Ingibjörgu Sólrúnu blandað í ævintýralegt samsæri Snorri Másson skrifar 1. desember 2021 21:00 Ingibjörg Sólrún var utanríkisráðherra 2007-2009, en samkvæmt andstæðingum hennar í Írak nýtti hún völd sín eftir embættistíð til að hafa áhrif á gang mála í Úkraínu. Twitter Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er lykilmaður í samsæri Sameinuðu þjóðanna um að stela kosningunum í Írak, ef marka má urmul samsæriskenninga á netinu. Hún hendir gaman að og segist dást að sköpunargleði höfundanna. Í myndbandi sem gengur manna á milli á íröskum samfélagsmiðlum er máluð upp nokkuð sérkennileg mynd af ferli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands. Vikið er að embættistíð hennar á Íslandi, störfum hennar fyrir Sameinuðu þjóðirnar og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, en ekki síst er dregin upp þátttaka hennar í kosningaeftirliti í Úkraínu fyrir nokkrum árum. Út frá þeim störfum er spunninn meintur þáttur hennar í appelsínubyltingunni þar árið 2004, hún er sögð hafa hvatt til mótmæla í deilunum um Krímskagann og látið að því liggja að hún hafi samið við Rússa um það landsvæði árið 2014. Myndbandið er satt að segja hálfgert skemmtiefni og má sjá hér: „Ég tek þetta ekkert alvarlega. Þetta er bara spuni. En það sem vakti aðallega athygli mína er allt þetta myndefni. Hvar grófu þeir þetta upp? Rosalega leggja þeir mikið á sig,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við fréttastofu. Þingkosningar fóru fram í Írak 10. október og sú sjíablokk fór með afgerandi sigur sem ekki er hliðholl stjórnvöldum í Íran. Á meðal hlutverka Sameinuðu þjóðanna í Írak er, að ósk íraskra stjórnvalda, að aðstoða við skipulag þingkosninga og að fylgjast með framkvæmdinni á kjördag. وزيرة خارجية ايسلاندا السابقة ومسؤولة الملف الانتخابي في العراق pic.twitter.com/E2Tgscs5vh— (سيدمحمد الحسيني) كحيلان العراقي 313✌ (@TYUaQKpLdv4zEm6) November 27, 2021 „Af því að Sameinuðu þjóðirnar eru svona sýnilegar í kringum kosningarnar er miklu auðveldara að benda á þær og segja: Það er ykkur að kenna að við töpuðum. Það er talað um kosningasvindl og að kosningunum hafi verið stolið en það eru engin haldbær rök,“ segir Ingibjörg. Áróðurinn breytir því ekki að sögn Ingibjargar að kosningarnar nú fóru betur fram en þær hafa gert frá árinu 2003. „Ég veit hvenær ég sé góðar kosningar og hvenær slæmar kosningar. Engar kosningar fullkomnar, ekki einu sinni þótt Íslendingar hafi kannski talið sínar kosningar vera það, kom í ljós að svo var ekki. Þessar kosningar voru ekki fullkomnar, það voru ákveðin vandkvæði, en þetta voru góðar kosningar,“ segir Ingibjörg, sem er stödd í Írak. Sameinuðu þjóðirnar Írak Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún segist spennt fyrir nýju starfi hjá SÞ í Írak Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi ráðherra og Alþingismaður, hefur verið skipuð sem staðgengill fulltrúa António Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í Írak. Hún segist spennt fyrir starfinu og verkefnunum sem því fylgja. 15. janúar 2021 21:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Í myndbandi sem gengur manna á milli á íröskum samfélagsmiðlum er máluð upp nokkuð sérkennileg mynd af ferli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands. Vikið er að embættistíð hennar á Íslandi, störfum hennar fyrir Sameinuðu þjóðirnar og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, en ekki síst er dregin upp þátttaka hennar í kosningaeftirliti í Úkraínu fyrir nokkrum árum. Út frá þeim störfum er spunninn meintur þáttur hennar í appelsínubyltingunni þar árið 2004, hún er sögð hafa hvatt til mótmæla í deilunum um Krímskagann og látið að því liggja að hún hafi samið við Rússa um það landsvæði árið 2014. Myndbandið er satt að segja hálfgert skemmtiefni og má sjá hér: „Ég tek þetta ekkert alvarlega. Þetta er bara spuni. En það sem vakti aðallega athygli mína er allt þetta myndefni. Hvar grófu þeir þetta upp? Rosalega leggja þeir mikið á sig,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við fréttastofu. Þingkosningar fóru fram í Írak 10. október og sú sjíablokk fór með afgerandi sigur sem ekki er hliðholl stjórnvöldum í Íran. Á meðal hlutverka Sameinuðu þjóðanna í Írak er, að ósk íraskra stjórnvalda, að aðstoða við skipulag þingkosninga og að fylgjast með framkvæmdinni á kjördag. وزيرة خارجية ايسلاندا السابقة ومسؤولة الملف الانتخابي في العراق pic.twitter.com/E2Tgscs5vh— (سيدمحمد الحسيني) كحيلان العراقي 313✌ (@TYUaQKpLdv4zEm6) November 27, 2021 „Af því að Sameinuðu þjóðirnar eru svona sýnilegar í kringum kosningarnar er miklu auðveldara að benda á þær og segja: Það er ykkur að kenna að við töpuðum. Það er talað um kosningasvindl og að kosningunum hafi verið stolið en það eru engin haldbær rök,“ segir Ingibjörg. Áróðurinn breytir því ekki að sögn Ingibjargar að kosningarnar nú fóru betur fram en þær hafa gert frá árinu 2003. „Ég veit hvenær ég sé góðar kosningar og hvenær slæmar kosningar. Engar kosningar fullkomnar, ekki einu sinni þótt Íslendingar hafi kannski talið sínar kosningar vera það, kom í ljós að svo var ekki. Þessar kosningar voru ekki fullkomnar, það voru ákveðin vandkvæði, en þetta voru góðar kosningar,“ segir Ingibjörg, sem er stödd í Írak.
Sameinuðu þjóðirnar Írak Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún segist spennt fyrir nýju starfi hjá SÞ í Írak Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi ráðherra og Alþingismaður, hefur verið skipuð sem staðgengill fulltrúa António Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í Írak. Hún segist spennt fyrir starfinu og verkefnunum sem því fylgja. 15. janúar 2021 21:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Ingibjörg Sólrún segist spennt fyrir nýju starfi hjá SÞ í Írak Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi ráðherra og Alþingismaður, hefur verið skipuð sem staðgengill fulltrúa António Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í Írak. Hún segist spennt fyrir starfinu og verkefnunum sem því fylgja. 15. janúar 2021 21:00