Xavi heldur áfram að taka til hendinni á Nývangi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2021 07:00 Xavi veit hvað hann vill. EPA-EFE/Alejandro Garcia Xavi Hernández, nýráðinn þjálfari Barcelona, virðist allt annað en sáttur með hvernig er haldið um taumana hjá uppeldisfélaginu. Þjálfarinn hefur svo sannarlega tekið til hendinni síðan hann tók við félaginu í upphafi nóvembermánaðar og virðist hvergi nærri hættur. Eins og frægt er orðið ákvað Barcelona að sækja einn af sínum dáðustu sonum til Katar til að koma liðinu upp úr þeim mikla öldudal sem það virtist fast í. Þó það sé enn ómögulegt að ráða í hvort þjálfarinn Xavi nái eitthvað í líkingu við sama árangur og hann gerði sem leikmaður er eitt ljóst, hann er með skoðanir á öllu sem gerist hjá félaginu og ekki hræddur við að láta í sér heyra. Svo duglegur er hann að láta í sér heyra að eftir sigur Barcelona á Villareal á dögunum þurfti lögreglu til að aðskilja hann og Unai Emery, þjálfara Villareal. Svo virðist sem Freyr Alexandersson hafi séð þá hlið á Spánverjanum er þeir þjálfuðu báðir í Katar. Prinsinn hefur talað Gleymdir the dark side. En kannski kemur hún ekki í ljós — Freyr Alexandersson (@freyrale) November 5, 2021 Xavi var í Katar í alls sex ár, á þeim tíma virðist mikið hafa breyst í Katalóníu. Á íþróttavefnum The Athletic er kafað ofan í áframhaldandi breytingar Xavi á líferni leikmanna sinna. „Til að geta verið samkeppnishæfir þurfum við að hafa allt í röð og reglu. Það verða allir að fara eftir reglunum. Þegar ég hef sett reglur í búningsklefanum hafa hlutirnir smollið, þegar reglunum er ekki fylgt hefur hins vegar ekki gengið svo vel,“ sagði hinn 41 árs gamli Xavi á sínum fyrsta blaðamannafundi sem þjálfari Barcelona. Daginn eftir blaðamannafundinn var birtur listi með 10 reglum sem leikmenn þurftu að fylgja. Hann hefur einnig breytt hlutunum inn á vellinum en liðið spilar mun hraðar en það gerði fyrr á leiktíðinni, það spilar af meiri ákafa sem og hærra upp á vellinum. Miðvörðurinn Gerard Piqué virðist taka sinn fyrrum samherja mjög alvarlega og hefur til að mynda hætt við að koma fram í sjónvarpi í kringum Davis-bikarinn í tennis en það er meðal fjölda hluta sem Piqué er að bardúsa við utan vallar. Á undanförnum árum var ekki óalgengt að æfingar væru í styttra lagi og oftar en ekki í léttari kantinum svo stórstjörnur á borð við Lionel Messi væru hvað hressastar á leikdegi. Það heyrir nú sögunni til. Æfingar félagsins hafa tekið stakkaskiptum. Ákefðarstigið er hærra, þær eru lengri og menn eru almennt meira á tánum. Leikmenn þurfa einnig að vera mættir í hús 90 mínútum áður en æfing hefst. Hjá forverum Xavi var nóg að mæta klukkustund áður en menn áttu að vera mættir út á gras. Eðlilega hafa æfingarnar breyst en Xavi tók þjálfarateymi sitt frá Katar með sér til Katalóníu. Þeir sem þekkja til hans segja að allt það sem hann gerði í Katar hafi verið gert til að leggja grunn að endurkomu til Barcelona. Early arrival for training More basic hotels Communal meals Cut back on commercial workXavi has demanded a series of changes since his return to Barcelona. @DermotMCorrigan— The Athletic UK (@TheAthleticUK) December 1, 2021 Þá hefur leikmaðurinn fyrrverandi nýtt völd sín hjá félaginu og losað hinn og þennan undan samningi til þess að koma fólki sem hann treystir að. Einnig hefur hann skapað betri boðleið milli sín og þess sem sér um leikmannakaup félagsins, sá heitir Jordi Cruyff og er sonur hins goðsagnakennda