Milan aðeins stigi frá toppnum eftir að Napoli missteig sig | Markalaust hjá PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2021 22:15 Zlatan var á skotskónum í kvöld. Andrea Bruno Diodato/Getty Images Öll þrjú topplið Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar, léku í kvöld. Inter vann sinn leik fyrr í kvöld örugglega, AC Milan gerði slíkt hið sama en topplið Napoli missteig sig gegn Sassuolo eftir að hafa komist 2-0 yfir. Topplið Napoli sótti Sassuoli heim í ítölsku úrvalsdeildinni og segja má að liðið hafi hent stigunum þremur frá sér. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Fabian gestunum yfir á 51. mínútu og átta mínútum síðar tvöfaldaði Dries Mertens forystuna. Piotr Zielinski gerði sér lítið fyrir og lagði upp bæði mörkin. Gianluca Scamacca minnkaði muninn fyrir heimamenn á 71. mínútu og Gian Marco Ferrari jafnaði metin þegar ein mínúta var til leiksloka. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur. Luciano Spalletti, þjálfari Napoli, var eitthvað pirraður undir lok leiks og lét reka sig upp í stúku. AC Milan vann svo öruggan 3-0 útisigur á Genoa. Sænska brýnið Zlatan Ibrahimović kom Milan yfir og Junior Messias tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Hann bætti svo þriðja markinu við þegar rúm klukkustund var liðin. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum með 3-0 sigri AC Milan. Sigurinn þýðir að nú munar aðeins stigi á Milan og Napoli á toppi deildarinnar. Napoli er með 36 stig á toppnum, Milan þar á eftir með 35 og Inter með 34. Öll þrjú liðin hafa leikið 15 leiki. Í Frakklandi gerði PSG markalaust jafntefli við Nice. Var þetta aðeins þriðji deildarleikur liðsins af 16 sem það vinnur ekki. PSG er með 41 stig á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar, 12 stigum meira en Marseille sem er í öðru sæti. Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Inter upp í annað sætið á meðan Mourinho sá gult í tapi Roma Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er nú lokið. Ítalíumeistarar Inter unnu 2-0 heimasigur á Spezia á meðan lærisveinar José Mourinho í Roma töpuðu 1-0 fyrir Bologna á útivelli. 1. desember 2021 19:35 Zlatan sagði Mbappé að fara til Real en ráðlagði PSG að selja hann ekki Hinn fertugi Zlatan Ibrahimović getur verið skondinn þegar sá gállinn er á honum. Hann hefur nú lagt orð í belg varðandi framtíð hins franska Kylian Mbappé. 1. desember 2021 18:30 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Topplið Napoli sótti Sassuoli heim í ítölsku úrvalsdeildinni og segja má að liðið hafi hent stigunum þremur frá sér. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Fabian gestunum yfir á 51. mínútu og átta mínútum síðar tvöfaldaði Dries Mertens forystuna. Piotr Zielinski gerði sér lítið fyrir og lagði upp bæði mörkin. Gianluca Scamacca minnkaði muninn fyrir heimamenn á 71. mínútu og Gian Marco Ferrari jafnaði metin þegar ein mínúta var til leiksloka. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur. Luciano Spalletti, þjálfari Napoli, var eitthvað pirraður undir lok leiks og lét reka sig upp í stúku. AC Milan vann svo öruggan 3-0 útisigur á Genoa. Sænska brýnið Zlatan Ibrahimović kom Milan yfir og Junior Messias tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Hann bætti svo þriðja markinu við þegar rúm klukkustund var liðin. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum með 3-0 sigri AC Milan. Sigurinn þýðir að nú munar aðeins stigi á Milan og Napoli á toppi deildarinnar. Napoli er með 36 stig á toppnum, Milan þar á eftir með 35 og Inter með 34. Öll þrjú liðin hafa leikið 15 leiki. Í Frakklandi gerði PSG markalaust jafntefli við Nice. Var þetta aðeins þriðji deildarleikur liðsins af 16 sem það vinnur ekki. PSG er með 41 stig á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar, 12 stigum meira en Marseille sem er í öðru sæti.
Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Inter upp í annað sætið á meðan Mourinho sá gult í tapi Roma Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er nú lokið. Ítalíumeistarar Inter unnu 2-0 heimasigur á Spezia á meðan lærisveinar José Mourinho í Roma töpuðu 1-0 fyrir Bologna á útivelli. 1. desember 2021 19:35 Zlatan sagði Mbappé að fara til Real en ráðlagði PSG að selja hann ekki Hinn fertugi Zlatan Ibrahimović getur verið skondinn þegar sá gállinn er á honum. Hann hefur nú lagt orð í belg varðandi framtíð hins franska Kylian Mbappé. 1. desember 2021 18:30 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Inter upp í annað sætið á meðan Mourinho sá gult í tapi Roma Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er nú lokið. Ítalíumeistarar Inter unnu 2-0 heimasigur á Spezia á meðan lærisveinar José Mourinho í Roma töpuðu 1-0 fyrir Bologna á útivelli. 1. desember 2021 19:35
Zlatan sagði Mbappé að fara til Real en ráðlagði PSG að selja hann ekki Hinn fertugi Zlatan Ibrahimović getur verið skondinn þegar sá gállinn er á honum. Hann hefur nú lagt orð í belg varðandi framtíð hins franska Kylian Mbappé. 1. desember 2021 18:30