Hryssan fær að heita Lán eftir allt saman Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2021 19:22 Lán (fremra hrossið) á beit með félaga sínum. úr einkasafni Hryssa Þebu Bjartar Karlsdóttur, símsmíðameistara og hestaeiganda á Austurlandi, fær að heita Lán eftir allt saman. Hestanafnanefnd samþykkti beiðni Þebu um skráningu á nafninu í dag eftir að hafa hafnað því. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Þeba sagði þar frá því að hún hefði óskað eftir því nú í byrjun mánaðar að fá nafnið Lán samþykkt hjá hestanafnanefnd, til að fá það svo skráð í WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins. Nafnið beygist eins og kvenmannsnafnið Rán, þ.e. Lán, um Lán, frá Lán til Lánar. En nefndin hafnaði nafninu á grundvelli þess að það væri í raun hvorugkynsorð. Þá fylgdi sögunni að eftir höfnun hestanafnanefndar sendi Þeba mannanafnanefnd beiðni um að fá kvenmannsnafnið Lán samþykkt - sem reyndist auðsótt. Reglur um hestanöfn sem samþykktar voru hjá FEIF, alþjóðasamtökum íslenska hestsins, kveða á um að hestar skuli bera íslensk nöfn - og að nöfn á hryssum skuli kvenkyns en hesta karlkyns. Vísir fjallaði fyrr í dag um hestanöfn sem nefndin hefur hafnað frá stofnun 2016. En nú hefur nefndinni snúist hugur. Í bréfi til Þebu frá hestanafnanefnd sem barst í dag segir að nafnið Lán hafi verið skráð á nafnalista WorldFengs. Hún geti því notað það á hryssuna sína. Þeba er að vonum ánægð með niðurstöðuna. „Fullnaðarsigur! Skyldi þessi ákvörðun eitthvað hafa að gera með fjölmiðlaumfjöllun síðustu viku?“ skrifar Þeba á Facebook-síðu sinni í kvöld, þar sem hún deilir ákvörðun hestanafnanefndar. Dýr Mannanöfn Hestar Tengdar fréttir Fær sjálf að taka upp nafnið Lán en hryssan ekki Hestaeigandi á Austurlandi furðar sig á því að fá ekki að nefna hryssu sína Lán. Hestanafnanefnd hafnaði nafninu vegna þess að það er hvorugkynsorð - en hægðarleikur var hins vegar að fá það samþykkt hjá mannanafnanefnd. 25. nóvember 2021 19:12 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Þeba sagði þar frá því að hún hefði óskað eftir því nú í byrjun mánaðar að fá nafnið Lán samþykkt hjá hestanafnanefnd, til að fá það svo skráð í WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins. Nafnið beygist eins og kvenmannsnafnið Rán, þ.e. Lán, um Lán, frá Lán til Lánar. En nefndin hafnaði nafninu á grundvelli þess að það væri í raun hvorugkynsorð. Þá fylgdi sögunni að eftir höfnun hestanafnanefndar sendi Þeba mannanafnanefnd beiðni um að fá kvenmannsnafnið Lán samþykkt - sem reyndist auðsótt. Reglur um hestanöfn sem samþykktar voru hjá FEIF, alþjóðasamtökum íslenska hestsins, kveða á um að hestar skuli bera íslensk nöfn - og að nöfn á hryssum skuli kvenkyns en hesta karlkyns. Vísir fjallaði fyrr í dag um hestanöfn sem nefndin hefur hafnað frá stofnun 2016. En nú hefur nefndinni snúist hugur. Í bréfi til Þebu frá hestanafnanefnd sem barst í dag segir að nafnið Lán hafi verið skráð á nafnalista WorldFengs. Hún geti því notað það á hryssuna sína. Þeba er að vonum ánægð með niðurstöðuna. „Fullnaðarsigur! Skyldi þessi ákvörðun eitthvað hafa að gera með fjölmiðlaumfjöllun síðustu viku?“ skrifar Þeba á Facebook-síðu sinni í kvöld, þar sem hún deilir ákvörðun hestanafnanefndar.
Dýr Mannanöfn Hestar Tengdar fréttir Fær sjálf að taka upp nafnið Lán en hryssan ekki Hestaeigandi á Austurlandi furðar sig á því að fá ekki að nefna hryssu sína Lán. Hestanafnanefnd hafnaði nafninu vegna þess að það er hvorugkynsorð - en hægðarleikur var hins vegar að fá það samþykkt hjá mannanafnanefnd. 25. nóvember 2021 19:12 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fær sjálf að taka upp nafnið Lán en hryssan ekki Hestaeigandi á Austurlandi furðar sig á því að fá ekki að nefna hryssu sína Lán. Hestanafnanefnd hafnaði nafninu vegna þess að það er hvorugkynsorð - en hægðarleikur var hins vegar að fá það samþykkt hjá mannanafnanefnd. 25. nóvember 2021 19:12