Johans. Xavi hefur ákveðið að kalla lið sitt saman á hóteli daginn fyrir heimaleiki, eitthvað sem leikmenn Barcelona hafa ekki gert síðan Pep Guardiola var þjálfari liðsins. Í stað þess að hittast á hinu ívið fagra Princesa Sofia – fimm stjörnu hótel með allt til alls – og gista þar ákvað nýráðni þjálfarinn að NH Constanza væri staðurinn. Fínt hótel en töluvert frá glamúrnum sem fylgir fimm stjörnu hóteli á borð við Princesa Sofia. Coutinho er meðal þeirra sem taldir eru á sölulista Barcelona.EPA-EFE/ALEJANDRO GARCIA Ásamt öllu þessu er ljóst að Xavi vill nýja leikmenn. Til þess að fjármagna kaup leikmanna er ljóst að félagið þarf þá að losa sig við leikmenn sem eru nú þegar á launaskrá þar sem skuldir félagsins eru í dag í kringum 1.3 milljarð evra. Meðal þeirra nafna sem talin eru á útleið eru Philippe Coutinho, Samuel Umtiti, Neto, Martin Braithwaite, Clement Lenglet og Sergi Roberto. Illa hefur gengið að losa téða leikmenn í undanförnum gluggum en Xavi og félagar horfa nú til Norður-Englands þar sem nýríkt Newcastle United gæti hugsað sér gott til glóðarinnar og fengið leikmenn á útsöluverði. Það er stutt síðan Xavi tók við í Katalóníu og eflaust verða fleiri sögulínur, meira slúður og fleiri reglur á næstu vikum og mánuðum. Þjálfaratíð hans á Nývangi hefur byrjað ágætlega, markalausu jafntefli gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu var fylgt eftir með sigrum á Espanyol og Villareal heima fyrir. Betur má þó ef duga skal en fari svo að Benfica vinni Dynamo Kíev er ljóst að Börsungar þurfa sigur á Allianz-vellinum í Bæjaralandi þann 8. desember er þeir sækja Bayern München heim, það er ef lærisveinar Xavi ætla sér í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Börsungum hefur gengið bölvanlega gegn Bæjurum að undanförnu.EPA-EFE/Alejandro Garcia Fótbolti Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Þjálfarinn hefur svo sannarlega tekið til hendinni síðan hann tók við félaginu í upphafi nóvembermánaðar og virðist hvergi nærri hættur. Eins og frægt er orðið ákvað Barcelona að sækja einn af sínum dáðustu sonum til Katar til að koma liðinu upp úr þeim mikla öldudal sem það virtist fast í. Þó það sé enn ómögulegt að ráða í hvort þjálfarinn Xavi nái eitthvað í líkingu við sama árangur og hann gerði sem leikmaður er eitt ljóst, hann er með skoðanir á öllu sem gerist hjá félaginu og ekki hræddur við að láta í sér heyra. Svo duglegur er hann að láta í sér heyra að eftir sigur Barcelona á Villareal á dögunum þurfti lögreglu til að aðskilja hann og Unai Emery, þjálfara Villareal. Svo virðist sem Freyr Alexandersson hafi séð þá hlið á Spánverjanum er þeir þjálfuðu báðir í Katar. Prinsinn hefur talað Gleymdir the dark side. En kannski kemur hún ekki í ljós — Freyr Alexandersson (@freyrale) November 5, 2021 Xavi var í Katar í alls sex ár, á þeim tíma virðist mikið hafa breyst í Katalóníu. Á íþróttavefnum The Athletic er kafað ofan í áframhaldandi breytingar Xavi á líferni leikmanna sinna. „Til að geta verið samkeppnishæfir þurfum við að hafa allt í röð og reglu. Það verða allir að fara eftir reglunum. Þegar ég hef sett reglur í búningsklefanum hafa hlutirnir smollið, þegar reglunum er ekki fylgt hefur hins vegar ekki gengið svo vel,“ sagði hinn 41 árs gamli Xavi á sínum fyrsta blaðamannafundi sem þjálfari Barcelona. Daginn eftir blaðamannafundinn var birtur listi með 10 reglum sem leikmenn þurftu að fylgja. Hann hefur einnig breytt hlutunum inn á vellinum en