Frá þessu greinir Fréttablaðið en Fossvogsskóli hefur verið mikið í umræðunni síðustu misseri vegna mygluvandamála. Reykjaferð skólans í fyrra var felld niður en þá var ástæðan sögð kórónuveirufaraldurinn.
„Þeim finnst skólinn og skólastjórnendur hafa brugðist sér,“ hefur Fréttablaðið eftir föður eins barns í 7. bekk um upplifun krakkanna. Börnin upplifi að vera skilin útundan.
Til að bæta börnunum upp mistökin er búið að bóka dvöl í skólabúðunum á Laugarvatni og á Úlfljótsvatni næsta vor. Samkvæmt Fréttablaðinu þýðir það þó að sami árgangur fari aftur á Laugarvatn í 9. bekk.
„Þetta er svo leiðinlegt gagnvart blessuðum börnunum að þurfa að standa í þessu að það er þyngra en tárum taki,“ hefur blaðið eftir Karli B. Örvarssyni, framkvæmdastjóra skólabúðanna á Reykjum.
Hann segir alltaf eitthvað um afbókanir vegna Covid en það geti verið erfitt fyrir skóla að stökkva til og nýta plássið með litlum fyrirvara.
Í samtali við mbl.is í gær sagðist Ingibjörg hafa tekið þá ákvörðun að hætta vegna þess gríðarlega álags sem fylgt hefði starfinu.
„Það hefur verið gríðarlegt álag að taka heilt starf ofan á starf skólastjórnanda og það eru takmörk fyrir því hvað maður getur gert það lengi. Þessi húsnæðismál hafa verð rosalega tímafrek og tekið mikla orku og það var bara komið nóg. Það er gott að einhver annar taki við,“ sagði hún.