
Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl Mohamed Hicham Rahmi var á miðvikudag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann var dæmdur fyrir að hafa í desember á síðasta ári staðið að skipulagningu og fjármögnun á innflutningi 4.832,5 gramma af hassi, 5.087 stykkjum af MDMA, 100 stykkjum af LSD og 255,84 grömmum af metamfetamíni til landsins. 2. júlí 2021 20:58
Sjö ára fangelsi staðfest í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Landsréttur staðfesti í dag sjö ára fangelsisdóm yfir Þjóðverjanum Heinz Bernhard Sommer fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. 11. september 2020 15:29