Heimsóknum á Kvíabryggju aflýst vegna smitaðs gests Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2021 18:37 Fangelsið Kvíabryggja. Myndin er úr safni. Vísir/Egill Öllum heimsóknum gesta í fangelsið á Kvíabryggju hefur verið aflýst næsta daga eftir að barn sem kom þangað í heimsókn á sunnudag greindist smitað af Covid-19. Einn fangi er í sóttkví og nokkrir aðrir í smitgát. Greint var frá því að heimsóknum yrði aflýst vegna sóttvarnarráðstafana á Facebook-síðu Fangelsismálastofnunar í dag. Í samtali við Vísi segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri, að gripið hafi verið til ráðstafananna eftir að barnið greindist smitað. Páll segir að Fangelsismálastofnun hafi reynt að gæta meðalhófs og ekki lokað alveg á heimsóknir í kórónuveirufaraldrinum síðustu mánuði. Fullorðnir gestir hafa þurft að framvísa nýlegu hraðprófi fyrri heimsókn en ekki hafa verið gerðar sömu kröfur til barna. Á meðan beðið er niðurstaðna um hvort að veiran hafi stungið sér niður í fangelsinu er ekki tekið á móti heimsóknargestum og fangar eru ekki fluttir á milli fangelsa. „Við bíðum þar til að það liggur endanlega fyrir hvort þetta hafi dreift sér innan fangelsisins,“ segir Páll. Ekki er langt síðan stofnunin missti tímabundið níu fangaverði á Litla Hrauni sem ýmist greindust smitaðir af veirunni en lentu í sóttkví. Páll segir að gripið hafi verið til sömu aðgerða þá. „Þetta hefur virkað. Það er okkar verkefni að halda þessari starfsemi órofinni, við komumst ekki hjá því, en það er líka okkar verkefni að gera vistina ekki verri eða meira íþyngjandi en nauðsynlegt er. Við erum svona að reyna að feta þennan meðalveg,“ segir fangelsismálastjóri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fangelsismál Grundarfjörður Tengdar fréttir Takmörkuð starfsemi á Litla-Hrauni vegna Covid-19 smits Komið hefur upp Covid-19 smit meðal starfsmanna í fangelsinu Litla-Hrauni. Nokkur hópur starfsmanna er í sóttkví og ljóst að næstu daga verður starfsemi fangelsisins takmörkuð. Öllum heimsóknum gesta er frestað fram yfir helgina. 11. nóvember 2021 16:13 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Greint var frá því að heimsóknum yrði aflýst vegna sóttvarnarráðstafana á Facebook-síðu Fangelsismálastofnunar í dag. Í samtali við Vísi segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri, að gripið hafi verið til ráðstafananna eftir að barnið greindist smitað. Páll segir að Fangelsismálastofnun hafi reynt að gæta meðalhófs og ekki lokað alveg á heimsóknir í kórónuveirufaraldrinum síðustu mánuði. Fullorðnir gestir hafa þurft að framvísa nýlegu hraðprófi fyrri heimsókn en ekki hafa verið gerðar sömu kröfur til barna. Á meðan beðið er niðurstaðna um hvort að veiran hafi stungið sér niður í fangelsinu er ekki tekið á móti heimsóknargestum og fangar eru ekki fluttir á milli fangelsa. „Við bíðum þar til að það liggur endanlega fyrir hvort þetta hafi dreift sér innan fangelsisins,“ segir Páll. Ekki er langt síðan stofnunin missti tímabundið níu fangaverði á Litla Hrauni sem ýmist greindust smitaðir af veirunni en lentu í sóttkví. Páll segir að gripið hafi verið til sömu aðgerða þá. „Þetta hefur virkað. Það er okkar verkefni að halda þessari starfsemi órofinni, við komumst ekki hjá því, en það er líka okkar verkefni að gera vistina ekki verri eða meira íþyngjandi en nauðsynlegt er. Við erum svona að reyna að feta þennan meðalveg,“ segir fangelsismálastjóri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fangelsismál Grundarfjörður Tengdar fréttir Takmörkuð starfsemi á Litla-Hrauni vegna Covid-19 smits Komið hefur upp Covid-19 smit meðal starfsmanna í fangelsinu Litla-Hrauni. Nokkur hópur starfsmanna er í sóttkví og ljóst að næstu daga verður starfsemi fangelsisins takmörkuð. Öllum heimsóknum gesta er frestað fram yfir helgina. 11. nóvember 2021 16:13 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Takmörkuð starfsemi á Litla-Hrauni vegna Covid-19 smits Komið hefur upp Covid-19 smit meðal starfsmanna í fangelsinu Litla-Hrauni. Nokkur hópur starfsmanna er í sóttkví og ljóst að næstu daga verður starfsemi fangelsisins takmörkuð. Öllum heimsóknum gesta er frestað fram yfir helgina. 11. nóvember 2021 16:13