liðið spilar mun hraðar en það gerði fyrr á leiktíðinni, það spilar af meiri ákafa sem og hærra upp á vellinum. Miðvörðurinn Gerard Piqué virðist taka sinn fyrrum samherja mjög alvarlega og hefur til að mynda hætt við að koma fram í sjónvarpi í kringum Davis-bikarinn í tennis en það er meðal fjölda hluta sem Piqué er að bardúsa við utan vallar. Á undanförnum árum var ekki óalgengt að æfingar væru í styttra lagi og oftar en ekki í léttari kantinum svo stórstjörnur á borð við Lionel Messi væru hvað hressastar á leikdegi. Það heyrir nú sögunni til. Æfingar félagsins hafa tekið stakkaskiptum. Ákefðarstigið er hærra, þær eru lengri og menn eru almennt meira á tánum. Leikmenn þurfa einnig að vera mættir í hús 90 mínútum áður en æfing hefst. Hjá forverum Xavi var nóg að mæta klukkustund áður en menn áttu að vera mættir út á gras. Eðlilega hafa æfingarnar breyst en Xavi tók þjálfarateymi sitt frá Katar með sér til Katalóníu. Þeir sem þekkja til hans segja að allt það sem hann gerði í Katar hafi verið gert til að leggja grunn að endurkomu til Barcelona. Early arrival for training More basic hotels Communal meals Cut back on commercial workXavi has demanded a series of changes since his return to Barcelona. @DermotMCorrigan— The Athletic UK (@TheAthleticUK) December 1, 2021 Þá hefur leikmaðurinn fyrrverandi nýtt völd sín hjá félaginu og losað hinn og þennan undan samningi til þess að koma fólki sem hann treystir að. Einnig hefur hann skapað betri boðleið milli sín og þess sem sér um leikmannakaup félagsins, sá heitir Jordi Cruyff og er sonur hins goðsagnakennda Johans. Xavi hefur ákveðið að kalla lið sitt saman á hóteli daginn fyrir heimaleiki, eitthvað sem leikmenn Barcelona hafa ekki gert síðan Pep Guardiola var þjálfari liðsins. Í stað þess að hittast á hinu ívið fagra Princesa Sofia – fimm stjörnu hótel með allt til alls – og gista þar ákvað nýráðni þjálfarinn að NH Constanza væri staðurinn. Fínt hótel en töluvert frá glamúrnum sem fylgir fimm stjörnu hóteli á borð við Princesa Sofia. Coutinho er meðal þeirra sem taldir eru á sölulista Barcelona.EPA-EFE/ALEJANDRO GARCIA Ásamt öllu þessu er ljóst að Xavi vill nýja leikmenn. Til þess að fjármagna kaup leikmanna er ljóst að félagið þarf þá að losa sig við leikmenn sem eru nú þegar á launaskrá þar sem skuldir félagsins eru í dag í kringum 1.3 milljarð evra. Meðal þeirra nafna sem talin eru á útleið eru Philippe Coutinho, Samuel Umtiti, Neto, Martin Braithwaite, Clement Lenglet og Sergi Roberto. Illa hefur gengið að losa téða leikmenn í undanförnum gluggum en Xavi og félagar horfa nú til Norður-Englands þar sem nýríkt Newcastle United gæti hugsað sér gott til glóðarinnar og fengið leikmenn á útsöluverði. Það er stutt síðan Xavi tók við í Katalóníu og eflaust verða fleiri sögulínur, meira slúður og fleiri reglur á næstu vikum og mánuðum. Þjálfaratíð hans á Nývangi hefur byrjað ágætlega, markalausu jafntefli gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu var fylgt eftir með sigrum á Espanyol og Villareal heima fyrir. Betur má þó ef duga skal en fari svo að Benfica vinni Dynamo Kíev er ljóst að Börsungar þurfa sigur á Allianz-vellinum í Bæjaralandi þann 8. desember er þeir sækja Bayern München heim, það er ef lærisveinar Xavi ætla sér í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Börsungum hefur gengið bölvanlega gegn Bæjurum að undanförnu.EPA-EFE/Alejandro Garcia
Fótbolti Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira