Ekki vera þessi gaur María Rún Bjarnadóttir skrifar 1. desember 2021 16:00 Ofbeldi gegn konum og kynferðislegt ofbeldi er rótgróið. Fyrir tilstilli kvennahreyfingarinnar, þolenda og öflugra baráttukvenna hefur ljósi verið varpað á þennan alvarlega og kerfisbunda vanda. #metoo bylgjurnar og aðrar sambærilega hreyfingar hafa virkjað nýjar kynslóðir fólks sem berst gegn kynferðisofbeldi. Meðal þess sem kallað hefur verið eftir í tengslum við #metoo er að gerendur í kynferðisbrotamálum axli ábyrgð á háttsemi sinni. Karlar eru í yfirgnæfandi meirihluta þeirra beita kynferðisofbeldi. Á árunum 2011–2016, voru karlar að meðaltali 96% grunaðra í málum sem rata til lögreglu, en í 94% brota það sem af er þessu ári. Konur hins vegar eru í meirihluta brotaþola, eða í 84% brota. Ef eingöngu er litið til nauðgana á þessu ári hækkar hlutfall kvenna í hópi brotaþola í 93%. Fyrstu 10 mánuði ársins 2021 bárust lögreglu 184 tilkynningar um nauðganir, eða að meðaltali átján nauðganir á mánuði. Brot sem tilkynnt eru til lögreglu eru þó aðeins toppurinn á ísjakanum, fjölmörg brot eru aldrei kærð. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda um bætta meðferð kynferðisbrota 2018–2022 kemur fram að flest nauðgunarbrot eigi sér stað um helgar, sér í lagi frá miðnætti til kl. sex um morgun. Þetta breyttist nokkuð á meðal samkomutakmarkanir vegna Covid stóðu yfir, og árið 2020 varð fækkun í tilkynningum nauðgunarbrota. Það sem er af þessu ári hefur tikynningum um slík brot fjölgað aftur. Í Kanada og Skotlandi hefur lögreglan staðið fyrir samfélagsátaki þar sem karlar eru hvattir til þess að vera ekki „þessi gaur“. Er þá vísað til þeirra sem virða ekki kynfrelsi annarra, leggja lítið upp úr samþykki og telja það jafnvel til kynlífs að hafa samræði við konur sem eru ekki með ráði og rænu. Þá hefur norska lögreglan vakið athygli á að almennilegir karlar í krapinu gangi ekki yfir mörk annarra, sérstaklega þegar viðkomandi getur ekki gefið skýrt samþykki fyrir kynferðislegum samskiptum, til dæmis vegna ölvunar. Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan taka undir með þessum erlendu lögregluliðum og hleypa í þessari viku af stokkunum herferðinni „ekki vera þessi gaur“ Henni er ætlað að vekja athygli á viðhorfum til kynferðisbrota. Skilaboðunum er beint til karla á aldrinum 18 – 35 ára, en það er það aldursbil sem tölfræði lögreglu sýnir flesta brotamenn í kynferðisbrotamálum vera á. Einfaldasta og árangursríkasta leiðin til þess að fækka kynferðisbrotum er að brotin eigi sér ekki stað. Hér verður undirstrikað að fæstir karlar hafa eða munu nokkur tíma brjóta af sér kynferðislega. Það er þó í hópi karla sem flestir brotamenn í kynferðisbrotamálum finnast. Það eru ýmsar leiðir færar til þess að vera ekki „þessi gaur“. Á 112.is er að finna ýmis konar ráð til þess að stoppa ofbeldishegðun. Þar má einnig finna úrræðið Heimilisfriður fyrir gerendur í heimilisofbeldismálum og Taktu skrefið fyrir þá sem vilja breyta kynferðislegri hegðun sinni eða hafa framið kynferðisbrot, hvort sem brot hafi fengið meðferð réttarvörslukerfisins eða ekki. Þá standa Stígamót fyrir námskeiðinu Bandamenn fyrir karla sem vilja berjast gegn kynferðislegu ofbeldi og fræðsluvettvangurinn Karlmennskan hefur yfir að ráða ýmsum fróðleik um málið. Til þess að við náum sem bestum árangri í baráttu gegn kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi er mikilvægt að karlar taki virkan þátt í að brjóta niður staðalímyndir og breyta þeirri menningu sem gerir að verkum að kynferðisbrot þrífast. Með því að karlar taki meðvitaða ákvörðun um að vera ekki „þessi gaur“ og hvetji félaga sína til að gera hið sama geta þeir verið hluti af lausninni við að binda enda á eitt rótgrónasta misrétti samtímans. Höfundur er verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Klippa: Ekki vera þessi gaur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi Lögreglumál MeToo Kynferðisofbeldi María Rún Bjarnadóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn konum og kynferðislegt ofbeldi er rótgróið. Fyrir tilstilli kvennahreyfingarinnar, þolenda og öflugra baráttukvenna hefur ljósi verið varpað á þennan alvarlega og kerfisbunda vanda. #metoo bylgjurnar og aðrar sambærilega hreyfingar hafa virkjað nýjar kynslóðir fólks sem berst gegn kynferðisofbeldi. Meðal þess sem kallað hefur verið eftir í tengslum við #metoo er að gerendur í kynferðisbrotamálum axli ábyrgð á háttsemi sinni. Karlar eru í yfirgnæfandi meirihluta þeirra beita kynferðisofbeldi. Á árunum 2011–2016, voru karlar að meðaltali 96% grunaðra í málum sem rata til lögreglu, en í 94% brota það sem af er þessu ári. Konur hins vegar eru í meirihluta brotaþola, eða í 84% brota. Ef eingöngu er litið til nauðgana á þessu ári hækkar hlutfall kvenna í hópi brotaþola í 93%. Fyrstu 10 mánuði ársins 2021 bárust lögreglu 184 tilkynningar um nauðganir, eða að meðaltali átján nauðganir á mánuði. Brot sem tilkynnt eru til lögreglu eru þó aðeins toppurinn á ísjakanum, fjölmörg brot eru aldrei kærð. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda um bætta meðferð kynferðisbrota 2018–2022 kemur fram að flest nauðgunarbrot eigi sér stað um helgar, sér í lagi frá miðnætti til kl. sex um morgun. Þetta breyttist nokkuð á meðal samkomutakmarkanir vegna Covid stóðu yfir, og árið 2020 varð fækkun í tilkynningum nauðgunarbrota. Það sem er af þessu ári hefur tikynningum um slík brot fjölgað aftur. Í Kanada og Skotlandi hefur lögreglan staðið fyrir samfélagsátaki þar sem karlar eru hvattir til þess að vera ekki „þessi gaur“. Er þá vísað til þeirra sem virða ekki kynfrelsi annarra, leggja lítið upp úr samþykki og telja það jafnvel til kynlífs að hafa samræði við konur sem eru ekki með ráði og rænu. Þá hefur norska lögreglan vakið athygli á að almennilegir karlar í krapinu gangi ekki yfir mörk annarra, sérstaklega þegar viðkomandi getur ekki gefið skýrt samþykki fyrir kynferðislegum samskiptum, til dæmis vegna ölvunar. Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan taka undir með þessum erlendu lögregluliðum og hleypa í þessari viku af stokkunum herferðinni „ekki vera þessi gaur“ Henni er ætlað að vekja athygli á viðhorfum til kynferðisbrota. Skilaboðunum er beint til karla á aldrinum 18 – 35 ára, en það er það aldursbil sem tölfræði lögreglu sýnir flesta brotamenn í kynferðisbrotamálum vera á. Einfaldasta og árangursríkasta leiðin til þess að fækka kynferðisbrotum er að brotin eigi sér ekki stað. Hér verður undirstrikað að fæstir karlar hafa eða munu nokkur tíma brjóta af sér kynferðislega. Það er þó í hópi karla sem flestir brotamenn í kynferðisbrotamálum finnast. Það eru ýmsar leiðir færar til þess að vera ekki „þessi gaur“. Á 112.is er að finna ýmis konar ráð til þess að stoppa ofbeldishegðun. Þar má einnig finna úrræðið Heimilisfriður fyrir gerendur í heimilisofbeldismálum og Taktu skrefið fyrir þá sem vilja breyta kynferðislegri hegðun sinni eða hafa framið kynferðisbrot, hvort sem brot hafi fengið meðferð réttarvörslukerfisins eða ekki. Þá standa Stígamót fyrir námskeiðinu Bandamenn fyrir karla sem vilja berjast gegn kynferðislegu ofbeldi og fræðsluvettvangurinn Karlmennskan hefur yfir að ráða ýmsum fróðleik um málið. Til þess að við náum sem bestum árangri í baráttu gegn kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi er mikilvægt að karlar taki virkan þátt í að brjóta niður staðalímyndir og breyta þeirri menningu sem gerir að verkum að kynferðisbrot þrífast. Með því að karlar taki meðvitaða ákvörðun um að vera ekki „þessi gaur“ og hvetji félaga sína til að gera hið sama geta þeir verið hluti af lausninni við að binda enda á eitt rótgrónasta misrétti samtímans. Höfundur er verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Klippa: Ekki vera þessi gaur
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun